Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 57

Bændablaðið - 26.01.2023, Qupperneq 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   TRAUST FASTEIGNASALA 464 9955 byggd@byggd.iswww.byggd.is SKIPAGATA 16 ◊ OPIÐ KL. 9-17 FÖS 9-16 ◊ FASTEIGNASALAN BYGGÐ VÍÐIGERÐI Í EYJAFJARÐARSVEIT Til sölu er jörðin Víðigerði í Eyjafjarðarsveit í um 16 km aksturs- fjarlægð frá Akureyri. Á jörðinni stendur stórt einbýlishús á þremur hæð- um, hlaða, votheysturn, fjós sem var fyrst byggt árið 1967 og viðbygging frá 2008. Lítið alifuglahús, fjárhús og hlaða við það sem stendur efst og nyrst af byggingunum. Einnig eru þar tvær véla og verkfærageymslur, neðst bygginga á jörðinni. Stærð jarðar er talin vera um 200 ha. og af því ræktað land um 50 hektarar Jörðinni fylgir um 235 þús l. mjólkurkvóti, nú 45 mjólkandi kýr og 40 aðrir gripir í uppeldi Tæki sem fylgja skv. tækjalista sem má nálgast með því að hafa samband á skrifstofu Kýrnar þar mjólkuðu 8.477 kg/ árskú. Hraunháls sker sig úr að því leyti að þar er að finna básafjós með rörmjaltakerfi. Sjötta afurðahæsta bú ársins 2022 var svo bú Guðrúnar Marinósdóttur og Gunnars Þórs Þórissonar á Búrfelli í Svarfaðardal en það skipaði efsta sæti þessa lista árin 2020 og 2021. Á nýliðnu ári skiluðu kýrnar á Búrfelli 8.374 kg/árskú en á búinu er nýlegt legubásafjós með mjaltaþjóni. Þessum búum til viðbótar náðu tíu bú yfir 8.000 kg meðalafurðum eftir árskú eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Það er einu búi færra með yfir 8 þús. kg meðalafurðir en á árinu 2021. Fata 2106 hjá Gunnbirni ehf. mjólkaði allra kúa mest Nythæsta kýr landsins árið 2022 reyndist vera Fata 2106 á búi Gunnbjörns ehf. í Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi, undan Sjarma 12090 og móðurfaðir hennar er Þrymur 02042. Fata mjólkaði 14.739 kg með 3,40% fitu og 3,29% próteini. Burðartími hennar féll nokkuð að almanaksárinu en hún bar sínum fimmta kálfi 29. janúar 2022. Hæsta dagsnyt Fötu á nýliðnu ári var 55,6 kg og hún var enn í yfir 45 kg að áliðnu sumri eða um mánaðamót ágúst og september. Nú um áramótin var dagsnytin komin í 28 kg sem verður að teljast harla gott, 11 mánuðum eftir burð. Fata er fædd í júní 2015 og bar fyrsta kálfi 7. október 2017. Skráðar æviafurðir hennar voru 56.924 kg um síðustu áramót og á yfirstandandi mjólkurskeiði eru afurðir hinar sömu og ársafurðirnar eða 14.739 kg mjólkur. Önnur í röðinni á nýliðnu ári var Stella 797 á Tannstaðabakka við Hrútafjörð, undan Bessa 494 og því sonardóttir Myrkva 14007. Stella mjólkaði 13.651 kg á árinu með 4,04% fitu og 3,19% próteini. Hún bar sínum öðrum kálfi 22. desember 2021. Hæsta skráða dagsnyt Stellu var 45,3 kg og um nýliðin áramót var hún enn í kringum 20 kg. nyt. Stella fæddist 14. október 2018 og átti sinn fyrsta kálf 26. nóvember 2020. Skráðar æviafurðir við lok síðasta árs voru 20.575 kg mjólkur. Þriðja í röðinni árið 2022 var kýr númer 1112 í Hrepphólum í Hrunamannahreppi, undan Roða 11051 og móðurfaðir er Slagur 14082. Þessi kýr mjólkaði 13.578 kg á árinu með 3,49% fitu og 3,30% próteini en sínum öðrum kálfi bar hún 20. febrúar 2022. Hæsta dagsnyt hennar var 51,3 kg og hún var enn í 37,4 kg dagsnyt um síðustu áramót. Þetta er ung kýr, fædd á nýársdag 2019 og fyrri kálf sinn fram að þessu átti hún 14. febrúar 2021. Skráðar æviafurðir hennar um síðustu áramót voru 22.660 kg. Fjórða nythæsta kýrin var Snotra 273 í