AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 68

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2000, Blaðsíða 68
„Telur þú að bílnotkun þín eigi eftir að minnka í framtíðinni?” Niðurstaðan er verulegt umhugsun- arefni en 93,2% svöruðu spurningunni neitandi, þ.e. höfðu ekki uppi áform um að draga úr notkun sinni á bíl, þrátt fyrir áhyggjur sínar af neikvæðum áhrifum bílaumferðar á umhverfið. Þegar fólk var spurt hvers vegna það teldi að bílnotkun ætti ekki eftir að minnka í framtíðinni, töldu 38,7% bílinn vera nauðsynlegan og 36,7% sögðu notkun sína á bíl vera nú þegar takmarkaða. Sérstaka athygli vakti að aðeins 5,4% töldu aðrar samgöngur, s.s. almenningssamgöngur, vera það slakar að ekki væri hægt að færa sig úr bílnum yfir í slíkan ferða- máta. Það virðist því ekki vera sterkt samband milli viðhorfs og hegðunar þegar umferð og bíl- notkun er annars vegar og að einhverjir aðrir þæt- tir en viðhorf hafi meiri áhrif á bílnotkun. Skipulagsmál Tölulegar upplýsingar benda í sömu átt. Ef skoðuð er þróun íbúafjölda, lengdar gatnakerfisins og fólksbílaeignar í Reykjavík frá 1960-1997 kemur í Ijós að íbúafjöldi hefur aukist um 47%, gatnakerfið hefur lengst um 128% en fjöldi fólks- bíla hefur aukist um hvorki meira né minna en 634%. Ljóst má vera að þessi þróun hefur áhrif á umhverfið og verður að draga þá ályktun að þau áhrif séu neikvæð. Því miður bendir fátt til þess að draga muni úr þessari þróun. Umferðarspár gera ráð fyrir að umferð muni aukast jafnt og þétt og fátt bendir til þess að bifreiðasala muni dragast saman svo nokkru nemi enda stuðla aðgerðir líkt og lækkun vörugjalds á bílum ekki að slíku. Til þess að samgöngukerfið á höfuðborgar- svæðinu anni þessari umferðaraukningu þurfa að koma til verulegar viðbætur á gatnakerfi svæðis- ins. Þetta eru kostnaðarsamar aðgerðir enda ekki mikið pláss til að koma við nýjum götum nema með byggingu brúa, leggja vegi í stokka og/eða grafa göng. Að auki mun mengun aukast verulega í borginni vegna aukningar á umferð. Vistvænar almenningssamgöngur Sú leið sem flestar borgir í Evrópu hafa farið til að sporna við þeirri þróun sem hér að ofan er lýst er að bæta og styrkja almenningssamgöngur til að auka nýtinguna á þeim. T.d. hafa almenningssam- göngufarartæki fengið aukinn forgang í umferð, einkabílum er takmarkaður aðgangur að sumum svæðum og gerðar hafa verið auknar kröfur til Orkuhringrás vetnis. mengunarbúnaðar í farartækjum sem fara um ákveðin svæði. íslensk NýOrka, SVR og fleiri aðilar vinna nú að því að taka í notkun vistvæna strætisvagna, þ.e. vagna sem nota vetni sem orkubera í stað dísil- olíu. Með því leysist mengunarvandamál frá stræt- isvögnum en gera mætti enn betur með því að styrkja almenningssamgöngukerfið með t.d. auknum forgangi í umferð. Líklegt er að slíkt myndi að lokum spara umtalsverða fjármuni því draga mætti úr framkvæmdum við nýja vegalagn- ingu, slysum myndi fækka og mengun minnka. Það er þó rétt að benda á að skipulagsyfirvöld verða að taka tillit til nýs eldsneytis því einhverjar breytingar verða á eldsneytisdreifingu í kjölfar vetnisvæðingar á strætisvögnum (og bílum) í framtíðinni. Til að byrja með er líklegt að nýjar eldsneytisstöðvar muni verða eitthvað plássfrekari en núverandi bensínstöðvar. Þetta er ekki aðeins tengt dreifingu á vetni heldur er einnig líklegt að orkustöðvar framtíðarinnar verði með fleiri tegund- ir eldsneytis til sölu en nú er, þ.e. að til að byrja með verður um viðbót að ræða og má þar nefna metangas, etanól, metanól og rafmagn. Orku- stöðvarnar verða þó að vera almenningi aðgengi- legar og því er rétt að gera ráð fyrir því við borgar- skipulagningu í nánustu framtíð. Hugsanlegir ávinningar Almenningur virðist hafa talsverðar áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur á undanförnum árum í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngu- kerfið kostar nú þegar verulega fjármuni bæði í nýframkvæmdum og auknu viðhaldi. Með bættum 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.