AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 14
0 5 km Hugmynd að helstu hjólreiðastígum á höfuðborg- arsvæðinu. Ein af þeim hugmyndum, sem tekið var afar vel af sveitarstjórnarmönnum, en litið hefur orðið af framkvæmdum. Fossvogi og Kópavogi en uppi á ásunum. Annað helsta einkenni skipulagstillögu Raavads var sporbrautin milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og þar með byggð í grennd við þá braut. Margt hefði að líkindum orðið öðruvísi ef þessar meginhugmyndir hefðu orðið að veruleika en ekki að aukin byggð myndi verða að langmestu leyti í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar og hlaðast á vestur-austur liggjandi ásana og óbyggt, a.m.k. lengst af, víða í dölunum, svo sem í Laugardal og Fossvogsdal. AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR 1962 -1983 Mörg ár liðu án þess að uppi væru skoðanir um svæðisskipulag fyrir höfuðborgina og nágrenni hennar. Árið 1927 var gert fyrsta aðalskipulag fyrir Reykjavík, en það byggðist á fyrstu lögum um skipulag bæja frá árinu 1921. Skipulagið var ein- skorðað við svæðið innan Hringbrautar, sem nú eru Hringbraut og Snorrabraut. Þessi rammi entist í um það bil áratug, eða þangað til farið var að skipuleggja íbúðarhverfi í Norðurmýrinni austan Hringbrautarinnar. Á þessum árum hafði einnig myndast byggð utan hins skipulagða hrings, svo sem inni í Laugarnesi. Stríðsárin og allt það rót, sem þeim fylgdi, gerði mönnum mjög erfitt um að fylgja skipulagi í byggð og dróst að gert yrði aðal- skipulag fyrir sveitarfélögin á svæðinu fram yfir miðja öldina. Á þeim tíma höfðu samt sem áður verið teknar ákvarðanir, sem teljast til stórviðburða og enn sér mjög áberandi merki í byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Tvennt skal hér til nefna, ákvörðun um gerð flugvallar í Vatnsmýrinni árið 1940 og stofnun nýs sveitarfélags, Kópavogs- hrepps, sem nú er orðið að næstfjölmennasta sveitarfélagi landsins, Kópavogsbæ. Á millistríðs- árunum voru og ýmsar ákvarðanir og tilskipanir, sem giltu um lengri og skemmri tíma, svo sem um nýbýli. Þá urðu einnig upp úr seinni heimsstyrjöld- inni ýmis fyrirtæki, sem náðu yfir fleiri en eitt sveit- arfélag, bæði veitustofnanir og almenningsflutn- ingafyrirtæki. í aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1927 var ekki orð um svæðisskipulag og það var ekki fyrr en með gerð aðalskipulags Reykjavíkur 1962-83, sem út kom árið 1965, að hugað var að skipulagi í fleiri en einu sveitarfélagi. Að sjálfsögðu höfðu verið uppi áætlanir um vegi, rafveitur og fjarskipti, sem náðu yfir fleiri en eitt sveitarfélag, en það telst tæplega til svæðisskipulags. Meginástæða þess að hugað var að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið var gerð sérstaks umferðarreiknilíkans fyrir sam- göngur svæðisins. Að vísu var, og e.t.v. réttilega, miðað við hagsmuni Reykjavíkur í málefnum aðal- gatnakerfisins, en engu að síður var reynt að gera heildstætt gatnakerfi fyrir allt svæðið. Gatnakerfið var byggt á þeirri meginreglu að götur og vegir í þéttbýli skyldu flokkuð eftir mikilvægi og stöðu þeirra í kerfinu. Flokkarnir voru fjórir, stofnbrautir (hraðbrautir), tengibrautir, safnbrautir og húsagöt- ur. Aðalgatnakerfið, stofn- og tengibrautirnar, var fært inn á uppdrátt, sem fylgdi með aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-1983. Munu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa litið jákvætt til þessarar tillögu um aðalgatnakerfi, en hvergi var staðfest samþykki fyrir legu þessara brauta. Önnur mál, sem hefðu getað fallið undir svæðiskipulag Reykjavíkur og nágrennis, voru ekki tekin til með- ferðar í áðurnefndu aðalskipulagi Reykjavíkur. Greinargerð með aðalskipulagi Reykjavíkur var þykk og stór bók, afar vönduð í öllum frágangi. Mikil vinna lá að baki aðalskipulaginu, m.a. um- ferðarforsögnin sem áður er á minnst. Það var þó öllum Ijóst að endurskoða þyrfti forsendur og áætl- anir og þá ekki síst að taka grannsveitarfélög Reykjavíkur inn í umræðuna og e.t.v. að gera al- vöru svæðisskipulag. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.