Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Blaðsíða 24
Verkinu er skipt í 3 áfanga: Frumrannsókn, skoöun á staðnum og greinargerð meö helstu niðurstöðum.
stofn 3 nýjar skrifstofur, þ.e. friðunarskrifstofa, verndunarskrif-
stofa og skrifstofa sem veitir ráðgjöf við endurbyggingu eldri húsa.
í Danmörku er gerður mikill greinarmunur á friðun og verndun
þar sem friðun er skilgreind sem málefni minjasafna en
verndun tengist meira skipulagi þar sem reynt er að halda í sér-
kenni og gæði þeirrar byggðar sem fyrir er.
Verndunarskrifstofa dönsku skipulagsstjórnarinnar hefurá
undanförnum árum verið að þróa aðferð við að kanna og
kortleggja þætti í hinu byggða umhverfi sem hafa
verndunargildi. Aðferðin, sem miðast við að heilt
sveitarfélag sé tekið fyrir í einu, byggist m.a. á því að tengja
mun betur saman en áður vinnu að húsafriðun og húsavernd
við skipulagsvinnu á frumstigi. Verkinu er skipt í 3 áfanga:
frumrannsókn, skoðun á staðnum og greinargerð með helstu
niðurstöðum.
í frumrannsókninni eru kannaðar landfræðilegar aðstæður,
sögulegar heimildirog byggingarlistrænt gildi metið. í
frumrannsókninni er reynt að afmarka verkefnið með því að
benda á þau svæði sem hafa mest varðveislugildi.
Þegar aðstæður eru skoðaðar á staðnum er lögð áhersla á
að finna samstæðar heildir í umhverfinu en þar getur verið um
að ræða allt frá nokkrum samstæðum byggingum að heilum
götum, torgum eða bæjarhverfum. Varðveislugildið er metið
með tilliti til byggingarlistrænna, menningarsögulegra og
umhverfislegra þátta.
í greinargerðinni eða kortabókinni eins og Danirnir kalla
hana er að finna helstu niðurstöður sem þannig eru gerðar
aðgengilegar öllum almenningi um leið og hún verður hluti af
skipulagsforsendum fyrir viðkomandi sveitarfélag.
Þótt sú vinna sem danska skipulagsstjórnin hefur lagt í
þetta verkefni sé fyrst og fremst hugsuð til að styðja
verndunaráætlanirsveitarfélaganna kemur hún jafnframtað
góðum notum við tilraunir stofnunarinnar til að stuðla að
auknum gæðum í þeim breytingum á byggð sem ávallt eiga sér
stað í bæjunum.
Óski sveitarfélag eftir því að fá gerða úttekt eða
kortabók leitar hún til skrifstofu þeirrar sem Algreen Ussing veitir
forstöðu. Þar er myndaður vinnuhópur sem starfsmaður
skrifstofunnar veitir forstöðu en í hópnum sitja auk hans 2-3
sjálfstætt starfandi arkitektar og 6-10 nemar íarkitektúr.
Lögð er mikil áhersla á skjót vinnubrögð og er talið hæfilegt að
vinna fyrir hvert sveitarfélag taki 4-5 mánuði. Kostnaður greiðist
af ríkinu og nú þegar hafa verið gefnar út kortabækur fyrir
Hróarskeldu og Nakskov en 30 sveitarfélög eru á biðlista.
Það er mat þeirra sem stóðu fyrir heimsókn Algreen-
Ussing hingað til lands að þótt hér séu allt aðrar aðstæður en í
Danmörku megi læra ýmislegt af þeirri reynslu sem Danirnir
hafa og þeim aðferðum semþeir beita. Til þess að ná einhver-
jum árangri hér á landi er nauðsynlegt að til komi náin
samvinna þeirra ráðuneyta og ríkisstofnana sem hafa með
verndunar - .skipulags- og byggingarmál að gera annars vegar
og hins vegar sveitarfélaganna og samtaka þeirra. ■
22