Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 51

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Qupperneq 51
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON verkfræðingur INNGANGUR Allar götur síöan 1968 aö á vestur- löndum reis bylgja mótmæla gegn viðteknum venjum og róttæklingar færðust í aukana hafa stórframkvæmdir átt undir högg að sækja. Á þetta við um nær allan heimogekkibaraávesturlöndum. Það hafa þá heist verið Japanir sem hafa verið ófeimnir við að byggja stórt. Smágervar uppfinningar heilluðu heiminn og er þar helst að nefna rafeindatæknina, upplýsingatæknina og líftæknina. En eftir síðasta stórvirkið, geimför til tunglsins fyrir rúmum tuttugu árum, hefur verkfræði í stórum sniðum átt undir högg að sækja og lífsskoðanir þeirra sem sögðu „small is beautiful” hafa frekar átt upp á pallborðið. Að vísu hafa mörg stórvirki haft neikvæð áhrif og í sumum tilvikum mjög alvarleg. Helst eru virkjanir og mannvirki tengd þeim sem hafa haft vandræði í för með sér og þá sérstaklega á náttúrulegt umhverfi. Nægir þar að nefna virkjanir stórfljóta í Síberíu sem hafa breytt lífríki og umhverfi stöðuvatna. Almenningur hefur miklu meir en áður látið framkvæmdir til sín taka og þá sérstaklega stórframkvæmdir. Iðulega koma fram á sjónarsviðið einhverjir sem telja að með einhverri tiltekinni framkvæmd sé ómetanlegum verðmætum stefnt í voða. Haldnir eru fundir, farið í mótmælagöngur °9 skrifaðar langlokur í blöðin. Margar hugmyndir hafa verið drepnar með þessum aðgerðum og er ekkert við því að segja. Líklega hefðu fleiri stórvirki betur aldrei verið unnin. En líka hafa lent í útideyfu mörg þörf verk. Þessi andúð margra á mörgum framkvæmdum er til komin vegna ótta við óbætanlegt tjón á náttúrulegu umhverfi og jafnvel vegna þess að fólki geti stafað hætta af. Afleiðingin er svo sú að verulega stórar framkvæmdir hafa orðið Skipulagsuppdráttur miðborgar Brasilia skv. verðlaunatillögu Lucio Costa. útundan og það jafnvel svo að til vansa hefur verið, ekki aðeins hvað varðar hagvöxt og efnaleg gæði heldur jafnvel með tilliti til félagslegra og umhverfislegra gæða ájörðinni. FYRRI TÍMA STÓRVIRKI Á umliðnum öldum og árþúsundum hafa mörg stórvirkin litið dagsins Ijós. Sum þeirra standa enn og er allajafna undrast á þeirri verkkunnáttu sem þurft hefur til að reisa þessi mannvirki. Heimsþekktir eru pýramídarnir í Egyptalandi, Stonehenge á Englandi og Kínamúrinn. Þessi mannvirki eru ævaforn og hefur þurft ótrúlega verktækni og mannafla til að reisa þau. Nú spyr enginn að því hvað það kostaði mörg mannslíf að byggja pýramídana. Enn er þó munað hvað það kostaði að gera Panamaskurðinn og hvernig fór með loftskipin þýsku er fest voru á filmu og oft sýnd í sjónvarpi. Það virðist nefnilega sem stórvirki séu síður dáð þeim mun nær sem þau eru okkur í tíma. Þau tækniundur sem hafa komið til á síðustu öldum njóta vart þeirrar virðingar sem þeim ber. Geimferðir síðustu þrjátíu ára eru misvel séðar meðal jarðarbúa þó svo afar fá mannslíf hafi glatast við þær miðað við hversu stórt stökk í tækniþróun þær eru. Þá ber að geta þess að tilraunir með það að byggja nýjar borgir voru gerðar fyrr á öldinni en síðustu áratugi hafa engar nýjar hugmyndir komið fram í þeim mæli. Ég nefni tvö dæmi: Chandigarh í Indlandi og höfuðborgina Brasilíu í Brazilíu. Þó svo margt megi að þessum tilraunum finna þá er víst að margt má af þeim læra. Til dæmis hefur uppbygging Islamabad í Paki- stan gengið ágætavel enda tekið mið af reynslunni sem fengist hafði af stór- Grunnhugmynd Brasilia sem eins konar spenntur bogi. Teikningin er eftir Lucio Costa. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.