AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 39

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Page 39
 HALENDIf) OG FERÐAÞJONUSTAN Mikil umræöa hefur verið undanfariö um skipulag Miiðhálendisins. Þaö á bæði við um þá vinnu, sem unnin er nú á vegum samvinnunefndar um svæðis- skipulag, og einnig um það skipulag, sem unnið hefur verið vegna Hveravalla.Þegar unnið er að skipulagi háiendis íslands verður það eðlilega ekki gert nema í nánu samstarfi við þær atvinnugreinar, sem nýta það og munu nýta á komandi áratugum. Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein, sem hve örast hefur vaxið hér á landi, og sú sem hvað mest byggir á nýtingu þeirrar auðlindar, sem hér er til umræðu. Satt best að segja er það svo að almennt hefur ferða- þjónusta ekki komið að skipulagi á láglendi. Því kem- ur það í sjálfu sér ekki svo mjög á óvart að þarfir hennar vegi ekki þungt í umræðunni hingað til um skipulag á hálendinu. Það er fyrst á síðustu árum, sem litið er á nauðsyn þess að ræða mál hennar í umræðu um skipulags- mál og er það nú gert í vaxandi mæli. í þessu sambandi má geta þess að þegar lög um umhverfis- mat tóku gildi fékk Ferðamálaráð fyrirspurn frá Skipulagi ríkisins um það hvaða framkvæmdir það væru, sem að mati ráðsins væri rétt að leita umsagnar um. En samkvæmt lögum ber að leita umsagnar hjá ráðinu um framkvæmdir á ferðamannastöðum. Nú er það svo að ferðamannastaður hefur aldrei verið skilgreindur í lögum eða reglugerðum um ferðaþjón- ustu. Okkar svar var einfaldlega það, að við sæjum ekki í fljótu bragði nokkra þá framkvæmd á íslandi, sem ekki væri framkvæmd á ferðamannastað. Það er þannig í mínum huga, að allir staðir á landinu eru eða geta verið ferðamannastaðir. Því er það ferða- þjónustunni mikilvægt að vera með í umræðunni og fá að hafa áhrif á þær breytingar, sem menn ákveða að gera á þeirri auðlind.sem hún byggir á. En hvaða skoðanir hefur ferðaþjónustan á skipulagi á hálendi íslands? Á mjög fjölmennri og opinni ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs, sem haldin var í október 1991 var sama mái mikið til umræðu og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Nauðsynlegt er að miðhálendi íslands verði sett undir eina skipulagsstjórn og svæðið skýrt afmarkað og skilgreint. Ferðamálaráðstefnan telur að stefna beri að því að gera hálendið allt að einum þjóðgarði. Þar 37 MAGNÚS ODDSSON FERÐAMÁLASTJÓRI

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.