AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Síða 46
snyrtimennsku. I fyrsta lagi mátti olían úr þessum flöskum ekki leka, hvorki á meðan hún væri notuð né heldur strax á eftir. Hendur og dúkur væru ávallt hrein. Stúturinn á flöskunni er í reynd lokið um leið og því er önnur höndin alltaf laus, sem nauðsynlegt er við matreiðslu. Auk þessa er efni- viðurinn mikilvægur. Glerið leyfir fallegum lit olíunnar og ediksins að njóta sín og taka þátt í lit- brigðum og áferðum heildarinnar. Coderch borðstofuljósið frá 1957, mynd 2, eftir arkitektinn Juan Antoni Coderch de Sentmenat, laut sama lögumáli um möguleika efnisins. Hann er gerður úr þunnum efnisplötum, spenntum í boga, sem opna og loka fyrir Ijósgjafann á víxl og mynda þannig mjög sérstæða birtu. Upphaflega var ætlunin að gera Ijósið úr plastefninu meta- crilata, til þess að ná fram sérstökum birtuskilyrð- um, en sú hugmynd reyndist óframkvæmanleg vegna skorts á tæknikunnáttu. Það var því gert úr þunnum viðarplötum en nú eru báðar útgáfur í framleiðslu. Efnisnotkun, einfaldleiki og hlutleysi þessa Ijóss eiga rætur sínar að rekja til þess, sem er til staðar í umhverfinu, þ.e. hversdagsleikans. Hugmynda- fræðina má rekja til ítölsku arkitektanna sem unnu á tímaritinu Casabella continuitá (1954 - 1964), ritstýrðu af Ernesto N. Rogers. Það sem lá að baki hugtakinu continuitá var ekki aðeins bundið orðinu „framhald" heldur ekki síður í því að skilja hefðina, eða fortíðina, sem hluta af nútíð og framtíð. Hefðin var ekki staðnað fyrirbæri heldur kallaði hún á breytingar og þróanir byggðar á «9Tílfinningin fyrir hringrás tímans breytist við þetta og það gerist allt of oft að börn eru mötuð á tilbúnu sjónarspili sem oft er f jarri raunveruleikanum.64 handverk gæti ekki verið hluti af nútímalegri hönn- un og skilgreindi sjálfann sig aldrei sem iðnhönn- uð heldur „hönnuð pró-iðnaðar”. Þetta þýddi að hann vildi taka þátt í framleiðslunni, geta lagfært og breytt ef eitthvað færi úrskeiðis, gera tilraunir á meðan á framleiðsluferlinu stæði og hafa sem mest áhrif á það. Gólflampinn TMM (Tramo Movil Madera) (1961) eftir Miguel Milá endurvekur þetta viðhorf, um samspil milli handverkskunnáttu, efnis og iðnframleiðslu. Hugmyndin að lampanum er mjög einföld - Ijós þar sem hæð þess er stillanleg. Til þess að ná því fram er ákveðinn fjöldi eininga notaður: Ijósapera með skermi sem deyfir magn birtunnar og er hann hólkur í laginu. Mastur og snúra er honum nauðsyn. Lóðrétta mastrið opnar vel fætur sína til þess að ná stöðugleika. Snúran sýnir sig, og rofann, ófeimin. Að lokum er það ein- föld tenging skermsins við mastrið. Hann klemm- ist á það, leyfir breytilega lóðrétta stöðu Ijóssins og, veldur því að auðvelt er að færa lampann úr stað. Þessir ofangreindu nytjahlutir leituðu innihalds og merkingar hverrar tegundar fyrir sig, uppruninn var látinn koma í Ijós, túlkaður og um leið varð hann að aðalhlutverki verksins. Hvert og eitt verk hélt gildi sínu á móti hringrás tímans, líkt og hug- takið að baki veggklukkunnar Nautilus eftir arkitektinn Oscar Tusquets. Allar tölur sólarhrings- ins koma fram sem skírskotun til þeirra klukkna sem rekja má til naumhyggjustefnunnar þar sem vísarnir þjóna mikilvægara hlutverki en tölurnar sjálfar við að gefa upp tímann. Hér sýnir skífan hringrás tímans í formi spírals, sem í sjálfu sér er form án upphafs og endis, en í senn dulúðugur. Hann er óendanlegur eins og tíminn sjálfur og gildi göfugra efna. traustum grunni menningararfleifðarinnar og staðbundnum einkennum. Þessi afstaða var skilin sem gagnrýni á Nútímastefnuna. Rogers lagði áherslu á að alllir hlutir yrðu að vera túlkaðir í samhengi við aðra, staðbundna sögu og menn- ingu. Borgarmynstur, bygging og hlutur væru ekki einangruð fyrirbæri heldur yrði að taka tillit til utanaðkomandi þátta sem hefðu áhrif á varanleg- ar úrlausnir. Coderch var einn að frumkvöðlum þessarar stefnu á Spáni en átti sér marga lærisveina. Þar á meðal hönnuðinn Miguel Milá. Milá varð einnig fyrir áhrifum frá William Morris og heillaðist af af- stöðu Finna til hönnunar. Hann afneitaði því að Ögrun við formið Hreinleiki, léttleiki og hljóðfall eru m.a. eigin- leikar stálhúsgagna sem gefa frelsi til að leika sér með rými, innan marka röksemdarinnar. Stóllinn BKF mynd 3, eftir spænska arkitektinn Antonio Bonet Castellana og argentísku arkitektana Juan Kurchan og Jorge Ferrari-Hardoy, er gerður úr einfaldri stálgrind sem klædd er skinni. Snerting líkamans við skinnið eykur við þá togstreitu sem grindin byggist á. Form grindarinnar hvetur til ótakmarkaðra möguleika á því hvernig viðkom- andi notar stólinn, hvort heldur hann situr, hniprar sig saman eða notar hann sem leiksvið. Hlutverk stólsins er því ekki bundið notagildi hans eða 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.