Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök sem rekin eru í þágu félagsmanna sinna, íslenskra bænda. Hlutverk þeirra er að gæta hagsmuna atvinnugreinarinnar og fylgjast grannt með afkomu bænda og rekstrarskilyrðum íslensks landbúnaðar. Á vettvangi samtakanna er alla jafna rætt almennt um fyrirætlanir stjórnvalda um að leggja íþyngjandi kvaðir á atvinnugreinina, svo sem hertar kröfur um aðbúnað, gjaldtöku og leyfisveitingar, enda hafa slíkar ákvarðanir óhjákvæmilega áhrif á framleiðslukostnað þegar til lengri tíma er litið. Þá skal á það bent að bændur eru í langflestum tilvikum verðþegar, enda hafa þeir sem hrávöruframleiðendur engin áhrif á verð á markaði. Bændur, líkt og aðrir atvinnurekendur og launafólk, hafa mikla hagsmuni af því að verðhækkanir séu með þeim hætti að verðstöðugleika sé ekki ógnað. Þannig er það mikilvægt að fram fari upplýst umræða um áhrifaþætti sem geta leitt til áskorana innan atvinnugreinarinnar, séu þeir til staðar. Það sætir því ákveðinni furðu þegar hagsmunasamtök stórkaupmanna berja sér á brjóst með forkólfum verkalýðshreyfinga þar sem óskað er eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir einhliða lækkun eða niðurfellingu tolla í þágu neytenda og launafólks þegar tollverndin er hluti af starfsskilyrðum landbúnaðarins og takmarkalaus innflutningur gæti vel kaffært þeirri starfsemi sem nú er stunduð úti um allt land. Þyngri róður og aukin fjárfesting Á vef Hagstofu Íslands má sjá að 2.987 manns eru starfandi í landbúnaði. Afleidd störf eru ívið fleiri. Á Hagstofuvefnum eru einnig birt rekstrar- og efnahagsyfirlit búa sem byggja á skattgögnum. Þar má sjá t.a.m. að launaliðurinn vegur minna í búfjárræktargreinunum, um 19- 20%, en í viðskiptahagkerfinu í heild, þar sem hann nemur 23%, en mun þyngra í garðyrkju, eða um 36%. Annar rekstrarkostnaður vegur þyngra í landbúnaði en í öðrum atvinnugreinum, en þar fellur undir sölukostnaður, stjórnunarkostnaður, húsnæðiskostnaður, viðhald og fleira. Þá verður ekki framhjá því litið að ýmsar ákvarðanir stjórnvalda hafa gert það að verkum að bændur hafa þurft að leggjast í viðamiklar breytingar á búrekstri sínum. Þannig má til dæmis nefna að samkvæmt skýrslu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins hefur kostnaður við endurnýjun húsa í svínarækt haft í för með sér aukinn kostnað upp á allt að 3 milljarða fyrir búgreinina og er þá ótalinn sá kostnaður sem fylgir töfum í regluverkinu, þ.e. í tengslum við umhverfimat, skipulagsmál og aðkeypta aðstoð sérfræðinga. Regluverkið og einföldun þess hefur þó í raun einungis verið slagorð sem gripið hefur verið til í aðdraganda kosninga, í öllu falli er undirrituðum ekki kunnugt um að slík vinna sé í farvatninu eða að það dragi brátt til tíðinda í þeim efnum. Það sem Sigmar Vilhjálmsson sagði En það er ýmislegt annað sem hægt er að gera til að efla atvinnugreinina. Leyfi ég mér hér að vísa til áhugaverðrar greinar frá Sigmari Vilhjálmssyni, samfélagsrýni og forstjóra Munnbitans, undir yfirskriftinni „Ríkisstjórnin á leik“ sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 20. janúar sl. Í grein sinni fer Sigmar yfir það hvernig hugsanlega væri hægt að koma í veg fyrir að launahækkanir skili sér út í hærra verðlag. Þannig leggur Sigmar til að ákjósanlegur kostur sem vert væri að staldra við væri leiðrétting á tryggingargjaldi, sem væri góð ráðstöfun og kæmi til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að sporna gegn verðhækkunum. Ég verð að segja að þetta telur undirritaður álitlegri og skynsamari leið, sem sannanlega myndi skila ábatanum beint til neytenda og launþega – án þess að fórna viðskiptahagsmunum Íslands þegar kemur að gerð tolla- og fríverslunarsamninga. Sami aðili hefur talað mikið um lítil og meðalstór fyrirtæki, sem ég tel að séu burðarásinn í atvinnulífinu á Íslandi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru skilgreind sem fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn með innan við 6,5 milljarða í ársveltu. Talið er að um 90% af öllum fyrirtækjum landsins, að einyrkjum meðtöldum, falli undir þessa skilgreiningu og þar á meðal eru bændur. Því sætir það ákveðinni furðu, líkt og ég minntist á hér í upphafi þessa leiðara, að verkalýðshreyfingin taki skortstöðu gegn einni atvinnugrein umfram aðrar. Er pláss fyrir fleiri? Áhugi ungs fólks á landbúnaði hefur aukist síðustu ár, og þá hefur meðbyr með landbúnaði aldrei verið meiri. Bændum hefur eftir sem áður farið fækkandi. Kjör bænda hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár og sérstaklega í tengslum við fordæmalausar hækkanir á aðföngum og áburði sem nú ætti að sjá jöfnun á. En þá velti ég því fyrir mér hvort landbúnaðarframleiðslan eigi eingöngu að fullnægja innlendum þörfum? Við hljótum að vera öll sammála um það að svo sé ekki. Því vitanlega er og verður ekki pláss í greininni ef það er einungis markmiðið að fullnægja innanlandsþörfum. Nauðsyn er á að fjölga störfum í landbúnaði, bú þurfa að stækka og eiga blönduð bú mesta möguleika til þess að auka við tekjur sínar. Það er okkar tækifæri til þess að sporna gegn því að atvinnugreinin þurfi að sæta því ítrekað að vera tekin út fyrir sviga. Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 11.900 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − LEIÐARI Áþreifanleikinn Ánægjulegt er að sjá afrakstur prent- miðlakönnunar Gallup sem birt var í síðustu viku. Í henni er mældur lestur síðasta ársfjórðungs 2022. Niður- stöðurnar sýna að Bændablaðið heldur sinni sterku stöðu sem langmest lesni fjölmiðill landsbyggðarinnar og á höfuð- borgarsvæðinu eflist blaðið jafnt og þétt. Þegar rýnt er í tölurnar má m.a. sjá að Bændablaðið hefur tekið fram úr dagblöðum landsins að ýmsu leyti, því þrátt fyrir að lestur prentmiðla sé almennt að minnka heldur miðillinn sínum trausta lesendahópi. Yngri lesendur eru að bætast í hóp dyggra og er það ekki síst vegna tilkomu Bændablaðsins á samfélagsmiðlum. Á undanförnum sex mánuðum hefur lestur á efni Bændablaðsins á vef þess, bbl.is, stóraukist. Heildarfjöldi lesninga (smella) á einstakar greinar hvern mánuð, miðað við birtingardag, hefur ríflega tvöfaldast. Endurgjöfin birtist einnig í mörg þúsund áhorfum á myndbönd sem við deilum gegnum samfélagsmiðla okkar – yngri landsmenn kunna greinilega að meta þá innsýn sem þeir fá í íslenskan landbúnað á þennan hátt. Sterkasta vígi okkar er þó eftir sem áður prentútgáfan því enn hafa þeir, sem lesa blöðin að jafnaði, þörf fyrir áþreifanlegt eintak. Miðað við niðurstöður prentmiðlakönnunarinnar eru að meðal tali þrír lesendur um hvert eintak Bændablaðsins. Efnistökin eru að stórum hluta tímalausir svo blaðið liggur lengi frammi á borðum landsmanna sem fletta því mörgum sinnum. Reynsla okkar er sú að upplag prentútgáfu blaðsins, sem kemur alla jafna út annan hvern fimmtudag, sé vanalega uppurið áður en helgin er liðin. Rúm 33.000 eintök rata um allt land á um 420 dreifingarstaði, í hvern einasta þéttbýliskjarna, á hvert lögbýli landsins og auk þess til áskrifenda. Við hyggjumst viðhalda dreifikerfi okkar á árinu, styrkja það og bæta í upplag ef þurfa þykir. Þeir sem vilja tryggja sér eintak er bent á að skrá sig í áskrift, en í því felst að greiða fyrir póstsendingu þótt eintakið sé frítt. Hærra póstburðargjald og hækkanir á pappírsverði sliga prentmiðla nú sem aldrei fyrr og endurspeglast það í fregnum af samdrætti í prentun og dreifingu annarra blaða. Það verður að teljast nokkuð skynsamlegt að fara yfir í dreifingarmódel keimlíkt því sem Bændablaðið hefur lagt upp með undanfarin ár. Þótt dreifingarstaðir séu þrjú hundruð færri en Bændablaðsins gefur útgáfufélag það út að slíkt dreifikerfi hafi snertiflöt við 85% þjóðarinnar. Sem er vel. Við túlkum aukinn lestur blaðsins á jákvæðan hátt, að umfjöllunarefni Bændablaðsins sé til þess fallin að landsmenn velji að viða að sér upplýsingar og þekkingu gegnum málgagnið. Snertiflöturinn er augljós; landbúnaður sem undirstöðuatvinnugrein landsins og afleidd starfsemi henni tengdri. Við byggjum á uppbyggilegum, innihaldsríkum skýringum og áhugaverðri fræðslu sem auðgar skilning lesenda á lífi og starfi víðs vegar um landið. Fjölbreytni er líka eitt af okkar meginstefi, enda er úr ótrúlegri flóru manna og málefna að moða þegar litið er undir yfirborðið. Í þessu tölublaði má t.d. lesa sér til um svínarækt, mjólkurframleiðslu, lífrænan úrgang, félagsstarf eldri borgara, hugvíkkandi efni, nautakjötsframleiðslu, kræklinga, veiruskitu, fiskiroðsleður, áhugaleikhús, örplast, gráþröst og skógarfuru, skyggnar konur, bjór, tómata, fiskeldi, Moldavíu og Nígeríu, höfrung, rafmagnsbíl, byggðasafn og bambusvörur svo fátt eitt sé nefnt. Njótið. Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri. Út fyrir sviga Guðmundur Benediktsson, frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd plægir með International dráttarvél. Myndin er tekin árið 1930. Mynd / Myndasafn BÍ GAMLA MYNDIN Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.