Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 69

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 69
Malarnám í námu viö Kollafjörö. Efnlð er nýtt tll steinsteypugeröar. Þannig nýtist efnið líka best. 3) Forðast efnistöku hingað og þangað, en kappkosta eftir fremsta megni að hafa eins stórar og samfelldar námur og hægt er. 4) Ganga vel frá þegar náma er endanlega yfirgefin.Almenna skipulagningu á jarðefnatöku vantar ennþá. Náttúruverndarlög eru að vísu til en þau munu öllum almenningi lítt kunn og ekki er mér kunnugt um eitt einasta dæmi um það að ákvæðum þeirra hafi verið beitt gegn þeim, sem þó augljóslega hafa gerst brotlegir. Svo virðist sem ýmis ákvæði, sem að þessum málum lúta, heyri undir mismunandi ráðuneyti, en slíkt gerir alla framkvæmd þunga í vöfum. Sá erþetta ritar er raunar þeirrar skoðunaraðhér vanti tilfinnanlega sérstakt umhverfismálaráðuneyti eða þá sérstaka d e i I d einhvers ráðuneytis, sem hafi með öll þessi mál að gera. Mætti hið síðarnefnda koma sem byrjun. Slík deild eða slíkt ráðuneyti ætti að sjá tii þess að sveitarstjórnir, hver á sínu svæði, héldust vakandi hvað námu- og umhverfismál varðar, en allmjög sýnist vanta á vöku þeirra sumra.” Um hálfu ári síðar, í júní 1983, voru eftirfarandi tillögur unnar af jarðfræðingi Náttúruverndarráðs og undirrituðum en þær eru nánast þýðing á sænsk-norskum stöðlum um þessa hluti: Tillaga um vinnuaðferð við flokkun á efnistökustöðum eftir náttúruverndargildi A. Hverjum stað er gefin einkunn fyrir hvern gildisflokk, 0-2 stig eftir verndargildi, þannig að hámarkseinkunn er 12. Eftirtaldir flokkar eru lagðir til grundvallar: a) Jarðsögulegt gildi b) Gróðurfars-og dýralífsgildi c) Landslagsgildi d) Rannsókna-og fræðslugildi e) Útivistargildi (f) Þjóðminjagildi. B. Stig eru lögð saman og summan notuð til grundvallar röðun í 3 flokka á eftirfarandi hátt: I- Flokkur: Alfriðun æskileg ( 6 stig). Allt nýtt efnisnám er óheimilt og þar sem efnistaka erfyrir hendi skal hún lögð niður og snyrtilega frá henni gengið. II. Flokkur: Verndun að hluta æskileg (4-6 stig). Efnilstaka er takmörkuð við hluta svæðisins (námurnar) og undir ströngu eftirliti. Kappkostað skal að vel og skipulega sé um efnisnámið gengið. III. Flokkur: Efnistaka heimil (0-3 stig). Hér er ekki um merkar náttúruminjar að ræða, en gæta skal góðrar umgengni og frágangs að loknu efnisnámi. Þessar tillögur komu í kjölfar s.k. námukorts Rb, sem gefið var út í samvinnu við Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins og var raunar fyrsta námukort sinnar tegundar hér á landi. Hugmyndin var þá um eins konar framhald þess í máli og myndum, þar sem ofangreindar tillögur voru hafðar sem viðmiðun. Ef rétt er munað, átti þessi þáttur að vera unninn í samráði við Vegagerð ríkisins og Borgarverkfræðing. Því miður datt botninn úr þessari vinnu og á undirritaður ekki minnstan þátt í því. Þar sem ofannefnt námukort er nú löngu uppurið er kannski möguleiki á endurskoðun þess með útgáfu nr. 2 í huga og vinna kortið þarmeð endanlega út frá norrænu tillögunum. Að lokum má enn vísa á skrif Jóns Jónssonar og benda á að nú hafa óskir hans og annarra orðið að veruleika: Umhverfismálaráðuneyti er staðreynd. Vonandi tekst vel til um störf þess og stefnu og varðandi náttúruvernd eru hæg faglegu heimatökin því innanborðs á þeim bæ er einn sögulega fjölfróðasti náttúruverndarlagasmiður þessa lands, að öðrum ólöstuðum. Mætti þess vegna vísa þessu öllu niður á Sölvhólsgötu - í gamla Sambandshúsið - og segja - :Boltinn er ykkar, leikurinn er hafinn - nú er komið að framkvæmdum. ■ 67

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.