Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 53
Kortiö sýnir leiö sem J. Vincent Harrington hefur lagt til aö farið yröi meö jarögöng undir sjávarbotni. Göngin yröu lofttæmd og um þau færu iestir sem svifu á
segulpúðum. Hraði yrði yfir 1000 km/klst. Sjávardýpið er hvergi yfir 1000 metra, en 1 faðmur er 6 fet eöa 183 cm.
Þau stóru vandamál sem þarf aö
takast á viö eru umhverfismál.
Gróðureyðing er gífurlegt vandamál um
allan heim, hvort sem er í grennd viö
eyðimerkur sem fara stækkandi eöa í
regnskógum hitabeltisins. Að vísu er ekki
hægt aö fá neina „instant”- skóga en á
löngum tíma má snúa vörn í sókn á
eyðimerkursvæðum jarðar - a.m.k. eru
tæknilegar forsendur allar fyrir hendi þegar
í dag. Pólitísk forsenda fyrir slíku er
stöðugleiki, sem því miður verður ekki sagt
um þau svæði þar sem helst þarf að snúa
við þróuninni í gróðurmálefnum. Það væri
þá helst að sýna hvað hægt er að gera
með stórvirki í þessum efnum á auðnum
Ástralíu - hver veit nema það gefi af sér
ágóða!
Orkumál jarðarinnar verður að leysa á
næstu árum og áratugum. Þetta var öllum
Ijóst 1973 þegar fyrsta olíukreppan skall á.
Enn á ný hafa arabar minnt okkur á hve
framboð á olíu í heiminum er sveiflukennt
ekki síður en verðið. Jafnvel aðvaranir
sérfræðinga um að hratt gangi á birgðirnar
og um mikla mengun með súru regni og
öðrum vondum afleiðingum við áframhal-
dandi notkun eldsneytis af lífrænum up-
pruna virðast engin áhrif hafa. Það þarf
stríðsástand við Persaflóa til að vér hóglífir
vesturlandabúar vöknum af draumnum.
Ekki vantar hugmyndir um hvernig
megi leysa orkuvandann í heiminum. Ég
nefni eitt dæmi sem er okkur nærri. Nota
má raforku úr vatnsföllum til að rafgreina
vatn í vetni sem síðan mætti nota sem
eldsneyti á vélar. Þessi hugmynd hefur
verið nokkuð til umræðu hér á landi upp á
síðkastið. Hér á íslandi höfum við mjög
mikla óvirkjaða orku sem nota mætti til
framleiðslu á vetni. í samvinnu við erlenda
aðila má koma hér af stað tilraunavinnslu
sem jafnast gæti á við álver að orkunotkun
og þessi framleiðsla á eldsneyti býður ekki
upp á neina mengunarhættu. Til að missa
ekki af lestinni vegna biðarinnar eftir
„álvers-godot” þurfum við að taka
ákvörðun um að vera með svo til á
stundinni. Það að vera á frontinum á
þessu sviði gefur ýmsa möguleika á að
taka þátt í þróun tækja og véla sem nýta
„hina nýju hreinu orku”. Og þegar fram í
sækir og þörf verður fyrir orku handa heilu
heimshlutunum þá er skammt að líta til
granna okkar á Grænlandi en þar er næga
orku að hafa, svo mikla að jafnvel okkur
íslendinga sundlar.
Svisslendingurinn og jarðfræðingurinn
Hans Stauber kannaði á árunum 1948-69
ísmyndun og bráðnun jökla á Suður-
Grænlandi. Hugmynd hans var að á
Grænlandi mætti nýta bráðnun jökla með
svipuðum hætti og í dölum Alpafjallanna.
Niðurstaða Staubers er að fá megi um
2000 milljarða kílówattstunda á ári raf-
magns (2000 Twst) sem er 400-500 föld
raforkuframleiðsla á íslandi nú. Með fylgir
á mynd hugmynd Staubers um „jöklaorku”
á Suður-Grænlandi.
ÖNNUR VERKEFNI
Mörg önnur stórvirki eru til athugunar á
teikniborðum hugumstórra verkfræðinga.
Og margar hugmyndir liggja í salti og bíða
eftir betri tíð. Ef tekinn er fyrir eingöngu
samgöngugeirinn þá eru fjöldamörg
stórverkefni sem þarf að inna af hendi.
Það þarf að skipta algjörlega um orkugjafa
til samgangna. Það þarf að fækka slysum
af samgöngum um fast að 100% til að
viðunandi megi teljast. Og síðast en ekki
síst þarf að draga margfaldlega úr áhrif-
um samgangna á umhverfið, bæði hvað
varðar efnamengun og hávaða.
Fjöldinn allur af hugmyndum á
mörgum sviðum hafa komið fram og eru
sumar harla ólíklegar. Margar fjalla um
geimferðir og geimstöðvar og reyndar eru
flestar tengdar samgöngum á einn eða
annan hátt. Til gamans er hér mynd er
sýnir hugmynd um járnbraut í jarðgöngum
undir Atlantshafið milli Evrópu og Norður-
Ameríku um ísland og Grænland.
LOKAORÐ
Það er von mín með þessari grein að
kynna nokkur stórvirki í fortíð, nútíð og
framtíð og að reyna að vekja nokkra
samúð með slíkum verkefnum, samúð
sem hefur verið djúpt á meðal fólks
síðustu áratugi. Það er og von mín að við
íslendingar sitjum ekki hjá, heldur tökum
fullan þátt í að vinna þau verk sem
nauðsynleg eru og að þau geti orðið okkur
og öðrum til hagsbóta. Verra væri ef við
héldum uppi sömu sjónarmiðum og við
lýði hafa verið heldur en taka fullan þátt í
samfélagi þjóðanna með aukinni
samvinnu við aðra. ■
51