AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 45
Ur smiðju spænskrar
iðnhönnunar,
1912 - 1999
unnið út frá gömlum merg
Sú staðreynd, að hlutir og einingar voru
bæði verksmiðjuframleidd og búin til af
handverksmönnum á Spáni snemma á
þessu tímabili, tengdist mjög um-
ræðunni, sem hófst á 5. áratugnum,
um það hvernig iðnhönnun gæti aðla-
gast listinni og handverkinu í sömu vörunni. Sú
tæknilega þekking sem þegar var til staðar í
Þýskalandi á millistríðsárunum, var ekki til á
Spáni. Hugmyndafræði Bauhaus-skólans um að
fjöldaframleiða vel hannaða nytjahluti fyrir almenn-
ann markað var ekki framkvæmanleg í löndum
sem studdust að miklu leyti við handverkið í fram-
leiðslu sinni á húsgögnum og húsagerð.
Afstaðan til hefðarinnar sem örvandi þátt kom
fram á margan hátt, m.a. í efnisnotkun, við gerð
verkfæra og því hvernig efni höfðu verið notuð í
staðbundnum leikjum og dönsum mismunandi
héraða. Þessi atriði höfðu örvandi áhrif og gáfu
tilefni til þess að framleiða hluti sem innihéldu
ákveðinn anda eða eitthvað sem minnti á það
spænska eða katalónska.
Eins og með flest góð verkfæri, þá eru þau í
beinum tengslum við hendurnar og gerð í þeim
hlutföllum sem aðlagast lófanum burtséð frá stærð
þess. Olíu- og edikflöskurnar Marquina (1961),
mynd 1, eftir arkitektinn Rafael Marquina, eru
hannaðar með það fyrir augum að hægt sé að
framleiða þær í ýmsum stærðum án þess að þær
afmyndist. Látleysi og hógværð einkennir þær en
olía og edik eru táknrænir þættir um matarmenn-
ingu Miðjarðarhafsbúa og eru óhjákvæmilegur
hluti af daglegu lífi þeirra. í höndum Marquina eru
olíu- og edikflöskurnar hugsaðar sem verkfæri til
þess að nota á hnitmiðaðan hátt. Ýmis atriði þurfti
að leysa til þess að ná fram hinu fullkoma formi
sem uppfyllti strangar kröfur um hreinlæti og
43
NARSDÓTTIR, BYGGINGARLISTFRÆÐINGUR