AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Síða 39

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1996, Síða 39
 HALENDIf) OG FERÐAÞJONUSTAN Mikil umræöa hefur verið undanfariö um skipulag Miiðhálendisins. Þaö á bæði við um þá vinnu, sem unnin er nú á vegum samvinnunefndar um svæðis- skipulag, og einnig um það skipulag, sem unnið hefur verið vegna Hveravalla.Þegar unnið er að skipulagi háiendis íslands verður það eðlilega ekki gert nema í nánu samstarfi við þær atvinnugreinar, sem nýta það og munu nýta á komandi áratugum. Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein, sem hve örast hefur vaxið hér á landi, og sú sem hvað mest byggir á nýtingu þeirrar auðlindar, sem hér er til umræðu. Satt best að segja er það svo að almennt hefur ferða- þjónusta ekki komið að skipulagi á láglendi. Því kem- ur það í sjálfu sér ekki svo mjög á óvart að þarfir hennar vegi ekki þungt í umræðunni hingað til um skipulag á hálendinu. Það er fyrst á síðustu árum, sem litið er á nauðsyn þess að ræða mál hennar í umræðu um skipulags- mál og er það nú gert í vaxandi mæli. í þessu sambandi má geta þess að þegar lög um umhverfis- mat tóku gildi fékk Ferðamálaráð fyrirspurn frá Skipulagi ríkisins um það hvaða framkvæmdir það væru, sem að mati ráðsins væri rétt að leita umsagnar um. En samkvæmt lögum ber að leita umsagnar hjá ráðinu um framkvæmdir á ferðamannastöðum. Nú er það svo að ferðamannastaður hefur aldrei verið skilgreindur í lögum eða reglugerðum um ferðaþjón- ustu. Okkar svar var einfaldlega það, að við sæjum ekki í fljótu bragði nokkra þá framkvæmd á íslandi, sem ekki væri framkvæmd á ferðamannastað. Það er þannig í mínum huga, að allir staðir á landinu eru eða geta verið ferðamannastaðir. Því er það ferða- þjónustunni mikilvægt að vera með í umræðunni og fá að hafa áhrif á þær breytingar, sem menn ákveða að gera á þeirri auðlind.sem hún byggir á. En hvaða skoðanir hefur ferðaþjónustan á skipulagi á hálendi íslands? Á mjög fjölmennri og opinni ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs, sem haldin var í október 1991 var sama mái mikið til umræðu og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Nauðsynlegt er að miðhálendi íslands verði sett undir eina skipulagsstjórn og svæðið skýrt afmarkað og skilgreint. Ferðamálaráðstefnan telur að stefna beri að því að gera hálendið allt að einum þjóðgarði. Þar 37 MAGNÚS ODDSSON FERÐAMÁLASTJÓRI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.