AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 54

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 54
3. Afstöðu til flugvallarmálsins var slcgið á frest í Ijósi þess, að eðlilegt var að miða við að um 25 ár tæki að byggja upp nýjan flugvöll og flytja flugvöllinn, hlaut að vera tímabært að taka afstöðu í því máli og leggja til hugmyndir byggðar á skipu- lagslegum og flugtæknilegum forsendum. Þetta gerðist ekki og er því nú, um 40 árum seinna, verið að þjarka um úrlausn í þeim málum. - Meira um þetta seinna. 4. Hafnarmálin Óljós afstaða til framtíðarhafnar lýsir sér í því að enn er deilt um lausn þeirra mála. Höfnin í Viðeyjarsundi, fyrir mynni Elliðaánna reynist ekki nýtast nema tveimur skipafélögum og gagnast því ekki almennum sjóflutningum. 5. Drög að svæðisskipulagi Aðalskipulaginu frá 1968 fylgdu ófullburða drög að svæðisskipulagi sem illu heilli gat ekki orðið nægur grundvöllur að gerð svæðisskipulags, þó að sveitarfélögin kæmu sér upp skipulagsstofu í því skyni og starfræktu í nokkur ár. Vandkvæðin voru þau að það skorti hugmyndafræði til að móta sameiginlegan grundvöll um landnotkun, dreifingu atvinnu og þjónustu um svæðið og umferðarkerfi í samræmi við það. Skiptingu svæðisins í 5-6 sveit- arfélög hefur verið kennt hér um. Það er í mínum huga fyrirsláttur. Þegar í alvöru og einlægni er stefnt að samkomulagi er unnt að ná sáttum til samstarfs, þegar ekki er ætlunin að innlima eða yfirtaka ákvörðunarvald af grannanum. ■ Ný tækni í landmælingum vegna mannvirkjagerðar og skipulagningar. Á seinni árum hefur ný tækni við landmælingar og staðsetningu hvers konar mannvirkja rutt sér mjög til rúms í heiminum. Hér er um að ræða GPS tæknina sem íslenskar verkfræðistofur, verktakar og fleiri hafa tekið mjög vel og er nú víða í notkun hérlendis. Eins og flestir þekkja nú orðið, byggir GPS kerfið á 24 gervitunglum sem eru á braut um jörð í um 20.000 km. fjarlægð og við nákvæmnismælingar er unnið á a.m.k. 5 tunglum samtímis. Með GPS tækninni er hægt að framkvæma mælingar hraðar og með minni mannskap en áður var, þar sem einungis er þörf á einum mælingamanni við mælinguna. Hægt er að fá tækja- og hugbúnað sem hentar til hinna ýmsu nota og með þeirri nákvæmni sem hentar mæla inn, setja inn upp- lýsingar um ástand þess, hvenær það var skoðað og hvort ein- Starfsmenn Ljósleiðaradeild- , . , .... ar Landssímans að störfum hverra aö9erða se Þorf’ með GPS búnað. LJÓSM: Guðmundur H. Sveinbjörns- svo dæmi sé nefnt. Bein hverju verki. Setja má inn ýmsar upplýsingar um mæling- arpunktana og þegar unnið er með svokölluð- um „mapping" eða kort- lagningatækjum er t.d. hægt að merkja mann- virki sem verið er að yfirfærsla gagna úr GPS hugbúnaðinum í öll helstu landupplýsingakerfi er auðveld. Þessi kortlagningatæki hafa mikið verið notuð hér- lendis, m.a. til að mæla inn kapallagnir í jörðu og hefur Ljósleiðaradeild Landssímans notað þessa tækni um nokkurt skeið og jafnvel framkvæmt mælingar um leið og Ijósleiðarinn er lagður í jörðu. Þá nýtast kortlagn- ingatækin mjög vel við mælingar á landamerkjum þar sem ekki er þörf á sentímeters nákvæmni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annarra sem hafa þegar byrjað að nýta sér þessa tækni, má nefna Landsvirkjun, RARIK, Orkubú Vestfjarða, Landgræðsluna/Skógræktina o.fl. Algengt er að kortlagningatækin gefi nákvæmni innan við einn meter en hægt er að velja búnað sem gefur þá nákvæmni sem óskað er. Landmælingatækin geta aftur á móti gefið nákvæmni í kring um sentimeter og eru mun dýrari búnaður. Hinar svokölluðu GPS alstöðvar byggjast á tækjum af þessari gerð ásamt radíó- og hug- búnaði. Með þeim er hægt að mæla með mikilli ná- kvæmni í rauntíma og er þessi búnaður mikið notaður af verkfræðistofum og verktökum við mælingar fyrir mannvirkjum sem og við eftirlit með framkvæmdum. Einnig hafa stofnanir eins og Vegagerð Ríkisins, Landsvirkjun, Veðurstofan, Norræna Eldfjallastöðin, Orkuveita Reykjavíkur og margir fleiri notað GPS alstöðvar og önnur GPS nákvæmnistæki um nokkurt skeið. Gera má ráð fyrir að þessi tækni muni verða enn meira notuð í framtíðinni við hvers konar skipulagsvin- nu t.d. þegar verið er að byggja upp ný hverfi og mann- virki því tengt. ■ 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.