Villingadal í Saurbæjarhreppi hinum forna í Eyjafirði. Snotra telst orðið til heldri kúa, fædd í nóvember 2010 og er því á sínum 13. vetri. Hún bar fyrsta kálfi 22. janúar 2013 og sinn 9. kálf eignaðist hún 22. janúar á nýliðnu ári. Nyt hennar á árinu var 13.569 kg með 4,49% fitu og 3,23% próteini. Snotra er dóttir Sigurfara 08041 og móðurfaðir er Ljúfur 05040. Hún fór hæst í 54,0 kg dagsnyt á árinu 2022 og skráðar æviafurðir hennar um áramótin voru 76.661 kg. Fimmta afurðahæsta kýrin að þessu sinni var Ófeig 882 á Stóra- Ármóti í Flóa, dóttir Skalla 11023 en móðurfaðir hennar var Bolti 09021. Ófeig er fædd 17. október 2018 og átti sinn annan kálf þann 16. nóvember 2021. Fyrsta kálfi bar hún 5. október 2020. Ófeig mjólkaði 13.485 kg á síðasta ári og hæsta skráða dagsnyt hennar var 47 kg. Um nýliðin áramót var hún enn í 25,6 kg dagsnyt. Nú um áramótin hafði Ófeig skilað samtals 24.038 kg mjólkur. Alls skiluðu 158 kýr afurðum yfir 11.000 kg og þar af 45 yfir 12.000 kg. Árið 2021 náðu 143 kýr nyt yfir 11.000 kg. Tvær kýr í hóp 100 tonna kúa Á árinu 2022 náðu tvær kýr þeim sjaldséða árangri hérlendis að mjólka 100 þús. kg mjólkur á æviskeiðinu. Sú fyrri er Gullbrá 357 á búi Þorleifs Kristins Karlssonar á Hóli á Upsaströnd. Gullbrá er fædd á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal í apríl 2004 en var seld að Hóli sem smákálfur. Þessi kýr er dóttir Hvítings 96032 og móðurfaðir er Klinton 1513611-0921 Búandasonur 95027. Gullbrá bar fyrst í október 2006 og ellefta sinni í júní á nýliðnu ári. Um áramótin síðustu stóðu æviafurðir Gullbrár í 102.557 kg. Hún er ákaflega sterkbyggð og endingargóð kýr, hlaut á sínum tíma 85 stig í útlitsdómi. Undir lok ársins eða á u.þ.b. þriðja í jólum mjólkaði Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd sínu 100 þúsundasta kg mjólkur og hafði um áramótin náð æviafurðum upp á 100.096 kg, Bleik er fædd 14. ágúst 2009 undan Grána 1528871- 0890 Hersissyni 97033 og Stássu Uppgjörssvæðin eru nú 6 í því uppgjöri sem við birtum Fjöldi Afurðir Uppgjörssvæði Bú - árslok 2022 Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú Vesturland 370132 Stakkhamar 2 Laufey og Þröstur 57,4 8.910 Vestfirðir 460128 Hvammur Ólöf og Valgeir 38,0 7.706 Norðurland vestra 570508 Daufá Efemía og Egill, Daufá 51,2 8.264 Norðurland eystra 650228 Göngustaðir Göngustaðir ehf. 61,6 8.596 Austurland 761412 Núpur Björgvin Rúnar Gunnarsson 113,2 7.637 Suðurland 871077 Dalbær 1 Dalbær 1 ehf. 60,3 8.672 Afurðahæstu kúabúin eftir landshlutum. Uppgjörssvæðin eru nú sex. Nythæstu kýrnar Árið 2022 Árs- Prót- Kýr Faðir afurðir ein Fita Bú 1665491-2106 Fata 12090 Sjarmi 14.739 3,29 3,40 870909 Skáldabúðir 2 0797 Stella 1441011-0494 Bessi 13.651 3,19 4,04 550104 Tannstaðabakki 1112 11051 Roði 13.578 3,30 3,49 871058 Hrepphólar 0273 Snotra 08041 Sigurfari 13.569 3,23 4,49 651150 Ytri-Villingadalur 1639761-0882 Ófeig 11023 Skalli 13.485 3,52 3,58 870650 Stóra-Ármót 1601161-0555 Lúsý 09003 Gustur 13.251 3,36 3,76 770190 Flatey 614 359 13.246 3,37 4,32 761412 Núpur 1665491-2131 Bella 13011 Jörfi 13.212 3,48 3,75 870909 Skáldabúðir 2 0775 Ísey 10081 Úranus 13.204 3,25 3,96 860326 Skíðbakki 2466 Bettý 2164 13.138 3,25 3,63 860718 Lambhagi 0928 Skvísa 818 13.127 3,14 3,26 560112 Brúsastaðir 0912 Valkyrja 0803 Blámi 13.070 3,60 3,73 570930 Efri-Ás 1461571-0481 Harpa 10081 Úranus 13.035 3,09 4,13 570624 Réttarholt 2457 Hríð 15040 Gnýr 