Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 60

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Page 60
Oddi á Rangárvöllum. Ljósmynd: Jón Ögmundur Þormóðsson. nefndarinnar, enda yröi aö sönnu gagn aö hógværari fyrirætlunum í óreiöuheimi nútímans þar sem ríkir yfirgangur eöa einangrunarstefna. ÍSLENDINGAR OG UMHVERFIÐ Við íslendingar höfum tekið drjúgan þátt í umræðum um náttúruvernd og umhverfismál. En hætta er á því löngum, aö menn tali of mikið og geri of lítiö. Nær aldarfjórðungur er síöan stofnuö voru umhverfisráðuneyti í öörum löndum. Loks er komið að því hér. Þrautalaust hefur þaö ekki gengið og íhaldssemi hefur komiö í veg fyrir, að ráðuneytið veröi öflugt strax í upphafi. En mjór er mikils vísir. En hvað sem yfirstjórn umhverf - ismála líöur færi vel á því, að við landar 58 veldum okkur aðlaðandi stað í fallegri sveit og settum þar smám saman á lagg- irnar miðstöð fræðaiðkana og fræðslu um umhverfið og víxláhrif manns og náttúru: sögu lands og þjóðar, já, jafnvel sögu mannkyns í síbreytilegu og margbreytilegu landslagi jarðarinnar. Sveitin skyldi öðrum sveitum fremur geyma stórbrotnar minningar um manninn * og höfuðskepnurnar, og þeirra kynni í ald- anna rás, en staðurinn frægur sögustaður sem íslendingar kysu að leggja meiri rækt við en gert er. ■

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.