AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 13
onnun jstahaskola Islands Viðtal við Katrínu Pétursdóttur, yfirmann hönnunardeildar Listaháskóla Islands Hvcr er núvcrandi staða hónnunar hér á landi? Það jákvæðasta við núverandi stöðu er að fleiri en hönnuðir og arkitektar eru farnir að fá áhuga á hönnun. Það hefur t.d. verið mikið að gerast í fata- hönnun undanfarið og mikil umfjöllun átt sér stað í kjölfarið. Það er ákveðinn kraftur og bjartsýni ríkj- andi sem eru nauðsynleg í uppbyggingu fagsins. Það er þetta, að vilja sigra heiminn, sem er svo frábært element hjá ungu fólki og verður að hlúa að. Ég sé svipaðan kraft hjá sumum multi- media fyrirtækjum og tölvuleikjafyrirtækjum. Það er eitthvað í gangi, það er alveg greinilegt þegar maður sér myndlistarheiminn farinn að blandast við hönnunarheiminn, hönnunarheiminn við multimediaheim- inn o.s.frv. Það er eins og sé að myndast ákveðin heild; tengingar milli faga, og út á við, við það alþjóðlega og þetta finnast mér stórkostlegar fram- farir. Hins vegar má segja að framleiðslulega séð hafi ekki margt breyst. ísland er hreinlega ekki fallið til framleiðslu og fyrir því liggja augljósar ástæður. Þar á móti koma ný viðhorf fjárfesta og aukinn áhugi á að fjárfesta í framleiðslu, hvort sem hún fer fram hérlendis eða erl- endis. Þessi atriði, að hér er að myndast kraftur til sköpunar á alþjóðlegum grundvelli og að fjárfestar eru að fá áhuga á hönnun er risastórt skref fram á við. Hins vegar sýnist mér eins og fjárfestar hafi ekki nógu mikið vit á hönnun al- mennt, þetta er nýr heimur fyrir þeim. Það þarf þolinmæði í fag eins og hönnun. Það þarf að byggja upp ímynd og orðspor vörunnar eða hön- nuðarins og það getur tekið langan tíma áður en peningar fara að streyma inn. Þeir sem fara út í að fjárfesta í hönnun eða í einstaka hönnuði erlendis eru oftast menn sem hafa mikla þekkingu á hön- nun og óbilandi trú á því sem þeir hafa í hön- dunum. Þeir eru í flestum tilfellum drifnir áfram af hugsjón ekki ósvipað og hönnuðurinn sjálfur. Hvaða helstu möguleika finnst þér að við íslendingar eigum á þessu sviði? Við eigum möguleika eins og aðrir. Okkar aðstæður eru hins vegar talsvert ólíkar því sem aðrir eiga að venjast, þar sem hönnun er byggð á aldagömlum hefðum í handverki sem hefur þróast yfir í hönnun, iðnað og markaðssetningu. Við höfum ekki á neinu að byggja í þessum efnum og því mikilvægt að horfa fram á veginn og gera hlutina á okkar hátt. Það er mjög mikilvægt ein- mitt núna að við leyfum okkur að gera tilraunir, þróast, byggja og hlaða þekkingu á þessum málum með okkur. Hönnun er menning, því má ekki gleyma. Það liggur í aug- um uppi að tölvutengd hönnun og sýndarveruleiki eiga framtíð fyrir sér hér á landi. Mér finnst þetta vera svið sem við ættum að leggja áherslu á og við ættum að mennta hönnuði m.a. með þetta í huga. Á hvað vilt þú helst leggja á- herslu sem stjórnandi I. árs hennunardeildar við Lista- háskóla íslands? Hingað til hefur hönnunarsvið LHÍ samanstaðið af Grafískri hönnun sem skiptist í Skjámiðla og Þrentmiðla, Textílsvið og Keramíksvið. Þessi tvö ®síðastnefndu svið hafa verið rekin að skandinavískri fyrirmynd í gegn- um tíðina, sem hefur byggst annars vegar á handverki og hins vegar myndlist. Nú í ár hefur verið tekin í fyrsta sinn upp kennsla í vöruhönnun eða product design við skólann og kemur hún í staðinn fyrir Keramíksvið. Þetta er bylting. Við er- um að þróa þetta skref fyrir skref. Allir nemendur fyrsta árs hönnunardeildar sitja saman mestan part ársins. Þetta eru alls 35 nemendur. Árið er byggt upp á grunnhugmyndum hönnunar þar sem áhersla er lögð á sögu og aðferðafræði hönnunar, sköpunarferilinn, vitsmunalega teikningu, form- og efnisfræði og svo stúdíóvinnu. Þá er einnig kennd listfræði, heimspeki, upplýsingafræði og að sjálf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.