Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 FRÉTTIR Gæði fyrir dýrin og þig! FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Skýrsluhald mjólkurframleiðenda fyrir árið 2022: Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt Stakkhamar 2 í Eyja- og Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin á Íslandi samkvæmt nýju uppgjöri Ráð gjafarmiðstöðvar landbúnaðarins úr skýrsluhaldi síðasta árs. Árið 2021 var búið í 13. sæti sama lista. Ábúendur á Stakkhamri 2 eru þau Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson. Árskýr þar eru 57,4 og skiluðu þær að meðaltali 8.910 kílóum hver, sem er tveimur kílóum meira en var á Búrfelli í Svarfaðardal þegar það var á toppi listans árið 2021. Það ár voru árskýr á Stakkhamri 58,1. Búrfell fellur niður í sjötta sæti Búrfell, sem var í efsta sæti listans fyrir árin 2020 og 2021, fellur niður í sjötta sæti með 8.374 kíló mjólkur eftir hverja árskú. Á síðasta ári fjölgaði þar árskúm úr 39,7 í 43,7. Annað afurðahæsta kúabú landsins er Dalbær 1 í Hruna­ mannahreppi, en það var fjórða árið 2021. Á síðasta ári skilaði búið 8.672 kílóum að meðaltali á hverja árskú, en þeim fækkaði á milli ára úr 65 í 60,3. Göngustaðir í Svarfaðardal stökkva einnig hátt á listanum, frá 16. sæti árið 2021 í þriðja sætið í fyrra. Að meðaltali skilaði búið 8.596 kílóum mjólkur að meðaltali á hverja árskú, sem voru 61,6 í fyrra en 60,9 árið 2021. Fata mjólkaði mest Fata 2106 var nythæsta kýr landsins árið 2022 en hún er á búi Gunnbjörns ehf. í Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi, undan Sjarma 12090, og móðurfaðir hennar er Þrymur 02042. Hún mjólkaði 14.739 kg en hún bar sínum fimmta kálfi 29. janúar á síðasta ári. Hæsta dagsnyt Fötu á árinu var 55,6 kg, en Fata er fædd í júní 2015. Meðalinnlegg jókst nokkuð en búum fækkar Kúabúum fækkaði um sextán á síðasta ári og voru í árslok 496 sem leggja inn mjólk. Fjögur bú til viðbótar hættu framleiðslu í byrjun þessa árs. Meðalbústærð á síðasta ári var 51,2 árskýr, var árið á undan 50 árskýr. Meðalinnlegg á bú jókst nokkuð á milli ára og var 298.655 kg á síðasta ári, samanborið við 288.088 árið á undan. Af núlifandi kúm hefur Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík skilað mestum æviafurðum, eða 102.557 kg Þröstur Aðalbjarnarson og Laufey Bjarnadóttir á Stakkhamri 2. Heimild: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Fata, á búi Gunnbjörns ehf. í Gunnbjarnarholti, mjólkaði mest. Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Mynd / Aðsendar Nautakjötsframleiðslan 2022: Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri Samkvæmt niðurstöðum Ráð- gjafar miðstöðvar land búnaðarins (RML) úr skýrslu haldi nauta- kjötsframleiðslunnar fyrir síðasta ár var þyngsta ungneytið sem slátrað var á árinu 502,2 kg, naut nr. 1204 í Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Sama naut náði einnig hröðustum vexti ársins, eða 729,5 grömm á dag sem þykir afar hraður vöxtur. Skýrsluhaldið nær til 126 búa og þar af holdakýr af erlendu kyni á 96 búum. Heildarframleiðslan á þessum búum nam um 885 tonnum, sem er 201 tonni meira en árið 2021. Þessi bú framleiða nálægt 18 prósenta alls nautgripakjöts á landinu, en yfirlitið nær ekki yfir þær holdakýr