Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 64

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Öll gætum við sennilega aukið fiskneyslu okkar, en hún hefur mikið dregist saman hjá Íslendingum á undanförnum áratugum og um leið þekking á því hvenær ársins er rétt að leita eftir ákveðnum tegundum og vörum, svo hollustan sé nú ekki einu sinni nefnd. Persónulega finnst mér úrval í íslenskum fiskbúðum vera afar takmarkað, oft bara 5-6 tegundir af fiski í boði, plús auðvitað allar sósurnar frá þýska eða hollenska fyrirtækinu sem gjarnan er sullað yfir. Er ekki rannsóknarefni að úrval í fiskverslunum þjóða sem eiga mun minna undir fiskveiðum í afkomu sinni en við, sé oft tvöfalt eða þrefalt meira en hér? Samt er gott að sjá að einhverjir muna enn eftir árstíðunum, en í hafinu bjóða árstíðir mismunandi afurðir eftir tíma árs og gæðamun á mörgum fisktegundum. Nú og fram í mars er eini tíminn fyrir þorskhrogn sem eru algjört lostæti. Eldri kynslóðin heldur tryggð við hefðina og veit að þennan stutta tíma eru hrognin í boði og eldar þau oftast með soðningu af þorski eða ýsu, nú eða t.d. þorskkinnum, en kinnfiskur er að margra mati besti hlutinn af fiskinum. Margir nota með ögn af þorsklifur og kúttmaga. Svo er ágætt að muna að allur fiskur er bragðmeiri og safaríkari ef hann er eldaður með beinunum, rétt eins og kjöt. En það er líka hægt að gera mun fleira með þetta góða hráefni sem vonandi höfðar til breiðari aldurshóps. Allt er gott með smjöri segja Frakkar og það gleymdist langt í frá í þessum uppskriftum, og ekki vantar heldur rjómann. Fyrst er tillaga að forrétti með þorsk- hrognum, fyrst soðin varlega, síðan brúnuð á pönnu og borin fram með brúnuðu smjöri, lauk, kapers, sítrónu og steinselju. Brúnað smjör kallast hnetusmjör „beurre noisette“ á frönsku og hefur ljúfan hnetukeim sem á vel við flestan fisk. Þorskkinnar sem við eldum á beini grunar mig að eigi sér færri aðdáendur ár frá ári vegna vanþekkingar, kinnarnar eru frábær matur sem við berum fram með smjörsósu og rjómasoðnum blaðlauk auk kartaflna. Steikt þorskhrogn með brúnuðu smjöri Forréttur fyrir fjóra 400 g þorskhrogn 1 l vatn 1 ½ tsk. salt 2 msk. edik 1 lárviðarlauf 4-5 hvít piparkorn 2 msk. olía 30 g smjör Þorskhrogn, soðin og pönnusteikt Setjið vatn edik og krydd í pott og sjóðið upp á, slökkvið undir og látið kólna niður í 60-70 °C. Skolið hrognin í köldu vatni, setjið í pottinn og látið vera á lágum hita, undir suðu í um 30 mínútur, eða þar til þau stífna. Fyrir þá sem eiga kjarnhitamæli er tilvalið að nota hann og miða við 60-70 °C vatnshita. Kælið eftir suðu, skerið í 2 cm þykkar sneiðar, léttsteikið á pönnu á báðum hliðum í olíu og smjöri og berið fram með brúnuðu smjöri. Fyrir þá sem vilja spreyta sig á eldun í sous vide vatnsbaði, mæli ég með 30-40 mínútum á 55 °C, munið að salta og krydda hrognin fyrir eldunina. Brúnað smjör með skallottulauk, kapers, sítrónu og steinselju 300 g smjör 3-4 skallottulaukar, fínt saxaðir 3 msk. kapers 2 msk. fersk steinselja, söxuð 1 sítróna Salt Setjið smjörið í góðan þykkbotna pott á meðalhita, fylgist vel með og passið að brenni ekki! Eftir nokkrar mínútur má búast við að freyði í smjörinu sem er merki um að það sé á réttri leið. Skoðið reglulega hvort smjörið hefur dökknað, það má verða gullinbrúnt og hafa mildan hnetukeim, en það er mjög stutt þaðan yfir í brunalykt og brunabragð. Þegar þið teljið smjörið tilbúið bætið lauk, kapers og steinselju í. Rífið ögn af sítrónuberki yfir og smakkið til með sítrónusafa og salti. Brúnað smjör má geyma vikum saman í kæli, og nota eftir þörfum. Soðnar þorskkinnar með rjómasoðnum blaðlauk, smælki og smjörsósu Aðalréttur fyrir fjóra 12 þorskkinnar á beini 1 stór blaðlaukur 3 dl rjómi 800 g kartöflur Salt Sítróna Þorskkinnarnar mega vera ferskar eða léttsaltaðar, við suðuna þarf bara að huga að saltmagni eftir því hvort verður fyrir valinu. Setjið þorskkinnar í stóran pott, bætið köldu vatni við svo fljóti yfir, saltið eftir þörfum og setjið á meðalhita. Þegar vatnið hitnar, passið að láta ekki sjóða í pottinum, heldur haldið hitastiginu undir suðu í um 10-12 mínútur og takið svo úr pottinum. Kartöflur eru soðnar þar til mjúkar. Skerið blaðlauk í fína strimla og leggið í kalt vatn til að skola sand og mold burt, sigtið og þerrið. Sjóðið rjóma niður um helming, bætið blaðlauk við og sjóðið í 2-3 