AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 11
G E S T U R Ó L A F S S O N S e n s k n ö n n u n Undanfarna áratugi hafa íslenskir hönnuðir barist fyrir því að hljóta verðskuldaða viðurkenningu bæði hér á landi og erlendis. Oftar en ekki hefur þessum hönnuðum samt gengið betur að öðlast viðurkenningu erlendis en hér. Skilningur alls þorra manna á gildi hönnunar hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi. Þótt þetta sé að vísu dapurlegt er í sjálfu sér hér ekki við neinn að sakast. Við íslendingar höfum til þessa einfaldlega verið uppteknir við að selja fisk og fiskafurðir og að hafa í okkur og á og ekki haft viðlíka hefð í byggingarlist, umhverfismótun og almennri hönnun og þær þjóðir sem við berum okkur helst saman við í efnahagslegu tilliti. í æðstu menntastofnunum okkar hefur hönnun ekki verið kennd svo neinu nemi. Hvað byggingarlist varðar þá telja fjölmiðlar ennþá það helst til tekna ef ein- hverjum framkvæmdamanni eða byggingarnefnd hefur tekist að koma upp byggingu á nógu sköm- mum tíma þótt auðvitað skipti það líka máli. Hvort um er að ræða góða byggingu eða slæma - hvort hún er umhverfisprýði eða ekki og hvers vegna er afar sjaldan rætt. Ennþá eru arkitektar og aðrir hönnuðir á íslandi svo til nafnlausar stéttir. Hér eru þó til nokkrar ágætar undantekningar og margt bendir til að hér sé nú að verða talsverð breyting. Nú hefur verið hönnunarkennsla við Listaháskóla íslands verið endurskipulögð, ís- lenskt hönnunarsafn er orðið að veruleika og að því er stefnt að kennsla í arkitektúr og landslags- arkitektúr verði hafin hér á landi innan nokkurra ára. Þótt lítil von sé til að við getum nokkurn tíma keppt við gamlar iðnaðarþjóðir um hönnun og framleiðslu magnvarnings þá eru samt mörg svið þar sem við ættum að vera fyllilega samkeppnis- fær. Við ættum sjálf að geta hannað og mótað manngert umhverfi hér á landi jafn vel og hverjir aðirir, hvort heldur um er að ræða stóriðjuver, íbúðarhús eða innréttingar. Sama máli gegnir um alla þá hönnun sem nú á sér stað hér á landi í tölvugeiranum og á mörgum öðrum sviðum hafa íslenskir hönnuðir staðið sig með ágætum. Aðliggjandi þjóðir, sem við berum okkur oft sam- an við, leggja nú verulega aukna áherslu á góða hönnun og umhverfismótun hvort heldur um er að ræða umhverfi fyrir ferðamenn, auglýsingar eða almenna brúkshluti. Við búum nú mestan hluta ævi okkar í manngerðu umhverfi og það er þetta manngerða umhverfi sem vitnar um mennningar- stig hverrar þjóðar ekki síður en bókmenntir og fagrar listir. ■ ICELANDIC DESIGN In this editorial, Gestur Óafsson writes about Icelandic design, and designers. In the past, Icelandic designers have had to fight for their work to be recognised, as it simply has not been given much attention: while cul- tural traditions in architecture and design were form- ing in other countries, Icelanders were busy struggling for survival. Not to say that Icelandic design has been absolutely invisible: there are many notable examples of fine architecture and design, and at the present time the trend appears to be changing, in part due to a newly -designed course of study at the Icelandic Academy of the Arts, and the founding of new Design Museum. In Ólafsson's view, Icelandic designers are fully capable of competing with their colleagues in other nations in certain areas, for instance in software design. In short, the emphasis given to design appears to be changing in Iceland as in other countries, and that is good: after all, we spend most of our lives in man-made surroundings, and they define our culture, as much as any works of literature or art. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.