sem eru á búum þar sem mjólkurframleiðsla er. „Segja má að stærstu tíðindin í kjötframleiðslunni séu þau hve innflutningur erfðaefnis úr Angus frá Noregi er að skila góðu. Það má best sjá á því að synir þeirra nauta raða sér á toppinn, bæði hvað varðar fallþunga og vaxtarhraða. Notkun þessa erfðaefnis býður því upp á áður óþekkt tækifæri fyrir íslenska nautakjötsframleiðslu,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML. Nautið númer 1204 í Nýjabæ var holdablendingur, 63 prósent Angus, 33 prósent íslenskur og 4 prósent Limousine, undan Vísi­ET 18400 en honum var slátrað við 22 mánaða aldur og flokkaðist hann í UN U+3­. Í yfirlitinu kemur fram hversu holdablendingarnir skara fram úr hvað varðar þyngd og vaxtarhraða, einkum og sér í lagi synir yngri Angus­ nautanna frá einangrunarstöðinni á Stóra­Ármóti. „Það er mjög eðlilegt að gripir af kynjum sem hafa verið ræktuð m.t.t. vaxtar og kjötgæða, taki þeim gripum sem eingöngu eru ræktaðir til mjólkurframleiðslu fram. Þetta ætti hins vegar að vera þeim sem stunda framleiðslu nautakjöts mikil hvatning til þess að nýta það erfðaefni sem nú stendur til boða úr gripum fæddum á einangrunarstöðinni á Stóra­Ármóti. Þetta eru gripir sem hafa til að bera meiri vaxtargetu og kjötgæði en gömlu Angus­ og Limousine­gripirnir, auk þess sem þeir voru valdir m.t.t. mæðraeiginleika. Þeir sem halda holdakýr ættu því eindregið að notfæra sér sæðingar ef nokkur kostur er,“ segir í yfirliti Guðmundar og Sigurðar Kristjáns sonar, starfsmanna RML. /smh Sjá nánari umfjöllun um niðurstöður skýrsluhalds RML í nautakjötsframleiðslunni á blaðsíðum 58–59. Afurðahæstu kúabúin á Íslandi 2022 - meðalnyt á hverja kú Bú Skýrsluhaldarar Árskýr Mjólk á árskú Fita á árskú % Prótein á árskú % 370132 Stakkhamar 2 Laufey og Þröstur 57,4 8.910 4,27 3,4 871077 Dalbær 1 Dalbær 1 ehf. 60,3 8.672 3,83 3,45 650228 Göngustaðir Göngustaðir ehf. 61,6 8.596 4,19 3,4 870624 Stóru-Reykir Gísli og Jónína 53,9 8.507 4,14 3,36 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 26 8.477 4,41 3,34 650221 Búrfell Guðrún og Gunnar 43,7 8.374 4,23 3,56 570508 Daufá Efemía og Egill, Daufá 51,2 8.264 4,07 3,45 861037 Syðri-Hamrar 3 Guðjón og Helga 41,1 8.250 4 3,53 871024 Skipholt 3 Sæludalur ehf. 54,7 8.245 4,25 3,37 860292 Stóra-Mörk 1 Merkurbúið sf 39,9 8.146 4,1 3,44 Nythæstu kýrnar á Íslandi 2022 Kýr Faðir Ársafurðir Prót. yfir árið % Fita yfir árið % Bú Félag 1665491-2106 Fata 12090 Sjarmi 14.739 3,29 3,4 870909 Skáldabúðir 2 Skeiða- og Gnúpverjahr. 0797 Stella 1441011-0494 Bessi 13.651 3,19 4,04 550104 Tannstaðabakki V-Hún. 1112 11051 Roði 13.578 3,3 3,49 871058 Hrepphólar Hrunamanna 0273 Snotra 08041 Sigurfari 13.569 3,23 4,49 651150 Ytri-Villingadalur Saurbæjarhr. 1639761-0882 Ófeig 11023 Skalli 13.485 3,52 3,58 870650 Stóra-Ármót Hraungerðishr. og Ölfuss við síðustu áramót. Hún er fædd 9. apríl 2004 og hefur borið 11 sinnum. Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd er þar næst á eftir með 100.097 kg við nýliðin áramót. Hún er fædd 14. ágúst 2009 og hefur borið 10 sinnum. /smh Sjá nánari umfjöllun um uppgjör skýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslu á blaðsíðum 56‑57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.