Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Landsliðið í dælum Brunn, skólp- og þróardælur ásamt öllum fylgihlutum, slöngum, börkum og festingum. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS LAUSNIR Á LAGER Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 og skilning á tilgangi verndaðra afurðaheita þeirra sýna mismikla þekkingu milli neytenda ESB landa, og gefa um leið vísbendingu um skilvirkni á viðkomandi mörkuðum. Þekking mælist t.d. hæst í Suður- Evrópu, 50-78% í Frakklandi, Spáni og á Ítalíu. Lægst mælist þekkingin 8-28% í Tékklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi og Hollandi. Samkvæmt Gallup mælingum á Íslandi, þar sem kynning á merkjunum hefur engin verið, þekkja samt 10-15% neytenda vernduð afurðaheiti og eru tilbúnir að greiða 10-15% meira fyrir merktar vörur. Þessir íslensku neytendur mælast einnig með í hærri hluta tekjuskalans. En mörg vernduð afurðaheiti njóta vaxandi vinsælda á íslenskum matvörumarkaði, en eru enn sem komið allar innfluttar. Sanngjarnt endurgjald fyrir bændur og framleiðendur Bændur og framleiðendur matar- og drykkjarvara geta fengið hærra verð og bætt tekjur sínar með því að halda fram virðisaukandi og aðgreinandi þáttum og nota vernduð afurðaheiti. Það þýðir auðvitað ekki að notkun verndaðra afurðaheita sé töfra- eða skyndilausn, því aðrir þættir á markaði ráða sem fyrr líka miklu. Svo sem efnahagsástand, meðaltekjur á viðkomandi markaði, framkvæmd stjórnsýslu og framkvæmd markaðsaðgerða viðkomandi verndaðs heitis. Rannsókn á verðmyndun verndaðra afurðaheita fyrir ESB (DG AGRI) 2019 sýndi að merktar vörur voru að jafnaði seldar á 2,07 sinnum hærra útsöluverði samanborið við ómerktar staðgönguvörur. Hærra söluverði fylgir alla jafna líka hærri framleiðslukostnaður sem þarf að taka tillit til þegar framlegð er metin. Reynsla bænda og framleiðenda Viðhorfsrannsóknir framleiðenda- hópa sameignarfélaga „Consortium“ um vernduð afurðaheiti sýna að skráning afurða hafði jákvæð áhrif á rekstur bænda og framleiðenda, samkvæmt svörun ríflega helmings, 52-54%. Árin 2010- 2017 var marktæk aukning í sölu afurða samanborið við ómerktar vörur, 1,7 sinnum meiri hjá vernduðum afurðaheitum mælt í magni, 46% merktra afurða báru magnaukninguna uppi. En 64% merktra afurða juku virði sitt á tímabilinu. Aðrir kostir sem bændur og framleiðendur tala um með þátttöku í kerfinu eru afar mikilvægir. 87% nefna bætta gæðastjórnun, 76% tala um betra aðgengi að markaði, 51% telja kerfið stuðla að auknu jafnvægi í verðmyndun, hafi jákvæð áhrif á verðteygni og stjórn á framboði á merktum vörum. Niðurstöður sem benda skýrt til þess að bændur sem vinna innan verndaðra afurðaheita njóti betri samningsstöðu en aðrir. Áhrif á dreifbýli Eitt markmiða verndaðra afurðaheita er að hafa bein jákvæð efnahagsleg áhrif á dreifbýli og stefnan hefur sýnt árangur með t.d. fjölgun starfa í dreifbýli, og sölu og virði afurða sem njóta verndarinnar. Reynslan sýnir að framleiðsla mikils meirihluta verndaðra afurðaheita skilar hærra hlutfalli vinnuafls á hverja framleidda magneiningu en í tilfelli staðgönguvöru á markaði. Verndin eykur tekjur fyrirtækja, gegn því að gæði séu sannarlega stöðluð og það eykur þörf fyrir hæft starfsfólk. M.ö.o., vernduð afurðaheiti styrkja samfélög og fyrirtæki í dreifbýli með auknum atvinnutækifærum. Sérstaða verndaðra afurðaheita kemur einnig afar sterkt fram í tilfelli beinnar sölu bænda til neytenda og ferðamanna í verslunum heima á sínu búi og eftir öðrum dreifileiðum. Eiga íslensk stjórnvöld að styðja notkun upprunamerkja? Auðvitað, hver úr ranni pólitíkur og stjórnsýslu vill ekki meiri tekjur í sameiginlega sjóði? Þegar íslensk stjórnvöld hafa innleitt lög, reglugerðir og gert milliríkjasamninga um upprunamerkingar til verndar landbúnaðar í Evrópu ber þeim einnig skylda til að skilja hvað hér hangir á spýtunni! Uppfræða hagaðila um kosti kerfisins jafnt sem ókosti og hvetja til notkunar þess. Frumframleiðendum og fyrirtækjum til gagns sem um leið getur aukið tekjur samfélagsins. Ég tel að vernduð afurðaheiti geti stórbætt afkomu margra frumframleiðenda og framleiðenda á Íslandi og haft jákvæð áhrif á atvinnuþróun í dreifbýli. En betur má ef duga skal því þekking á vernduðum afurðaheitum er enn afar takmörkuð hérlendis og stjórnsýsla í kringum þau í skötulíki. Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri á markaðssviði BÍ án vafa oft orsakavaldur. Í raun er eina skynsama lausnin við ágangsfé samvinna þeirra sem í hlut eiga. Það fylgja því skyldur bæði að eiga búfé og eiga land og á það bæði við þegar land er í landbúnaðarnotkun og nýtt til frístunda. Það leynist engum að þeim jörðum fjölgar sem teknar hafa verið úr hefðbundinni landbúnaðarnotkun og eru þess í stað nýttar til frístunda. Bændasamtökin hafa vakið athygli stjórnvalda á þessari þróun og meðal annars bent á að erfitt eða ómögulegt geti verið að ná fram markmiðum um fæðuöryggi þjóðarinnar þegar sífellt stærri hluti ræktanlegs lands er að fara úr landbúnaðarnotkun. Aðgangur að góðu ræktunarlandi er þannig ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja öfluga innlenda matvælaframleiðslu. En því má heldur ekki gleyma að úthaginn er þar einnig afar mikilvægur fyrir kjötframleiðslugreinar eins og sauðfjárrækt, hrossakjötsframleiðslu og nautgriparækt. Hilmar Vilberg Gylfason, yfirlögfræðingur Bændasamtaka Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.