13.033 3,36 4,01 860718 Lambhagi Hér er svipuð tafla og fór í Bændablaðið í tengslum við uppgjörið 2020 og 2021, hérna birtast kýr fyrir ofan 13.000 kg. nyt. Afurðahæstu kýrnar árið 2022. Hér birtast kýr fyrir ofan 13.000 kg. nyt. Bú þar sem meðalnyt var yfir 8.000 kg/árskú árið 2022 Fjöldi Afurðir Bú Skýrsluhaldarar árskúa kg/árskú 370132 Stakkhamar 2 Laufey og Þröstur 57,4 8.910 871077 Dalbær 1 Dalbær 1 ehf. 60,3 8.672 650228 Göngustaðir Göngustaðir ehf. 61,6 8.596 870624 Stóru-Reykir Gísli og Jónína 53,9 8.507 370179 Hraunháls Guðlaug og Eyberg 26,0 8.477 650221 Búrfell Guðrún og Gunnar 43,7 8.374 570508 Daufá Efemía og Egill, Daufá 51,2 8.264 861037 Syðri-Hamrar 3 Guðjón og Helga 41,1 8.250 871024 Skipholt 3 Sæludalur ehf. 54,7 8.245 860292 Stóra-Mörk 1 Merkurbúið sf 39,9 8.146 871114 Drumboddsstaðir 1 Jórunn og Jón 62,2 8.105 550104 Tannstaðabakki Guðrún og Óskar 49,9 8.075 871022 Kotlaugar Kotlaugar ehf. 61,3 8.044 770190 Flatey Birgir Freyr og Vilborg Rún 182,7 8.016 370103 Snorrastaðir 2 Snorrastaðabúið slf. 47,6 8.007 650720 Stóri-Dunhagi Stóri-Dunhagi ehf 36,5 8.005 Hér eru bú með 8.000 kg. meðalnyt á árskú og þar yfir, eins og í uppgjörsyfirlitinu í Bændablaðinu fyrir árin 2020 og 2021 Búin sem ná 8.000 kg eftir árskú eru 16 en voru 17 árið 2021 Afurðahæstu mjólkurbúin árið 2022. Búin sem náðu 8.000 kg eftir árskú eru sextán en voru sautján árið 2021. 873 Stássadóttur 04024. Bleik hefur borið tíu sinnum, síðast í janúar 2022 og hún á tal núna í apríl n.k. Núverandi Íslandsmet í æviafurðum á Mókolla 230, dóttir Snarfara 93018, á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, 114.635 kg. Ár breytinga Árið 2022 hlýtur að teljast ár breytinga í íslenskri nautgriparækt. Tekið var í notkun svokallað erfðamengisúrval en með því er horfið frá afkvæmaprófunum á nautum og nautin koma til notkunar á grunni arfgerðargreininga. Þessi breyting þýðir að þau koma til fullra nota strax og þau fara að gefa sæði u.þ.b. 13-14 mánaða gömul. Ekki þarf að fjölyrða um hvílík bylting þetta er og hvað erfðaframfarir munu aukast stórkostlega, einkum með styttra ættliðabili. Áfram er og verður þó skýrsluhaldið kjölfestan sem allt ræktunarstarf byggir á. Með erfðamengisúrvali er reyndin sú að gott og vel fært skýrsluhald er mikilvægara en nokkru sinni áður en tenging arfgerðanna við raunveruleg gögn er það sem skapar matið eða spána um hið raunverulega kynbótagildi gripanna. Þarna liggja því tækifæri til þess að gera enn betur, bæta reksturinn og hagræða svo um munar. Gott skýrsluhald er grunnur að góðri bústjórn og einn mælikvarði á gæði skýrslnanna er t.d. mjólkurnýting. Með því er átt við það hlutfall af framleiddri mjólk samkvæmt skýrslum sem skilar sér sem innvegin mjólk. Því miður er í mörgum tilfellum of mikill munur þarna á og alveg ljóst að allmörg bú geta bætt sitt skýrsluhald og/eða rekstur með því að minnka þennan mun. Þetta á við um bæði þau bú sem skipa efstu sæti afurðalistanna og þau sem neðar eru. Munum að gott skýrsluhald er gulli betra! Mjólkurframleiðendum öllum, en ekki síst ábúendum á Stakkhamri á Snæfellsnesi, Gunnbjarnarholti í Eystrihreppi, Hóli á Upsaströnd og Gautsstöðum á Svalbarðsströnd óskum við til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum gott samstarf á nýliðnu ári. Guðrmundur Jóhannsson og Sigurður Kristjánsson, starfsmenn RML. www.bbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.