AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 53

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 53
Fullyrðíngar um skípuiag höfuðborgarsvaeðisins Um eftirfarandi athugasemdir er hægt að skrifa langt mál, hverja fyrir sig, en verður ekki gert að sinni. Þær er hægt að rökræða og rökstyðja. Flestum af þessum punktum hefur undirritaður vakið athygli á fyrr á ár- um og hefur sannfærst um að þeir eigi rétt á sér. Þeir eru hér settir fram sem stuttorðaðar fullyrð- ingar sem innlegg í umræðuna. Vandkvæðin í skipulagi höfuðborgarinnar er að rekja til hugmyndafræði og grundvallar aðalskipu- lags borgarinnar sem staðfest var 1968. I. Grundvöllui* landnota Þrátt fyrir framsetningu kerfis í ofangreindu skipulagi, sem nefndist „sameinaðir skipulags- möguleikar" og var ágætt í sjálfu sér, nýttist það ekki til að stjórna byggðaþróuninni m.t.t. fyrir- komulags og innbyrðis afstöðu íbúðarbyggðar atvinnu- og þjónustusvæða. Stefnt var að einu stóru atvinnusvæði og dreifðri svefnbæjabyggð íbúðarhverfa og staðsetningu þjónustukjarna sem breytti ekki þróun sem var í gangi. 2. Grundvöllur umferðarkerfisins Það var framfaraspor að setja upp flokkað gatnakerfi. í því gleymdist þó stærð og lögun skipulagssvæðisins. Fjarlægðin úr Kvosinni inn að Elliðaám er aðeins 5-6 km og fjarlægð milli sjávar við Skúlagötu (Sjávarbraut) til Flafnarfjarðar er aðeins 10-12 km. Eðlileg stórmöskvastærð stofn- brautarkerfis, ca. 5 km, var ekki byggð upp, enda var það ekki unnt. Úr því varð kerfið svo smá- möskvað að ekki hefur verið hægt að fylgja því eftir til fullnustu. Þá var tekin sú pólitíska ákvörðun að umferðarkerfið skyldi miða við óhefta einka- bílanotkun í stað þess að byggja upp gatnakerfi sem auðveldaði skipulag almenningssamgangna. Við þetta bættist það sem áður er bent á, þ.e. að skipulagið hlaut að leiða til aukinnar umferðar milli atvinnustaða og heimilis. Drög að svæðisskipulagi M:Sb»ionvc»8i Cily wili* íiHkl fbúSonvvSi í.vrfcníic! o SmG. wn «Vki vkyldi róíUolo um Ano Ml y»l np. fo» dmkpm.1 Svt»S< 1.1 tiSori ouhmngor; Ktof lýa bwmd ot*o: coUwr indkolM kdw Höfuðborgarsvæðisins 1965. SKÚLI H. NORÐDAHL, FYRRV. SKIPULAGSSTJÓRI KÓPAVOGS

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.