AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 13
onnun
jstahaskola Islands
Viðtal við
Katrínu Pétursdóttur, yfirmann hönnunardeildar Listaháskóla Islands
Hvcr er núvcrandi staða hónnunar hér
á landi?
Það jákvæðasta við núverandi stöðu er að fleiri
en hönnuðir og arkitektar eru farnir að fá áhuga á
hönnun. Það hefur t.d. verið mikið að gerast í fata-
hönnun undanfarið og mikil umfjöllun átt sér stað í
kjölfarið. Það er ákveðinn kraftur og bjartsýni ríkj-
andi sem eru nauðsynleg í uppbyggingu fagsins.
Það er þetta, að vilja sigra heiminn, sem er svo
frábært element hjá ungu fólki og verður að hlúa
að. Ég sé svipaðan kraft hjá sumum multi-
media fyrirtækjum og
tölvuleikjafyrirtækjum. Það er
eitthvað í gangi, það er alveg
greinilegt þegar maður sér
myndlistarheiminn farinn að
blandast við hönnunarheiminn,
hönnunarheiminn við multimediaheim-
inn o.s.frv. Það er eins og sé að myndast
ákveðin heild; tengingar milli faga, og út
á við, við það alþjóðlega og þetta
finnast mér stórkostlegar fram-
farir. Hins vegar má segja að
framleiðslulega séð hafi ekki
margt breyst. ísland er hreinlega
ekki fallið til framleiðslu og fyrir því
liggja augljósar ástæður. Þar á móti
koma ný viðhorf fjárfesta og aukinn
áhugi á að fjárfesta í framleiðslu, hvort
sem hún fer fram hérlendis eða erl-
endis. Þessi atriði, að hér er að myndast
kraftur til sköpunar á alþjóðlegum grundvelli og
að fjárfestar eru að fá áhuga á hönnun er risastórt
skref fram á við. Hins vegar sýnist mér eins og
fjárfestar hafi ekki nógu mikið vit á hönnun al-
mennt, þetta er nýr heimur fyrir þeim. Það þarf
þolinmæði í fag eins og hönnun. Það þarf að
byggja upp ímynd og orðspor vörunnar eða hön-
nuðarins og það getur tekið langan tíma áður en
peningar fara að streyma inn. Þeir sem fara út í að
fjárfesta í hönnun eða í einstaka hönnuði erlendis
eru oftast menn sem hafa mikla þekkingu á hön-
nun og óbilandi trú á því sem þeir hafa í hön-
dunum. Þeir eru í flestum tilfellum drifnir áfram af
hugsjón ekki ósvipað og hönnuðurinn sjálfur.
Hvaða helstu möguleika finnst þér að
við íslendingar eigum á þessu sviði?
Við eigum möguleika eins og aðrir. Okkar
aðstæður eru hins vegar talsvert ólíkar því sem
aðrir eiga að venjast, þar sem hönnun er byggð á
aldagömlum hefðum í handverki sem hefur
þróast yfir í hönnun, iðnað og markaðssetningu.
Við höfum ekki á neinu að byggja í þessum efnum
og því mikilvægt að horfa fram á veginn og gera
hlutina á okkar hátt. Það er mjög mikilvægt ein-
mitt núna að við leyfum okkur að gera tilraunir,
þróast, byggja og hlaða þekkingu á þessum
málum með okkur. Hönnun er menning,
því má ekki gleyma. Það liggur í aug-
um uppi að tölvutengd hönnun og
sýndarveruleiki eiga framtíð fyrir
sér hér á landi. Mér finnst þetta vera
svið sem við ættum að leggja áherslu á og við
ættum að mennta hönnuði m.a. með þetta
í huga.
Á hvað vilt þú helst leggja á-
herslu sem stjórnandi I. árs
hennunardeildar við Lista-
háskóla íslands?
Hingað til hefur hönnunarsvið LHÍ
samanstaðið af Grafískri hönnun sem
skiptist í Skjámiðla og Þrentmiðla,
Textílsvið og Keramíksvið. Þessi tvö
®síðastnefndu svið hafa verið rekin
að skandinavískri fyrirmynd í gegn-
um tíðina, sem hefur byggst annars vegar á
handverki og hins vegar myndlist. Nú í ár hefur
verið tekin í fyrsta sinn upp kennsla í vöruhönnun
eða product design við skólann og kemur hún í
staðinn fyrir Keramíksvið. Þetta er bylting. Við er-
um að þróa þetta skref fyrir skref. Allir nemendur
fyrsta árs hönnunardeildar sitja saman mestan
part ársins. Þetta eru alls 35 nemendur. Árið er
byggt upp á grunnhugmyndum hönnunar þar sem
áhersla er lögð á sögu og aðferðafræði hönnunar,
sköpunarferilinn, vitsmunalega teikningu, form- og
efnisfræði og svo stúdíóvinnu. Þá er einnig kennd
listfræði, heimspeki, upplýsingafræði og að sjálf-