AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 50
Garðaholt fyrir miðri mynd. Ljósm: AVS. þjónustuþætti eins og löggæslu og slökkvilið. Mér finnst, svo þau dæmi séu nefnd, að ekki sé sjálf- gefið að stjórnun þeirra mála verði á einni hendi. Ástæðan er sú, að ég hefði áhyggjur af því að slakna myndi á öryggisþjónustu við jaðarbyggðir á höfuðborgarsvæðinu við slíkan samruna. Slíkir öryggisþættir lúta huglægu mati um umfang og þjónustustig og fjármunir af skornum skammti. Þar yrði hætta á því að þeir sem smærri eru yrðu undir í samstarfi við hina stærri. Náið samstarf og samráð um þessi verkefni og velflest önnur er aftur á móti sjálfgefið. Ég minnist þess frá árum mínum sem bæjar- stjóri í Hafnarfirði frá 1986-1993, að samstarf- flokkar bæjarstjóranna á svæðinu var mikið og náið. Ekki eingöngu hittumst við reglulega einu sinni í mánuði og fórum yfir sviðið, heldur var mikið óformlegt samband okkar í milli. Skipti þá engu hið pólitíska baksvið eða stærðar- og getu- munur sveitarfélaganna, heldur fundum við að þetta samráð skilaði árangri og glæddi skilning okkar á viðhorfum hvers annars og þeim verk- efnum sem í gangi voru á svæðinu. STÆRÐARMUNUR OC SAMEINING Það hefur vitaskuld veruleg áhrif, að eitt þeirra átta sveitarfélaga, sem tilheyra höfuðborgarsvæð- inu, er langfjölmennast, fyrir utan það að vera höfuðborg landsins. Auðvitað taka samskipti sveit- arfélaganna nokkurt mið af þessari staðreynd. Ég hef t.a.m. oft hreyft því hvers vegna lögbundin þjónusta og opinber stjórnsýsla, sem þjónar land- inu öllu, þurfi endilega að vera innan borgarmark- anna, þegar allt eins væri hægt að finna henni hentugan stað í nágrannabyggðarlögum. Það gildir um undirstofnanir ráðuneyta, jafnvel ráðu- neytin sjálf, ef því er að skipta. Nýleg umræða um staðsetningu Listaháskóla vekur einmitt þá spurn- ingu, hvers vegna það þurfi að jafngilda höfuð- synd, að þeirri starfsemi verði fundinn staður í Hafnarfirði, eða í öðrum nágrannabyggðarlögum. Sama gildir um fjölmargar aðrar opinberar og hálf- opinberar stofnanir, s.s. Ríkisendurskoðun, Sam- keppnisstofnun, höfuðstöðvar Vegagerðar ríkisins svo dæmi séu nefnd af handahófi. Það er óhjákvæmilegt annað í umræðu um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins en nefna í framhjáhlaupi nýjar og gamlar hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Ég hef verið í hópi þeirra sem telja óskynsamlegt að stefna að sameiningu allra sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu, eins og sumir hafa haldið á lofti. Það 48

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.