Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 1
2. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 26. janúar ▯ Blað nr. 626 ▯ 29. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal, hefur þurft að byggja og breyta miklu á búi fjölskyldu sinnar undanfarin misseri. Svínarækt er búgrein sem stendur á tímamótum þar sem ný reglugerð um aðbúnað tekur gildi eftir tvö ár. Með því munu íslenskir svínabændur vera í fararbroddi á heimsvísu hvað dýravelferð varðar. – Sjá nánar bls. 36–37. Mynd/ Ástvaldur Lárusson Ullarinnlegg dregst saman en sala eykst – Eftirspurn eftir prjónabandi mun meiri en framboð Ullarsala Ístex í byrjun Covid- 19 faraldursins var nánast engin og ull úr sumum flokkum hefði ekki einu sinni verið hægt að gefa á þeim tíma. Starfsemin hefur hins vegar tekið stakkaskiptum á síðustu tveimur árum og annar fyrirtækið nú ekki eftirspurn eftir prjónabandi sínu. Rekstrarhagnaðurinn árið 2021 var rúmlega 93 milljónir króna eftir skatta og fyrir síðasta ár stefnir hann í 60 milljónir. Söluandvirði handprjónabands á síðasta ári var rúmar 800 milljónir króna, þar af um 500 milljónir vegna sölu út fyrir landsteinana. Talsverðar fjárfestingar til að mæta aukinni eftirspurn Til að mæta aukinni eftirspurn eftir prjónabandinu Lopa, með aukinni bandframleiðslu, hefur Ístex ráðist í talsverðar fjárfestingar í tækjabúnaði á undanförnum misserum. „Við settum upp dokkuvél og mötunarkerfi fyrir kembivélar í Mosfellsbæ. Ný spunavél er nú í smíðum á Ítalíu. Það er áætlað að hún verði tilbúin í haust. Næsta verkefni er svo ný kembilína sem gæfi þann möguleika að auka framleiðslu um þriðjung. Þá er handprjónabandið að fá OEKOTEX 100-viðurkenningu, sem þýðir að það inniheldur engin hættuleg efni. Umhverfismál og sjálfbærni eru að verða sífellt mikilvægari. Allt kostar þetta sitt, en tækifærin eru til staðar til að sækja á,“ segir Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex. „Það hefur háð okkur talsvert að hafa ekki undan í bandframleiðslu, sem hefur valdið skorti á handprjóna- bandi og værðarvoðum. Við höfum aukið framleiðsluna eins og unnt er miðað við tæki og tól. Hún gekk í raun ágætlega á síðastliðnu ári, þrátt fyrir svolítið af bilunum. Starfsfólki hefur fjölgað, en um 70 manns starfa nú hjá Ístex. Ljóst er að fjölga þarf enn meira starfsfólki og bæta við tækjabúnaði,“ segir hann. Sala síðustu tveggja ára numið 1.200 milljónum króna Sigurður segir að salan á vörum Ístex síðustu tvö ár hafi numið meira en 1.200 milljónum króna. Á síðustu fimm árum hefur ullarmagnið, sem Ístex hefur úr að spila, minnkað um 25 prósent. Á sama tíma hefur sala aukist um 50 prósent, sem hann þakkar handprjónabandinu og þróunarvinnu. Ístex er að langmestu leyti í eigu íslenskra sauðfjárbænda og tekur við um 98–99 prósentum af allri íslenskri ull frá bændum um allt land til að standa straum af sinni vöruframleiðslu og -þróun. Í dag eru alls 2.473 hluthafar skráðir í félaginu, þar af eru Landssamtök sauðfjárbænda með stærsta einstaka hlutann, en síðan einstaklingar og félög. Sigurður telur að margt sé fram undan hjá félaginu sem mikilvægt sé að styðja við og því ekki ólíklegt að frekari eignarhaldsbreytingar muni eiga sér stað til að tryggja fjármagn í frekari fjárfestingar. /smh Sjá nánari umfjöllun um Ístex á blaðsíðum 44–45. Sigurður S. Gunnarsson framkvæmdastjóri við nýju dokkuvélina. Mynd / smh Öll skulum við ganga með sæmd og veita öðrum af visku okkar svo lengi sem við drögum andann. Svo hljóðar fyrsta málsgrein reglu- gerðar indjánaættflokks nokkurs sem búsettur er í Washington-ríki Banda- ríkjanna. Að bera höfuðið hátt og finna lífi sínu tilgang á jafnt við á öllum æviskeiðum eins og kemur fram á vefsíðu Landlæknisembættisins og skal ekki gleyma því að leggja áherslu á þau lífsgæði – og tækifæri er fylgja efri árum. Samkvæmt Dýrleifu Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, er orðasambandið eldri borgari oft og tíðum bendlað við minnkandi virkni sem þjóðfélagsþegn, auk þess sem þeir lenda í því að vel dregur úr réttindum þeirra. Dýrleif bendir á að alls telji höfuð- borgarbúar, sextíu ára og eldri, um 26 þúsund og því brýn nauðsyn til þess að standa keikur í hagsmunabaráttunni, en með samvinnu félaga eldri borgara á landsvísu við Landssamband eldri borgara njóta þau baráttumál töluverðs velfarnaðar. Kemur fram að auk hagsmuna og kjara gætir samþættrar félags- og heilbrigðisþjónustu auk þess sem leitast er við að eldri borgarar njóti öflugs félagslífs. Telur sitjandi formaður Landssambandsins árið sem nú er í startholunum lofa góðu og mikið verði um að vera á öllum sviðum. /SP Sjá nánar á bls. 7 og 26–27. Að eldast með reisn Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðastliðinn, með gildistöku laga þess efnis. Í nýju lögunum er hugtakið „líf- úrgangur“ notað um þann lífræna úrgang sem flokka þarf sérstaklega til moltugerðar. Enn hafa fá sveitarfélög innleitt löggjöfina í sína sorphirðu, þótt almenningi og lögaðilum hafi verið skylt að flokka lífúrgang sérstaklega frá áramótum og engar undanþágur verið veittar. Jóhannes B. Urbancic Tómasson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir að flest sveitarfélög séu í innleiðingarferli og með nýjar flokkunartunnur í pöntun. „Það er skylda sveitar félaganna að ákveða fyrir komulagið á söfnun úr gangsins í sveitar félaginu og sjá um flutning heimilisúrgangs. Sveitarfélögin hafa sömuleiðis skyldu til að ná tölulegum markmiðum í úrgangsmálum, til dæmis hvað varðar að lágmarka urðun lífræns úrgangs og urðun heimilisúrgangs.“ Innleiðing á hringrásarhagkerfi Jóhannes segir að forsendan fyrir laga- breytingunum sé að greiða fyrir innleiðingu hring rásar hagkerfis. Breytingar nar hafi ýmsa aðra snerti fleti, eins og að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og vinna að sjálfbærni Íslands. Með því að farga úrgangi í stað þess að endurnýta hann tapist auðlindir sem annars væri hægt að nota. /smh Sjá nánar á bls. 20‑21. Urðunarbann á lífúrgangi 14 Bændur áhugasamir um jarðrækt og betri nýtingu áburðar 28 Plöntur, heilsa og hugur – Michael Pollan tekinn tali 30 Smáforrit sem mælir kolefnisbindingu trjáa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.