AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 30

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 30
og porti Hafnarhússins), auk hins sérstæða og skemmtilega sýningarrýmis í Ásmundarsafni. Þetta aukna húsnæði gerir Listasafni Reykja- víkur loks mögulegt að sýna listaverkaeign sína með verðugum hætti. í safninu er að finna milli 13 og 14 þúsund listaverk, en þar ber auðvitað hæst hin stóru sérsöfn, Kjarvalssafnið (sem telur rúm- lega fimm þúsund verk), Errósafnið (rúmlega þrjú þúsund verk) og Ásmundarsafnið (um tvö þúsund og átta hundruð verk). Auk þess starfar við safnið sérstök byggingalistardeild, sem varðveitir mikinn fjölda sérsafna teikninga, líkana og uppdrátta sem eru lykilgögn fyrir rannsóknir á sögu byggingalistar á íslandi á 20. öld. Með tilkomu Hafnarhússins má segja að öll þessi sérsöfn eignist loks heimilisfestu innan Listasafns Reykjavíkur. Höggmyndir Ásmundar Sveinssonar njóta sín að sjálfsögðu best í hús- næðinu og garðinum við Sigtún, þar sem áður var heimili listamannsins. Nú hefur verið sett upp föst sýning á úrvali úr verkum Jóhannesar S. Kjarvals í austursal Kjarvalsstaða (sem var opnuð í janúar sl.), og verður hér eftir ætíð hægt að ganga að verkum hans þar, þó sú sýning eigi eftir að þróast á komandi árum. Errósafnið verður í framtíðinni sýnt með svipuðum hætti í tveimur sölum Hafnar- hússins, en ætlunin er að bjóða það velkomið til nýrra heimkynna með stórri yfirlitssýningu í öllu húsinu sumarið 2001. Loks verða sérsýningar úr almennri listaverkaeign Listasafnsins settar upp í 1-3 sölum Hafnarhússins,eftir því sem verkefni og hugmyndir gefa tilefni til. Samhliða þessum breytingum á starfsemi Lista- safns Reykjavíkur verða eftir sem áður næg tæki- færi til að hýsa tímabundnar sýningar innlendrar og alþjóðlegrar listar í vestursal og miðrými Kjar- valsstaða. Auk þess munu 1-3 salir Hafnarhússins verða notaðir undir slíkar sýningar, enda bjóða þeir upp á mismunandi möguleika sem mikil þörf er á við framsetningu nútímalistar. Einnig mun fjöl- notarýmið og útisvæði safnsins bjóða upp á ýmis áður óþekkt tækifæri, en þar hafa þegar farið fram fyrirlestrar, tónleikar, gjörningar og danssýningar auk hefðbundnari sýninga, en nú á haustmánuð- um (september og október) er þar t.d. í gangi sér- stakt tölvuver (caf9.net), þar sem er að finna sér- staka dagskrá um kynningu listaverka, samstarf listafólks og sköpun listaverka með þátttöku lista- manna og almennings í 8 af menningarborgum Evrópu árið 2000. Þessi fjölbreytta starfsemi er góð vísbending um þá möguleika sem Listasafn Reykjavíkur hefur nú upp á að bjóða. Tilkoma Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu verður því vonandi til að efla listalíf í borginni samhliða því að auka áhuga borgarbúa og gesta Reykjavíkur á að njóta lista og menning- ar við bestu mögulegu aðstæður í framtíðinni. ■ THE NEW REYKJAVÍK MUNICIPAL ART MUSEUM The Reykjavík Municipal Art Museum opened new premises this past spring, in the Reykjavík city centre. This article, written by gallery director Eiríkur Þorláksson, details the vast benefits of the new premises for the gallery. These benefits include the possibility of exhibiting more systematically the gallery’s own collection, and being able to accommodate more easily certain art forms and cultural events which previously posed a problem for art galleries in Iceland. The new premises also have an outdoor exhibition area, which is unique in Iceland and which opens up new possibilities for sculpture exhi- bitions, for example. The article also discusses other spaces that the Reykjavík Municipal Art Museum has at its disposal, such as Ásmundarsalur and Kjarvalsstaðir, and the role that is planned for those in the future. ■ 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.