Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 76

Arkitektúr og skipulag - 01.09.1990, Side 76
og bæjaryfirvalda. Því veröa haldnir borgarafundir í hverjum bæjarhluta og fjallað um hugmyndir að hverfaskipulagi um leið og leitað verður eftir ábendingum og athugasemdum íbúanna. MIKLIR FRAMTÍÐARMÖGULEIKAR Að meðaltali voru fullgerðar um 100 íbúðir í Kópavogi á ári 1980- 1988. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að allt að 150-200 íbúðir verði fullgerðar á hverju ári til aldamóta. Árin 1990-1995 verða byggingasvæðin einkum í Kópavogsdal. Hluti dalsins hefurþegar veriðdeiliskipulagðursem íbúðarsvæði. Þar verða raðhús og fjölbýlishús af mismunandi stærðum og gerðum. Austast í hverfinu verður verslun. Leikskóli verður miðsvæðis en grunnskóli í nánum tengslum við íþróttasvæði Breiðabliks við Kópavogsvöll. í suðurhlíðum Digraness mun rísa blönduð sérbýlishúsabyggð á þessum árum. í norðanverðri Nónhæð er einnig fyrirhuguð sérbýlishúsabyggð og aðalskipulagið gerir ráð fyrir að hún rísi á skipulagstímabilinu. Áætlað er að vesturhluti Fífuhvammslands byggist áskipulags- tímabilinu en eystri hlutinn ekki fyrr en eftir 2008. Ekki er heldur gert ráð fyrir að byggð í Vatnsendalandi þéttist til neinna muna á þessum tíma. ATVINNUHÚSN/EÐI TVÖFALDAST Sjálfsagt er að taka frá mikið landrými fyrir atvinnuhúsnæði hér á miðju þéttbýlissvæðinu. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir öflugu atvinnulífi í Kópavogi og leggur áherslu á að tryggja því vaxtarrými og búa þannig um hnúta að bærinn verði enn eftirsóknarverðari fyrir vel rekin fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að flatarmál atvinnuhúsnæðis tvöfaldist fram til ársins 2008 og verði þá um 560 þúsund nr en í Kópavogi fullbyggðum allt að 900 þúsund m2. Athafnasvæðin eru dreifð um bæinn og þess vegna skapast möguleikar á að búa nærri vinnustað. Það dregur úr umferð og skapar fjölbreytni í byggðinni. Miðbærinn verður miðstöð stjórnunar og menningarstarfsemi bæjarins. Þar er gert ráð fyrir fjölbreyttri byggð þar sem saman blandast opinberar stofnanir, almennur atvinnurekstur, félags- og menningarhúsnæði og íbúðabyggð. Þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir að stjórnsýsla bæjarins, sem nú ertil húsa austan Hafnarfjarðarvegar, flytjist í stjórnsýsluhús vestan vegarins. Þar er líka ætlað svæði fyrir safnahús, tónlistar- skóla, listasafn og strætisvagnamiðstöð. UMBÆTUR Á GATNAKERFI Umferðarkerfi Kópavogs fléttast saman við umferðaræðar grannbyggðanna. f aðalskipulaginu er lögð áherslaáað umferðin eigi greiða leið eftir stofn- og tengibrautum og þannig dragi úr akstri gegnum íbúðahverfi. Kapp verður lagt á að leggja tengibrautir og ganga frá þeim. Til dæmis er áformað að leggja afrein af Hafnarfjarðarvegi fyrir umferð úr suðri inn á Nýbýlaveg til að draga úr akstri gegnum miðbæinn. Arnarnesvegur mun í framtíðinni tengjast Breiðholtsbraut í norðanverðu Vatnsendahvarfi. Fífuhvammsvegur mun tengja Hafnarfjarðarveg. ÞÖRFUM ALDRAÐRA MÆTT Árið 1989 voru aldraðir (67 ára og eldri) 6,4% af öllum íbúum bæjarins. Við lok skipulagstímabilsins er gert ráð fyrir að þeirverði 9- 10%. Stefna bæjaryfirvalda í Kópavogi er að gera öldruðum