AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 35
Sem dæmi má nefna að litlar upplýsingar eru til um ferðavenjur, verslunarhætti og almennt um atvinnulífið á svæðinu og sama gildir um óskir íbúanna um húsagerðir og umhverfi. Stefnumótun frá fagráðuneytum í einstökum málaflokkum sem tengjast þéttbýlisþróun, eins og gerist á Norður- löndum, er lítil hér á landi nema helst í umhverfis- málum. Höfuðborgarsvæðið hefur vaxið gríðarlega hratt síðustu áratugi aðallega vegna mikils aðflutnings fólks frá landsbyggðinni með þeim afleiðingum að byggðin hefur þanist hratt út. Hvert sveitarfélag hefur gert sína aðalskipulagsáætlun án þess að mikillar samræmingar fyrir svæðið í heild hafi gætt í þeirri vinnu. Samkeppni milli sveitarfélaga um út- hlutun byggingalóða hefur verið meira áberandi en samráð í skipulagsrmálum. Almenningi og hagsmunahópum hefur blöskrað þessi þróun og síðustu misseri hafa komið fram margar ábendingar og tillögur frá ýmsum aðilum sem taka þarf tillit til. Flestar þessar tillögur fjalla um nauðsyn þess að takmarka útþenslu byggðar, t.d. með þéttingu byggðar, nýrri byggð á landfyll- ingum, flutningi Reykjavíkurflugvallar og nýtingu þess lands fyrir byggð og eins hafa margir bent á nauðsyn þess að bæta almenningssamgöngur á svæðinu. Sjá mynd 1. Þetta er þó ekki eins auð- velt og ætla mætti, því flestum tillögum skipu- lagsyfirvalda um nýbyggingar eða þéttingu byg- gðar í grónum hverfum á síðustu árum hefur verið mótmælt kröftuglega af nágrönnum. Það er því að mörgu að hyggja í nýrri svæðisskipulags- áætlun og ekki seinna vænna að móta stefnu um byggðaþróun fyrir höfuðborgarsvæðið. ÞROUNIN ERLENDIS Einkabíllinn, eða almenn bílaeign almennings, hefur haft meiri áhrif á skipulag flestra borgar- svæða á Vesturlöndum síðustu fjóra áratugi en aðrir þættir í þjóðfélagsþróuninni. Með tilkomu einkabílsins var ekki lengur þörf fyrir að byggja þétt innan göngufjarlægðar frá lestar- eða spor- vagnalínum og fór byggðin því að þenjast út í allar áttir út frá gömlu borgarbyggðinni. Almenn vel- megun og ameríski draumurinn um einbýlishús í úthverfi hafði og mikil áhrif, þannig að þéttleiki byggðarinnar varð mun minni en áður hafði tíðk- ast. Afleiðingin varð sú að borgarbyggðin þandist út yfir mörg sveitarfélög og varð svo gisin að ekki varð grundvöllur fyrir hefðbundna nærþjónustu eða hverfaþjónustu, sem byggðist upp í fáum en stórum verslunarmiðstöðvum á mótum hrað- brauta, en á sama tíma hnignaði miðborgum. Sjá mynd 2. Alvarlegasta afleiðingin varð samt sú, að samkennd og félagsleg samskipti sem einkenndu eldri þéttari borgarhverfi var horfin. Fólk einan- graðist í úthverfunum og var bjargarlítið ef það gat ekki ekið bíl. (Sjá nánar þrjár greinar höfundar í Lesbók Morgunblaðsins ágúst-sept. 1998 um þróun borga Við aldahvörf). Það sem hefur einkennt alla umræðu og al- menna stefnumótun um skipulag borgarsvæða síðasta áratug þessarar aldar eru einmitt óskir um að vinda ofan af þessari þróun. í Bretlandi hefur ráðgjafahópur um skipulagsmál „The Urban Task Force“ mælt með því að 60% af nýbyggingum í breskum borgum næstu 25 árin verði komið við með endurnýjun eldri borgarhverfa, aðallega með endurskipulagningu úreltra iðnaðarhverfa til að takmarka útþenslu borgarbyggðar. Þá mæla þeir með því að 65% af opinberum fjárveitingum sem fara til samgöngumála verði ráðstafað til að byggja upp almenningssamgöngur og hjóla- og göngusvæði. Þetta kemurfram í lokaskýrslu hóps- ins „Towards an Urban Renaissance" sem kom út Mynd 2. íbúar og ferðir í Bandaríkjunum 1969-1990: Hiutfailsleg aukning Fjölgun ibúa FjMgun ieröa Leogd leröa Draga má úr fjölda bílferða og lengd þeirra með því að þétta byggð í og umhverfis þjónustukjarna í úthverfum, þ.e. auka framboð af þjónustu og atvinnutækifærum í út- hverfum. sl. sumar. í Bandaríkjunum eru svipaðar hugmyndir í gangi meðal skipulagsfræðinga og fáar bækur hafa haft eins mikil áhrif þar í landi síðustu ár og bók Peters Calthorpe, „The Next American Metropolis: Eco- logy, Community and the American Drearn" sem út kom 1993. Lausn Calthorpes felst m.a. í því að þétta byggð umhverfis biðstöðvar almennings- vagnakerfisins og leyfa meiri blöndun íbúða og atvinnustarfsemi í þessum kjörnum. Tískuorðið 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.