AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 49
legrar byggðarþróunar. Nokkur sveitarfélaganna
eru rík af landi, önnur eru því sem næst landlaus.
Þetta hefur stundum kallað á dýrar úrlausnir fyrir
einstök sveitarfélög, þegar ný lönd skulu brotin til
byggðar. í sumum tilvikum hafa forsvarsmenn
sveitarfélaga áttað sig á þessu og náð samkomu-
lagi um breytt mörk sveitarfélaga, sem hafa gjarn-
an stuðlað að eðlilegri þróun byggðar. í þeim
efnum má taka dæmi af suðursvæðinu:
Samkomulag um makaskipti milli Garðabæjar og
Hafnarfjarðar, þar sem hluti Setbergslands færðist
í Hafnarfjörð og byggðist þar upp íbúabyggð, en
hluti Hafnarfjarðarhrauns ofan Kaplakrika varð
hluti Garðabæjar, þar sem nú er iðnaðarsvæði.
Þessir góðu nágrannar, Hafnarfjörður og
Garðabær, hafa hins vegar ekki náð saman um
aðrar brýnar breytingar á mörkum sveitarfélagan-
na. Nefni ég þar til dæmis, að eðlilegt, hagkvæmt
og skynsamlegt hefði verið að Hafnarfjörður hefði
f f Ástæðan er er sú, að ég
hefði áhyggjjur af þvi að slakna
myndi á öryggisþjjónustu við
jjaðarbyggðir á höfuðborgar-
svæðinu við slíkan samruna. ^
átt möguleika á að þróa byggð og þjónustu í
norður - frá Hrafnistu út að Garðakirkju - norður
Álftanesið. Það svæði er hins vegar innan lögsag-
narumdæmis Garðabæjar, eða þar til
Bessastaðahreppur tekur við. Þetta byggingar-
svæði norður af Hrafnistu, hefur nú Garðabær
skipulagt og áformar uppbyggingu. Hver maður
sér hins vegar að það fólk, sem þar mun búa,
sækir fremur þjónustu niður í Hafnarfjörð, fremur
en langa leið inn á miðsvæði Garðabæjar. Bæjar-
mörk Reykjavíkur og Kópavogs hafa stundum
valdið deilum milli sveitarfélaganna og kallað fram
undarlega þróun byggðar og kostnaðarsama.
Það þarf ekki annað en horfa yfir kort af mörkum
þessara átta sveitarfélaga á svæðinu til að sjá að
mörkin eru toguð og teygð, hingað og þangað og
lúta engum eðlilegum og sjálfsögðum lögmálum.
Kjalarnes er nú hluti Reykjavíkur, en milli þeirra
„borgarhverfa" kemst enginn nema siglandi eða
fljúgandi, án þess að fara um lögsagnarumdæmi
Mosfellsbæjar!
EIGNARRÉTTUR LANDS
Hitt er svo líka staðreynd að veik og um margt
óljós löggjöf varðandi eignarhald og nýtingu lands,
þegar kemur að almannahagsmunum vegna
nauðsynlegrar þróunar byggðar, hefur oft torveld-
að að ódýrustu og bestu lausnirnar séu nýttar við
þróun þjónustu og byggðar. Það að sveitarfélög,
skattgreiðendur, þurfi að greiða eigendum (eða
jafnvel leigjendum) lands stórar fjárhæðir við upp-
kaup, vegna þess eins að byggðarþróun hafi fram-
kallað eftirspurn eftir viðkomandi landssvæðum er
fjarri lagi að mínu áliti. Sjálfsagt er og eðlilegt að
greiða landeigendum sanngjarnt verð, sem taki
mið af uppfærðu kaupverði áður og fyrr og kostn-
aði landeigenda, ef einhver hefur verið, við rækt-
un og uppbyggingu. En að þessir landeigendur
njóti þeirrar verðmætaaukningar, sem til hefur
orðið vegna atbeina sveitarfélaganna sjálfra, er út
úr korti. Óljós löggjöf sem dómstólar hafa orðið að
byggja á hefur leitt til þess að sveitarfélög og
síðan gjarnan lóðarhafar sjálfir eða almennir
skattgreiðendur hafa þurft að greiða háar upp-
hæðir, þegar nýtt land er brotið til byggðar og í
uppkaup þarf að fara af þeim sökum.
Það er ekki óeðlilegt að hvert sveitarfélag hafi
verið sjálfu sér næst, þegar skipulag sveitarfélag-
anna hefur verið mótað og fest í sessi í gegnum
tíðina. „Hvað þurfum við, hvað viljum við?“ spyrja
forsvarsmenn sveitarfélaganna fyrst og leita
svara. Viðhorfin hafa verið eilítið sjálfhverf og það
af eðlilegum ástæðum. Það hefur í raun ekki verið
hvati til staðar til að menn hafi heildarsýn og
framtíðarhagsmuni alls svæðisins að leiðarljósi.
Það hefur verið samkeppni um fólk, um þjónustu-
stofnanir, atvinnutækifæri, um fjármuni. Þetta hef-
ur stundum leitt til þess að samsvarandi og svipuð
þjónusta hefur risið sitt hvorum megin bæjar-
marka, þegar samstarf hefði verið eðlilegra.
En vissulega hefur þróunin um sumt verið í rétta
átt og unnt að benda á ýmis dæmi, þar sem
sveitarfélögin hafa tekið höndum saman um til-
tekin verkefni, sem sannarlega hefur leitt til betri
og ódýrari þjónustu fyrir almenning en verið hefði,
ef hvert sveitarfélag fyrir sig hefði verið að grauta
í viðfangsefninu. Almenningsvagnakerfið (sem eru
raunar tvö ennþá og þarf að steypa saman) og
samstarf í sorpeyðingu eru dæmi um þetta.
Hins vegar er ástæða til að undirstrika að sam-
keyrsla sveitarfélaga um öll verkefni er ekki endi-
lega allra meina bót og þarf að skoða hvert tilvik
fyrir sig. Ég nefni sem dæmi grundvallar-
47