kleift að búa sem lengst í heimahúsum. íbúðir fyrir aldraða í Vogatungu og Sunnuhlíð eru um 100 talsins. Vorið 1990 hefst bygging fjölbýlishúss með 28 íbúðum fyrir aldraða í miðbænum og á jarðhæð þess húss verður sérstök þjónustumiðstöð fyrir aldraða. TVEIR LEIKSKÓLAR í HVERJU SKÓLAHVERFI Alls voru um 1.600 börn í Kópavogi á aldrinum 1-6 ára um áramótin 1989/1990. Þar af voru 650 börn eða 41,5% í leikskólum. Nýr leikskóli er í byggingu við Álfaheiði til viðbótar við þá átta leikskóla sem fyrir eru í bænum. Gert er ráð fyrir að næsti leikskóli rísi í Kópavogsdal. HEILSUGÆSLA í HVERFUNUM Heilbrigðisþjónusta flyst í auknum mæli í heilsugæslustöðvar. Ein er komin í miðbænum en ákveðið er að byggja hina næstu við Engihjalla og ráðgert er að hin þriðja rísi í Fífuhvammslandi. GLÆSILEG ÚTIVISTAR- OG ÍÞRÓTTASVÆÐI í aðalskipulaginu er lögð áhersla á góð tengsl íbúðahverfa við útivistarsvæði og gönguleiðir. Fossvogsdalur og Kópavogsdalur verða meginsvæðin fyrst í stað en síðar bætist við stórt útivistarsvæði í Fífuhvammslandi. Elliðavatn og umhverfi þess er einnig mikilvægt útivistarsvæði. Á þessum svæðum öllum er gert ráð fyrir íþróttamannvirkjum bæði fyrir keppnis- og almenningsíþróttir. íþróttafélögunum hefur verið úthlutað svæðum og þau hafa skuldbundið sig til að veita öllum góða þjónustu. Fjölbreyttir kostir gefast til útivistar í lögsögu Kópavogs. Benda má á hesthúsabyggð með skeiðvelli (Gusts- svæðið), best búna skíðasvæði landsins í Bláfjöilum, sportbátahöfn í Kársnesi, silungsveiði í Eiliðavatni og fleira. UMHVERFISMÁL í FYRIRRÚMI Mikil áhersla hefur verið lögð á það á síðustu árum að fegra og bæta allt umhverfi í bænum. Stofnun umhverfisráðs og garðyrkjudeildar voru mikilvæg spor í þá átt. Fjárframlög til umhverfismála hafa verið stóraukin og ásýnd bæjarins hefur tekið stakkaskiptum. Eitt allra stærsta umhverfismálið er holræsaáætlun sem miðar að því að hreinsa fjörur bæjarins. Frárennsli er safnað saman í stofnæðar sem ná eiga frá ströndinni út fyrir stórstraumsfjöru. Hreinsistöðvar eru og fyrirhugaðar. Fyrsta hluta þessa stórvirkis er að mestu lokið með lögn Kópavogsræsis allt frá Reykjanesbraut að austan út með ströndinni og norðurfyrir Kársneshöfn. Gert er ráð fyrir víðtækri samvinnu við nágrannasveitarfélög í baráttunni gegn mengun. ALMENNINGSSAMGÖNGUR FYRIR ALLA Það er markmið bæjaryfirvalda að veita sem besta þjónustu með almenningssamgöngum. Með það fyrir augum hefur Kópavogskaupstaður tekið þátt í stofnun byggðasamlags um almenningssamgöngur þar sem að því er stefnt að samræma og stórefla þennan þjónustuþátt á öllu höfuðborgarsvæðinu. í Kópavogi er gert ráð fyrir að miðstöðvar almenningsvagnanna verði annars vegar í vesturhluta miðbæjarins, hins vegar í nýju miðhverfi austan Reykjanesbrautar. HÆFILEGA STÓRIR GRUNNSKÓLAR Á skipulagstímabilinu er gert ráð fyrir að tveir nýir grunnskólar verði byggðir ÍKópavogi. Annar þeirra verður í Kópavogsdal, hinn í vestanverðu Fífuhvammslandi. Stefnt er að tveim bekkjardeildum í árgangi og verða þá um 550 nemendur í hvorum skóla. Skólaárið 1989-1990 voru í Kópavogi fimm skólahverfi og alls um 2.600 nemendur. ■ 74

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.