Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 33
Fyrirliitgadu r
goljvöllur
Móttöku- og
flokkunarstöd
legra efna. Félaginu er einnig falið að
fylgjast með nýjungum ásamt öðrum
þáttum, sem eðlilega falla undir slíka
starfsemi.
í stofnsamningnum er miðað við að
félagið sé búið að Ijúka undirbúningi,
þ.e.a.s. að útvega urðunarstað og reisa
móttökustöð er hefji starfsemi 1. janúar
1990. Á vegum Sorpeyðingar höfuðborgar-
svæðisins fór fram ýtarleg leit að nýjum
urðunarstað, þar sem áhersla var iögð á
eftirfarandi: að ekki sé hætta á grunn-
vatnsmengun, að fjarlægð/nálægð við
þéttbýli sé viðunandi með tilliti til flutninga
og völ sé á nægjanlegu þekjuefni í
nágrenni staðarins.
Við könnun á hinum ýmsu stöðum, er
til greina komu sem urðunarstaðir, varð
niðurstaðan sú, að á Kjalarnesi væri að
finna flesta þá staði.sem til greina kæmu
sem urðunarstaðir, og að Álfsnes væri
besti og hagkvæmasti kosturinn.
Flestir sem fylgjast með kannast við á
hvern hátt málefni félagsins hafa þróast.
Þegar til þess kom að reisa móttöku-
stöðina, vildi ekki nokkur maður hafa hana
í augsýn og þyrlað var upp miklu moldviðri
vegna málsins.
Að lokum, eftir u.þ.b. eins árs þref,
var endanlega ákveðið að stöðin yrði reist í
Gufunesi, á lóð Áburðarverksmiðju ríkisins,
ekki langtfrá núverandi sorphaugum. Þar
standa nú sem hæst framkvæmdir við
SORPU, eins og flokkunar - og böggunar-
stöðin sem þarna rís er stundum kölluð.
Áætlað er að framkvæmdum við byggingu
og niðursetningu véla verði lokið í mars
1991 og móttaka hefjist næsta vor og hefur
þá verið varið um 550 - 600 milljónum
króna í stofnkostnað. Aðalverktaki
við bygpingu móttöku-stöðvarinnar í Gufu-
nesi er Armannsfell H/F.
Hér er rétt að greina í örfáum orðum
frá fyrirhugaðri starfsemi sem mun fara
fram á vegum Sorpeyðingar höfuðborgar-
svæðisins bs. Ákvörðun um byggingu
flokkunar - og böggunarstöðvar í stað
sorpbrennslustöðvar var tekin að vel
athuguðu máli og samkvæmt
ráðleggingum sérfræðinga. Fylgst hefur
verið mjög náið með þróun þessara
mála erlendis undanfarin ár og því er vitað
að hér er um að ræða lausn á sorp-
vandamálinu, sem er viðurkennd meðal
annarra þjóða en þykir nokkuð dýr.
Vinnsluferli stöðvarinnar er þannig að
allt sorp af höfuðborgarsvæðinu, sem nú
lendir á Sorphaugum í Gufunesi, verður
tekið inn í stöðvarhúsið. Húsasorp verður
losað beint í pressur og það pressað í
bagga og þeir vírbundnir. Hver baggi mun
vega að meðaltali 750 kg. Annað sorp
verður grófflokkað og er gert ráð fyrir að
fyrst í stað verði timbur, málmar
og pappi ásamt spilliefnum (umhverfis-
mengandi efnum) flokkað frá þeim úrgangi
sem verður urðaður. Þegar hefur verið
gengið frá samningi um nýtingu á hluta
þess timburs, sem jil fellur. Það verður rifið
niður í flís og mun fslenska járnblendi-
félagið h/f áGrundartanga nýta það við
framleiðslu kísiljárns. Einnig hefur verið
gerður samningur við ísl. stálfélagið h/f um
að það taki á móti þeim úrgangsmálmi,
sem fellurtil.
Húsnæði flokkunarstöðvarinnar er
hannað á þann veg, að tiltölulega auðveit
er að koma þar fyrir vinnslurásum til frekari
flokkunar ef það kann að þykja hagkvæmt í
framtíðinni og hefur m.a. verið rætt um
pappír, plast, gúmmí og gler í því sam-
bandi. Sérstakt hús verður reist til móttöku
á spilliefnum (umhverfismengandi efnum)
Þar verða þau flokkuð og frágengin og
send til eyðingar hjá Kommunekemi a/s,
sem er í Nyborg á Fjóni og er talið vera eitt
tæknilega fullkomnasta fyrirtæki á þessu
sviði í Evrópu. Reyndar er móttaka spilli-
efna þegar hafin í bráðabirgðahúsnæði að
Dalvegi 7 ÍKópavogi
31