AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Blaðsíða 11
G E S T U R Ó F E R Ð A Þ J Þjónusta viö ferðamenn er jafngömul sögu mannsins, en hér á landi er þetta tiltölulega ný atvinnugrein. Þessi atvinnugrein er nú aö slfta barnsskónum, en varla er hægt aö segja aö hún hafi byrjað aö ráöi fyrr en vel eftir seinni heims- styrjöld. Þótt á þessari hálfu öld hafi hér óneitanlega átt sér staö mikilvægar framfarir þá er enn mjög margt ógert á þessu sviði. í grundvallaratriðum snýst málið um þaö að bjóöa ferðamönnum upp á áhugaverða lífsreynslu, vörur og þjónustu á samkeppnisfæru verði og að láta þeim líða vel frá því þeir koma og þangað til þeir fara. Þetta er samt langt frá því að vera auðvelt mál og sérstaklega ef við berum okkur saman við þau lönd sem lengst eru komin á þessari braut. Þar reynir á fjölmarga þætti í íslensku samfélagi sem allir þurfa að vera í góðu lagi, hvar sem er á landinu, allan þann tíma sem ferðamaðurinn dvelur hér. Á þessu sviði verðum við að reyna að búa til góða „heildarmynd“ sem í engu má vera áfátt. Ef vel á að vera má ekkert vera aðfinnsluvert af því sem búið er að lofa og helst þarf ferðamaðurinn að fara héðan með ennþá skemmtilegri lífsreynslu en kynningarbæklingarnir gáfu til kynna. Til þessa þarf samhæft átak á mjög mörgum sviðum. Eitt af þeim vanda- málum sem hér er við að etja er að margir sem um þessi mál fjalla eru sérfræðingar á einhverju ákveðnu sviði, en ekki fjölfræðingar og því skortir oft nauðsynlega yfirsýn. Engum blandast hugur um að þetta er mjög mikilvæg starfsemi sem færir okkur mikilar gjaldeyristekjur. Við hana starfar það fólk sem hefur hvað mest áhrif á þá mynd sem útlendingar fá af okkur íslendingum og í þessum skilningi gegnir það ekki síður mikilvægu hlutverki en hin raunverulega utanríkisþjónusta. Það er samt talsvert erfitt að gefa útlendingum raunsanna mynd af landi og þjóð því ekki má freistast til þess að ýkja svolítið og „færa í stílinn" í hálfkæringi eins og mörgum er tamt f daglegu lífi. Ferðamenn vilja líka að hótel sé hótel en ekki svefnálma fyrir nemendur við einhvern skóla og sama máli gegnir um aðra aðstöðu. Við gerum engum greiða með því að flokka ekki gistirými og veitingahús hér á landi samkvæmt ákveðn- um, viðurkenndum stöðlum eins og nú gerist víðast hvar L A F S S O N Ó N U S T A erlendis. Ef við viljum stuðla að verulegum framförum á þessu sviði verða ferðamenn að geta treyst því hvergi sé verið að hlunnfara þá og að þeir geti fengið vörur og þjónustu á sanngjörnu verði. Þótt óbyggð íslensk víðátta hafi mikið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn þá skiptir byggt umhverfi á íslandi þá líka mjög miklu máli. Hvort sem komið verður upp ákveðnum „mannvirkjabeltum" um miðhálendi íslands, eins og nú er rætt um, eða ekki, þá er það mikilvægt hvernig að öllum framkvæmdum er staðið. Alltof oft hafa mannvirki verið ákveðin og hönnuð af mönnum sem ekki hafa hlotið neina fagurfræðilega menntun. Hér á landi felur gróður ekki illa hönnuð og illa staðsett mannvirki eins og í suðlægari löndum. Það er heldur ekki lengur nóg að geta veitt þreyttum ferðamönnum eitthvert „húsaskjól" og einhvern mat til þess að seðja sárasta hungrið. Sá tími er liðinn. Ferðamenn ættu alls staðar að geta notið vel hannaðra bygginga og umhverfis sem gert er af manna höndum, auk stórbrotinnar náttúru landsins. Þessi aðstaða ætti líka helst að vera mun betri en er í þeim löndum sem þeir koma frá. Hreina loftið, fjöllin, jöklarnir og vatnið eru ekki nóg. Hér getum við t.d. mikið lært af frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum og e.t.v. sérstaklega af Finnum. Góð hönnun er líka mikilvæg landkynning og ber vitni um það menningarstig sem við erum á. Við eigum nú þegar það marga góða hönnuði á heimsmælikvarða að okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að búa til byggingar, umhverfi og aðstöðu fyrirferðamenn sem halda merki okkar ekki síður á lofti en hrein og stórfengleg náttúra landsins. Þeir ferðamenn sem sækja ísland heim árlega eru nú að verða jafnmargir og landsmenn allir. Ennþá vitum við alltof lítið um þessa ferðalanga, óskir þeirra og væntingar í núttð og framtíð. Án haldgóðrar þekkingar á þessu sviði er viðbúið að fjárfesting okkar til þess að taka á móti þeim og gera þeim dvölina hér ánægjulega nýtist ekki sem skyldi. Þetta er langt frá þvt að vera einfalt mál sem fáeinir sérfræðingar geta leyst á skrifborðinu sfnu, en með samvinnu og samstilltu átaki ættum við að geta gert ferðalög á íslandi á öllum tímum árs að ennþá ánægjulegri Itfsreynslu en þau eru nú. ■ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.