AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 22

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 22
■ Stefna ber aö því að gistirými á íslandi sé samkeppnis- hæft og að þjónustan verði í samræmi við mismunandi þarfir viðskiptavina. ■ Afþreying búi við lög og reglur líkt og gerist með aðra atvinnustarfsemi. Þess verði gætt að uppbygging afþreyingar sé í fullri sátt við náttúru íslands og gangi ekki á umhverfisarf komandi kynslóða. ■ Með hestaferðum sé boðið upp á sérstæða, skemmtilega og fróðlega afþreyingu sem sameinar útivist, góð kynni af íslenska hestinum og náttúru landsins, um leið og þær skapa atvinnu og tekjur. ■ Hluturfunda-og ráðstefnuferðamennsku og hvataferða- mennsku verði aukinn utan háannar á íslandi. Einnig er stefnt að því að þessir ferðamenn heimsæki ísland aftur. ■ Stefnt skal aö því að auka ferðamennsku í tengslum við heilsubót og heilbrigði, þar sem lögð verður áhersla á þá þætti þar sem ísland hefur sérstöðu, einnig að hefja mark- aðssetningu á almennri heilbrigðisþjónustu. ■ Stefna ber að því að auka ferðamannaverslun og líta ber á hana sem mikilvægan hluta af ferðaþjónustu. ■ Unnt verði að flytja að og frá landinu þá ferðamenn sem skoða vilja og heimsækja landið, á hagkvæmastan og arð- bæran hátt. Þetta gildir jafnt um flutninga að og frá land- inu, sem og á milli staða innanlands. Frjálsræði í flutning- um ríki eftir því sem kostur er. Keflavíkurflugvöllur gegni áfram hlutverki sínu sem aðalmillilandaflugvöllur landsins og Reykjavíkurflugvöllur verði miðstöð innanlandsflugs. ■ Stefnt skal að þvt að ísland gegni forystuhlutverki á sviði umhverfisverndar og ferðaþjónusta í anda sjálfbærrar þróunar verði efld, þannig að hér á landi verði rekin ferða- mennska í sátt við land og þjóð. Tryggður verði frjáls að- gangur ferðamanna að öllu landinu en þess jafnframt gætt að rekstur og uppbygging á ferðamannastöðum spilli ekki náttúru landsins og umhverfi og að ferðamenn dreifist um landið til að minnka álag á einstaka staði. ■ Framtíðaruppbygging og skipulag staða og svæða taki mið af þörfum ferðaþjónustu. ■ Stefna ber að því að nýta séreinkenni náttúru íslands og sérþekkingu íslendinga á ýmsum sviðum í ferða- þjónustu og auka samvinnu á milli ferðaþjónustu og vís- indamanna. ■ Ferðamenn geti sem víðast fengið nauðsynlegar upp- lýsingar í aðgengilegu formi og ferðalög verði gerð örugg- ari með notkun nýjustu upplýsingatækni. ■ TÖLULEG MARKMIÐ Með því að fylgja framangreindri meginstefnu er talið að ná megi eftirtöldum tölulegum markmiðum I feröaþjónustu á íslandi árin 1996-2005: TEKJUR AF FERÐAÞJÓNUSTU Gjaldeyristekjur þjóðarinnar af ferðaþjónustu aukist að meðaltali um 6% á ári og verði um 38 milljarðar árið 2005. 20

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.