AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 15

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Side 15
Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar byggist á því að sérhver ákvörðun okkar eða aðgerð takmarki ekki möguleika komandi kynslóða til sambærilegra lífs- skilyrða og við búum við sjálf. Þetta þýðir að nauðsyn- legt er að skoða málin í vlðu samhengi og ekki eingöngu út frá þröngum náttúru- eða umhverfis- verndarsjónarmiðum. Þetta mat er ekki einfalt og er talið að skoða þurfi a.m.k. fjóra grundvallarþætti þessu sambandi. Þannig þarf í fyrsta lagi að meta 1 hver séu áhrif tiltekinnar þróunar á umhverfið, í öðru 2 Q_ lagi hver séu efnahagsleg áhrif, í þriðja lagi hver séu ^ félagsleg áhrif og í fjórða lagi hver séu áhrif þróunar- “ innar á menningu. Þetta þýðir að tiltekin röskun á | umhverfinu getur í vissum tilvikum verið fyllilega ásættanleg þar sem vægi hinna þáttanna er einfald- lega meira við að tryggja sjálfbæra þróun. Frá Djúpalónssandi. Stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi mun að líkindum styrkja íslenska ferðaþjónustu og létta álagi af öðrum vinsælum ferða- mannastöðum. Þróun þessarar aðferðafræði er þó enn skammt á veg komin og t.d. er I okkar lögbundna mati á um- hverfisáhrifum enn tiltölulega lítið fjallað um annað en bein umhverfisáhrif. Augljóst er að heildstætt mat af þessu tagi er afar mikilvægt þegar teknar eru ákvarðanir um nýtingu auðlinda, ekki síst ef uppi eru deilur og hagsmunaárekstrar vegna ólíkra nýtingar- sjónarmiða. Tökum sem dæmi ósk um virkjunarframkvæmdir, jarðvegsnám eða gróðurnýtingu á vinsælu ferða- manna- eða útivistarsvæði, sem hefur hingað til verið tiltölulega lítió raskað. Hvaða sjónarmið eiga þar að ráða? Ólíklegt er að hrein náttúruverndarsjónarmið takmarki röskun á svæðinu nema um sé að ræða einstakt náttúrufyrirbæri á landinu. Á hinn bóginn gæti efnahags- og félagslegur ávinningur umhverfis- vænnar ferðaþjónustu á svæðinu verið meiri þegar til lengri tíma er litið en önnur nýting og á þeirri for- sendu væri rétt að tryggja vernd svæðisins. Á þenn- an hátt getur ferðaþjónustan jafnvel orðið helsti bakhjarl náttúruverndar í landinu í framtíðinni. Það er því fyllilega tímabært að reynt verði að leggja mat á það hvers virði fimmta auðlindin er ferðaþjónust- unni. UMHVERFISVÆN FERÐAÞJÓNUSTA p Á síðasta ári komu hingað til lands um 190.000 erlendir ferðamenn og er talið að tekjur af þeim hafi §: numiðum18,7 milljörðum krónaeðaum 12%af gjald- « eyristekjum okkar. Það er að sjálfsögðu útilokað að |* segja nákvæmlega til um það hversu stór hluti þess- § ara ferðamanna kom gagngert hingað til að skoða og upplifa íslenska náttúru, en í einni könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna hér á landi nefndu 2/3 aðspurðra skoðun íslenskrar náttúru helstu ástæðuna fyrir komu sinni hingað. Við getum leyft okkur sem fyrsta skref I þá átt að meta stærð fimmtu auðlindarinnar með örlitlum talnaleik að reikna út að náttúra íslands hafi skilað um 12 milljörðum króna í gjaldeyri í þjóðarbúið árið 1995 eða um tvöfalt meira en úthafsveiðar íslendinga árið 1995, svo dæmi sé tekið. Aukin ásókn í náttúruperlur landsins leiðir hugann að því hvernig við ætlum á tímum niðurskurðar í ríkis- útgjöldum að kosta nauðsynlegar aðgerðir til að forða helstu náttúrugersemum okkar frá varanlegum skaóa vegna álags frá ferðamönnum. Ein af fjórum 13

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.