mínútur. Smakkið til með salti og sítrónusafa. Smjörsósa 3-4 skallottulaukar, saxaðir gróft 2 hvítlauksrif, söxuð gróft 2 msk. olía 1 msk. hvítvínsedik 2 dl hvítvín 2 dl rjómi 300 g smjör, kalt og skorið í bita Salt 3 msk. graslaukur, fínt saxaður Sítróna Setjið pott á meðalhita, bætið olíu, lauk og hvítlauk í og mýkið í olíunni í 3-4 mínútur. Hellið ediki í pottinn sjóðið niður, hvítvíni er því næst bætt við og soðið niður um helming. Hellið rjómanum í og sjóðið niður um helming. Takið af hita og pískið smjöri saman við. Smakkið til með salti og sítrónusafa, bætið graslauk í rétt áður en rétturinn er borinn fram. Á Árbakka búa hjónin Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, tengdadóttur og dætrum þeirra í góðu yfirlæti og reka m.a. útflutningsfyrirtækið Hestnes, sem hefur flutt út hesta í yfir þrjátíu ár. Býli: Árbakki. Staðsett í sveit: Í gömlu Landsveit, nú Rangárþingi ytra. Ábúendur:Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason ásamt syni sínum, Gústafi Ásgeiri Hinrikssyni og sambýliskonu, Jóhönnu Margréti Snorradóttur og tveimur dætrum þeirra, Huldu Sif, þriggja ára og Ásu Malen, eins árs. Hér höfum við búið síðan 1. júní 2005, bráðum 18 ár. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við búum í sitthvoru húsinu, við tvö hjónin og barnafjölskyldan í öðru. Svo eru hundurinn Líra og kötturinn Nebbi líka til heimilis á Árbakka. Stærð jarðar? Jörðin er um 300 hektarar, þar af um 45 hektarar ræktað land. Mest graslendi, eitthvað votlendi, grasgefið og gott beitiland fyrir hross. Gerð bús? Hér eru eingöngu hross, hryssur og folöld, tryppi í uppeldi og svo hross í hesthúsi í þjálfun fyrir sýningar og keppni sem og í söluferli. Að auki rekum við hrossaútflutningsfyrirtækið Hestvit ehf. sem hefur flutt út hross síðan 1989 og verið stórt á þeim markaði. Það hefur flutt yfir 12.500 hross úr landi á þessum tíma. Fjöldi búfjár og tegundir?Á Árbakka eru ca 150 hross samanlagt, í hesthúsi og utandyra. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er gefið í hesthúsinu kl. 7.30. Svo hefst vinnan í hesthúsinu, það þarf helst að hreyfa öll hross á hverjum virkum degi, sem tekur drjúgan tíma. Að auki þarf að gefa útigangi og dytta að því sem mögulega bilar. Við kennum mikið, svo það kemur hingað fólk með hestana sína í reiðkennslu auk þess sem við förum erlendis að kenna, öll fjögur. Flestar vikur ársins er hrossaútflutningur, þá fer Hulda til Reykjavíkur og gerir þau hross klár. Svo koma erlendir og íslenskir hestakaupmenn að skoða hross hingað. Hestamannamótin taka einnig góðan tíma, bæði æfingar og keppnin sjálf. Svo það er sjaldan tími til að láta sér leiðast. Og svo auðvitað ræktunarstúss, koma hryssum undir stóðhesta, taka á móti hryssum sem koma hingað undir okkar hesta, klippa hófa, gefa ormalyf og allt sem hrossahaldi fylgir. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er gaman þegar folöldin fæðast á vorin og líka þegar verið er að keppa á hestum og uppskeran er góð. Leiðinlegast er þegar hross veikjast, slasast eða deyja, hryssur missa fyl og svo framvegis. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum ekki fyrir okkur miklar breytingar í rekstrinum sjálfum en planið er að yngra fólkið taki smám saman meira yfir. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Held að stutta svarið sé ostur og Pepsi Max. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ætli það sé ekki nautasteik með tilheyrandi, helst lund úr góðri kjötbúð, annaðhvort héðan af Hellu eða úr bænum. Eða beint frá býli. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við byggðum reiðhöll hér á Árbakka og tókum í notkun 2015. Það var alger bylting í vinnuaðstöðu og í dag nauðsynlegt til að vera samkeppnishæfur í þjálfun og keppni hrossa. Ætli það verði ekki að teljast mjög eftirminnilegt. Árbakki BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Hafliði Halldórsson haflidi@icelandiclamb.is Vannýtt hráefni úr hafinu Jóhanna Margrét og Bárður frá Melabergi, Íslandsmeistarar í fjórgangi 2021 og 2022 og sigruðu einnig fjórganginn á Landsmóti 2022. Mynd / Jón Björnsson Fjölskyldan á Árbakka haustið 2021, þarna vantar tvö yngstu barnabörnin sem fæddust árið 2022. Loftmynd af Árbakka, tekin snemma vors 2022. Hinrik sýnir gæðingshryssuna Telmu frá Árbakka á Landsmóti 2022. Mynd / Jón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.