AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 40
GESTUR OLAFSSON, ARKITEKT/SKIPULAGSFRÆÐINGUR Fyrir röskum 10 árum átti Morgunblaðiö viðtal við þann sem þetta ritar. í því við- tali var því haldið fram að fyllilega væri tímabært að skipuleggja landsvæðið frá Mosfellsbæ til Keflavíkur sem eina heild. Þau rök voru færð fram, þessu máli til stuðnings, að þarna hefðu nú orðið til tveir „vaxtarpólar" með umtalsverðri umferð á milli. Annars vegar væri byggð á höfuðborgarsvæðinu með stærstu höfn landsins og stjórnsýslu, en hins vegar byggð í Keflavík og Njarðvík og Keflavíkur- flugvöllur með helsta flugsambandi allra íslendin- ga við umheiminn. Skortur á góðu, ódýru bygging- arlandi væri þegar farinn að segja til sín í mörgum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, en milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur væri nægilegt ákjós- anlegt byggingarland sem tiltölulega ódýrt væri að „opna“, lágt yfir sjávarmáli með nægu góðu neysluvatni og jarðhita. Hins vegar væri hætta á því að notkunarmöguleikar þessa svæðis væru eyðilagðir að untalsverðu leyti ef ekki væri hugað að þessari þróun í tíma. Með þessu viðtali birtist gróf hugmynd að „línuborg" milli þessara „vaxtar- póla“ sem hér er endurbirt. Ekki hlaut þessi hugmynd þá neinar undirtektir, en þróun síðustu ára virðist þó tvímælalaust benda til þess að góðum lóðum fari ört fækkandi á höfuðborgarsvæðinu. Það byggingarland sem Reykjavíkurborg er nú að taka til úthlutunar í Grafarholti teygir sig upp í 100 m hæð yfir sjávar- máli, sem er í svipaðri hæð og Breiðholt 3. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir lóðum á Vatnsleysu- strönd farið vaxandi. Nú, áratug seinna, þegar unnið er að nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið, frá Kjós- arhreppi til Hafnarfjarðar, virðist full ástæða til þess að dusta rykið af þessari hugmynd, og mætti skoða hana sem einn þeirra kosta sem koma til greina viðvíkjandi framtíðar byggðaþróun á þessu svæði. Það sem skiptir einstaklinga og fyrirtæki á öllu þessu svæði líka mestu er að eiga aðgang að nægu góðu.ódýru og aðgengilegu byggingarlandi, en ekki í hvaða sveitarfélagi það er og auðvitað ættu sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi líka að koma að þessari skipulagsvinnu. Keflavíkurflug- völlur er í dag það mikilvægur hlekkur í daglegri starfsemi höfuðborgarsvæðisins að varla er hægt að hugsa sér þetta svæði án hans. Til viðbótar við þau atriði sem tilgreind voru hér að ofan má nefna að mun auðveldara og ódýrara Hugsunleg byggðaþróun milli höfuðborgar- . svæðisins og Keflavíkur. Teikning Gestur Ólafsson. Hvar endar höfuð- borgar- svæðíð?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.