AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 94

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 94
gamla Kringlan, verslunargangar þar eru þrengri og lægri. Það var því vandamál að tengja þessi hús saman, þannig að eðlilegt væri fyrir viðskiptavini að ferðast um húsin. Mikil áhersla var lögð á þá rýmismynd sem birtist fólki, þegar það kemur inn í hinar nýju byggingar. Til að viðskiptavinir upplifi stærð bygginganna eru nýir inngangar aðrir en inn- gangur við Borgarleikhús hannaðir þannig, að gengið er inn í mjög há rými. Þau gefa til- finningu fyrir stærð hússins, þau sýna að það séu fleiri en ein hæð og um leið fæst góð til- finning fyrir hver inngangurinn er. Við hönnun var ákveðið að skapa andrúms- loft fjölbreytileika með þeim leikmyndum sem til þurfti. ímynd gömlu Kringlunnar nær vart í gegnum nýbygginguna, þó þannig að í hinni nýju Kringlu hefur hvert hús sína ásjón og sína ímynd með hinum ólíku rýmismyndum og fjöl- breytilegu umhverfi. Áhersla var lögð á að skapa góða lýsingu í húsið og til þess ráðinn einn af færustu lýsingarhönnuðum Breta. Lýsingin verður mjög lifandi og þægileg. Hún kemur til með að breyt- ast yfir daginn. Það rökkvar á kvöldin en birtir til yfir daginn. Einnig breytist hún eftir árstíð- um. Ákveðnar aðgerðir voru gerðar til að lækka bergmál og klið í húsinu. Var m.a. komið fyrir hljóðdeyfiefnum í loftum og veggjum í samráði við færustu hljóðtækniráðgjafa. Þessar breyt- ingar höfða allar til þess að Kringlan verði betri fyrir sína mörgu viðskiptavini. Nýbyggingin er upp á þrjár hæðir. Allar tengj- ast hæðirnar eldri byggingum, þó mismunandi. 1. hæð tengist Norðurhúsi, 2. hæð tengist báðum eldri byggingum og 3. hæð tengist Suðurhúsi og Borgarleikhúsi. Þetta virkar flók- ið, en tekist hefur að gera flæði eða gönguleiðir viðskiptavina þannig, að þær virka eðlilega, fólk á að eiga auðvelt með að ganga um húsið og staðsetja sig. Til þess hafa m.a. verið sett- ar upp nýjar merkingar í allt húsið. Á 1. hæð nýbyggingar eru verslanir. Þar er stærsta verslun nýbyggingar, útivistarverslun. Einkenni þessarar verslunar er mikil klifursúla, sem teygir sig frá 1. hæð og upp yfir þá þriðju. Rúllustigar umlykja klifursúluna á öllum hæð- um. Á 2. hæð eru verslanir og aðalinngangur frá nýju bílastæðahúsi. Á 3. hæð eru aðallega veitingastaðir. Sú hæð

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.