AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 48
gegnum tölvufjarskipti og börn eyða hlutfallslega miklum tíma fyrir framan skjáleiki, teiknimyndir og myndbönd. Tilfinningin fyrir hringrás tímans breyt- ist við þetta og það gerist allt of oft að börn eru mötuð á tilbúnu sjónarspili sem oft er fjarri raun- veruleikanum. Hvernig tengist þessi fullyrðing hönnun og húsagerð? Er hér verið að fullyrða að við þurfum að horfa til baka og læra upp á nýtt að lifa saman, og að geta borið virðingu fyrir móður jörð og hvort öðru? Þrátt fyrir gífurlega framleiðslu á alls kyns hlutum, tækjum og umbúðum sem laða fólk að sér á stuttum líftíma sínum þá eru til aðrir hlutir sem innihalda gildi óháð tíma og rúmi. Húsgögn og hlutir, hús og borgir eru ekki aðeins notuð með eitthvað sérstakt fyrir augum heldur hafa þau táknrænt gildi, höfða til skynseminnar og andlegrar uppörvunar. Fortíð mannsins er jafnmik- ilvæg honum eins og framtíð hans, ef minnst er orðtaksins „sá lærir sem lifir”. Þó arkitektar finni.sig ekki í því hlutverki að lækna mein samfélagsins þá eru þeir meðvitaðir um það að reyna að auka skilning mannsins á sjálfum sér og umhverfi sínu og leita leiða til þess að ná sáttum á ný. ■ Þessi grein er samantekt úr bókinni Brot úr smiðju spænskrar iðnhönnunar, 1912 - 1999 sem kom út í tilefni sýningar undir sama heiti daganna 17. ágúst til 2. septem- ber í versluninni Epal hf. Reykjavík. Hún var styrkt af spænsku framleiðslufyrirtækjunum: Amat (Barcelona), og umboðsaðili þeirra á íslandi A. Karlsson , bd Ediciones de diseno (Barcelona), Costa (Murcia), Ededis (Barcelona), Indartu (Barcelona), M.L.B. Coderch (Barcelona), Mobles 114 (Barcelona), og Santa & Cole (Barcelona), lcelandair og Atlanta. Fjármálaráðuneytinu er einnig þakkað fyrir góða fyrirgreiðslu. 1 Sottsass, E. ‘Prologo’ í tímaritinu Experimenta n. 20, bls. 3 - 4. ON SPANISH INDUSTRIAL DESIGN, 1912-1999 Here, art historian Dr. Halldóra Arnardóttir offers her insights into industrial design in Spain, from 1912- 1999. She looks at the effect of culture and tradition on industrial design, particularly as it appears in the choice of materials and the creation of tools. To illustrate her tengingu, eins og staðan hefði aðeins breyst um stundarsakir. í stað hins hefðbundna borðs, er stálbakka (dæmigerður, notaður á spænskum bör- um) smellt á grind sófans, þegar hentar. Þessi eiginleiki sófans, að geta aðlagast ólíkum aðstæðum, er enn betur styrktur í gerð leðurstól- anna, sem eru hágæða bílstólar með hand- og rafmagns knúnum stillingum og lagaðir að líkam- anum af mikilli nákvæmni. Endurunnin, göfug efni og hátækni birtast sem kátleg kaldhæðni á móti háþróuðu neysluþjóðfélaginu. Notaðir leðurbíl- stólar frá bílakirkjugörðum, hart stál frá gömlum vélum, og þéttur viður frá yfirgefnum járnbrautar- teinum, eru aðaleiningar sófans. Það er engin ein leið til þess að túlka umhverfið, engin ein leið til þess að leysa vandamál, engin ein leið til þess að hagræða heimili sínu. Julianica er húsgagn sem trúir á marga möguleika. Julian- ica fæddist á mörkum byggingarlistar og hús- gagnahönnunar. Reynt var að komast framhjá fyrirfram ákveðnum ályktunum og skilningi á bygg- ingarlistinni og koma fram með aðrar forsendur til túlkunar. Julianica fellur hvorki inn í skilgreiningar húsgagnaframleiðslunnar sem notadrjúg afurð né heldur sem afurð með fyrirfram ákveðin markmið. Sófinn, fjögurra sæta arkitektúr, er tilbúinn til að taka afstöðu, því sá sem notar hann gerir hann öðruvísi - sérstakan og eiginn. Nútíma þjóðfélag hefur þróast á þann hátt að hugtökin um hreyfingu, sveigjanleika og umburð- arlyndi hljóta að verða hluti af orðaforða fólks um hönnun, en ekki bara um lífsviðhorf þeirra sjálfra. Tengsl borgarbúans við samfélagið endurspeglast að miklu leyti í híbýlum hans. Nú á dögum virðist svo vera að menn vilji búa um sig á þann hátt að sem mestur friður hljótist af og vilji vera út af fyrir sig. Tíð samskipti manna við umheiminn fara í 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.