Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 58

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Síða 58
HVERNIG ER UMHORFS? Auk margra rita sem koma út um til- teknar hliöar umhverfismála í heiminum birtast ööru hverju yfirlitsrit um ástand mála í heild. Má þar nefna ársrit stofnunar sem kallast „Worldwatch Institute”, eins konar Hliðskjálf þar sem fræðimenn skyggnast um heiminn allan eins og Óöinn forðum og dæma um líðan jarðar - og mannkyns. Þá má nefna nýlega skýrslu alþjóðlegrar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Formaður nefndarinnar var enginn annar en forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, en hin merka skýrsla sem er könnun á gangi umhverfismála í öllum hornum heims kallast á ensku „Our Comm- on Future”: okkar sameiginlega framtíð. í umræðum um umhverfismál hefur verið af nógu að taka. Blikur eru á lofti og víða stefnir í óefni. Hrapalleg mistök hafa átt sér stað, sem langan tíma tekur að bæta fyrir. Álag á landi, vötnum, skógum og öðrum náttúrunnar gæðum er meira en nokkru sinni. í eftirfarandi upptalningu er gripið niður í vandræðalistann. GRÆÐGI OG GLÆFRASKAPUR Sex milljónir hektara lands breytast árlega í eyðimerkur. Það samsvarar landi á borð við Saudi-Arabíu, ef svo héldi fram í 30 ár. Ellefu milljónir hektara hitabeltis- skóga eyðast árlega. Óbreytt eyðing í 30 ár jafnaðist á við stærð Indlands. Um það bil 25 þúsund milljón tonn af gróðurmold glatast umfram það sem við bætist. Súrt regn hefur herjað á gróður á þurru landi og í vötnum Evrópu og Norður-Ameríku. Gagnleg efni hafa reynst til óþurftar er þau hafa sloppið í stórum stíl út í andrúmsloftið, eða út í vötn, höf og grunnvatn. Grunnvatn lækkar geigvænlega vegna æ meira þéttbýlis og ofnotkunar. Illu heilli verður gróður- og dýraríki enn svo fyrir barðinu á manninum, að þúsundir tegunda deyja út árlega. Harmleikurinn um síðasta geirfugl- inn gengur enn fyrir fullu húsi. Mengunarslys vekja menn upp af værum blundi. Nefna mætti hið áþreifanlega: t.d. Bhopal í Indlandi og Tsjernóbil í Sovétríkjunum. í önnur skipti skellur hurð nærri hælum. Kafbátaslys átti sér stað skammt suðvestur af Bjarnarey ekki alls fyrir löngu. Þar fórust menn, en slysið minnti líka okkur íslendinga á, að við erum síður en svo stikkfrí. Félag íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá hefur klifað á þessu. Munið, að rússneski kafbáturinn fórst í hafstraumskvísl sem liggur inn í Austur-Grænlandsstrauminn. Sá straumur veitir um síðir vatni í Austur-íslands- strauminn á leið sinni suður með Græn- landi. Værum við viðbúin afleiðingum af harkalegum árekstri tveggja kjarnorku- knúinna kafbáta í grennd við Jan Mayen? Yrði ekki erfitt að selja „geislaðan” fisk? Þá skulu taldar aðrar hættur sem vofa yfir og mikið hafa verið til umræðu síðasta áratuginn meðal vísindamanna og almenn- ings: Myndi fimbulkaldur „kjarnorkuvetur” fylgja í kjölfar kjarnorkustyrjaldar og verða þannig bræðrabylta stríðandi herja? Eykst meðalhiti á jarðarkringlunni um 1.5 til 4.5 hitagráður næstu öld vegna svonefndra gróðurhúsaáhrifa af völdum koltvísýrings- mengunar í andrúmslofti? Mun sjávaryfir- borð hækka á svipuðum tíma um það bil tvo metra? Þynnist ósonlag háloftanna af manna völdum - hlífðarslæðan umhverfis jörðina sem lífríkið hefur þróast við frá örófi alda? Þetta eru spurningar sem brenna á vörum fólks. Svör vísindamanna eru ekki einhlít, en jafnvel þótt líkur væru litlar hafa hugsanlegar afleiðingar þótt geigvænlegar og ástæða til að koma í veg fyrir þær. AUÐUR OG ÖRBIRGÐ Þannig mætti lengi telja. Nú sem fyrr verða menn fyrir barðinu á hamförum náttúrunnar, jarðskjálftum, fellibyljum, þurrkum og flóðum. Borgir hraðbreiða úr sér eins og krabbamein með of miklu af því góða: fólki, bílum, verksmiðjum og mengun. Og svo framvegis. En hver er nú talin rót alls ills í heiminum og hver er nýjasta afstaðan til vandræðanna? Samkvæmt þeim skýrslum sem vitnað var til að ofan eru helstu orsakir umhverf- iskreppu heimsins hrikalegar staðreyndir í sjálfum sér, sem mannkynið þarf að ráða bót á næstu áratugi: ójöfn þróun heims- hluta, fátækt og offjölgun. í svonefndum þróunarlöndum eru síðastnefndu atriðin tvö samtvinnuð og vond viðureignar. Rótgróið misrétti kynjanna á þar mikla sök á. Kvenréttindabaráttan er skemmra á veg komin en hér um slóðir. Taka má svo til orða, að böl heimsins sé þeim að kenna sem ráða: í fyrsta lagi ríku þjóðunum, í öðru lagi körlum allra landa. En mesti umhverfis- og þróunarvandinn er ójöfnuður með heimshlutum. NÝ VIÐHORF: MANNVISTFRÆÐI Hver er nú hin nýja afstaða í umhverf- ismálum heimsins? í fyrsta lagi telja fræðimenn ekki lengur nóg að fjalla um umhverfiskreppu eina sér, þróunarkreppu eina sér og orkukreppu eina sér. Hagur mannkyns og náttúran eru svo óaðskiljanlega samfléttuð að tengja þarf miklu meira en tíðkast hefur hagfræði og náttúrufræði (vistfræði). í öðru lagi þarf að leysa málin frá víðara sjónarhorni, „hnattrænt” eins og komist hefur verið að orði. Vígorð Brundtland-nefndarinnar var: „frá einni jörð til eins heims". Stofnun „Bandaríkja jarðar” - með sameiginlegum lögum, dómsvaldi og lögreglu - er gamall framtíðardraumur raunsæismanna. Bandaríki jarðarkringl- unnar eru að vísu ekki rædd í tillögum 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.