AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Blaðsíða 50
Garðaholt fyrir miðri mynd. Ljósm: AVS. þjónustuþætti eins og löggæslu og slökkvilið. Mér finnst, svo þau dæmi séu nefnd, að ekki sé sjálf- gefið að stjórnun þeirra mála verði á einni hendi. Ástæðan er sú, að ég hefði áhyggjur af því að slakna myndi á öryggisþjónustu við jaðarbyggðir á höfuðborgarsvæðinu við slíkan samruna. Slíkir öryggisþættir lúta huglægu mati um umfang og þjónustustig og fjármunir af skornum skammti. Þar yrði hætta á því að þeir sem smærri eru yrðu undir í samstarfi við hina stærri. Náið samstarf og samráð um þessi verkefni og velflest önnur er aftur á móti sjálfgefið. Ég minnist þess frá árum mínum sem bæjar- stjóri í Hafnarfirði frá 1986-1993, að samstarf- flokkar bæjarstjóranna á svæðinu var mikið og náið. Ekki eingöngu hittumst við reglulega einu sinni í mánuði og fórum yfir sviðið, heldur var mikið óformlegt samband okkar í milli. Skipti þá engu hið pólitíska baksvið eða stærðar- og getu- munur sveitarfélaganna, heldur fundum við að þetta samráð skilaði árangri og glæddi skilning okkar á viðhorfum hvers annars og þeim verk- efnum sem í gangi voru á svæðinu. STÆRÐARMUNUR OC SAMEINING Það hefur vitaskuld veruleg áhrif, að eitt þeirra átta sveitarfélaga, sem tilheyra höfuðborgarsvæð- inu, er langfjölmennast, fyrir utan það að vera höfuðborg landsins. Auðvitað taka samskipti sveit- arfélaganna nokkurt mið af þessari staðreynd. Ég hef t.a.m. oft hreyft því hvers vegna lögbundin þjónusta og opinber stjórnsýsla, sem þjónar land- inu öllu, þurfi endilega að vera innan borgarmark- anna, þegar allt eins væri hægt að finna henni hentugan stað í nágrannabyggðarlögum. Það gildir um undirstofnanir ráðuneyta, jafnvel ráðu- neytin sjálf, ef því er að skipta. Nýleg umræða um staðsetningu Listaháskóla vekur einmitt þá spurn- ingu, hvers vegna það þurfi að jafngilda höfuð- synd, að þeirri starfsemi verði fundinn staður í Hafnarfirði, eða í öðrum nágrannabyggðarlögum. Sama gildir um fjölmargar aðrar opinberar og hálf- opinberar stofnanir, s.s. Ríkisendurskoðun, Sam- keppnisstofnun, höfuðstöðvar Vegagerðar ríkisins svo dæmi séu nefnd af handahófi. Það er óhjákvæmilegt annað í umræðu um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins en nefna í framhjáhlaupi nýjar og gamlar hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Ég hef verið í hópi þeirra sem telja óskynsamlegt að stefna að sameiningu allra sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu, eins og sumir hafa haldið á lofti. Það 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.