AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 16
AÐALSTEINN INGÓLFSSON, LISTFRÆÐINGUR
Sýning Hönnunarsafns að Garðatorgi í nóv. 1999.
Ljósm. ívar Brynjólfsson.
/
LENSKJ HÖNNUNARSAFN
•rðið að veruleriha
eir sem fylgst hafa með umræðum um
arkitektúr og hönnun sem átt hafa sér
stað á síðum þessa rits frá upphafi
hafa ekki farið varhluta af óþreyju bæði
fagmanna og áhugamanna vegna
langvarandi skeytingaleysis opinberra
aðila um þennan þátt íslenskrar menningararf-
leifðar. Fram til 1993, þegar sérstök byggingarlist-
ardeild var sett upp við Listasafn Reykjavíkur, lágu
helstu heimildir um sögu íslenskrar bygging-
arlistar, teikningar, líkön og skjöl, í hirðuleysi vítt
og breitt um landið, a.m.k. þær sem ekki lentu í
glatkistunni.
Af listiðnaði/hönnun er það að segja að strax
árið 1918 stofnaði sá framsýni hugsjónamaður,
Matthías Þórðarson, listiðnaðardeild við Þjóð-
minjasafn íslands, þó svo forsendur fyrir slíkri
deild eða safni væru tæplega fyrir hendi á landinu
á þeim tíma. Engin endurnýjun hafði átt sér stað í
gamla listhandverkinu og iðnaðurinn hafði ekki sli-
tið barnsskónum. Enda er þessi listiðnaðardeild
Matthíasar lítil að vöxtum.
Á sjötta áratugnum höfðu bæði aðstæður og
forsendur breyst til muna. íslenskir listamenn og
áhugamenn um sjónmenntir, menntaðir meðal
annarra þjóða, ámálguðu æ oftar þörfina á að
14