Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lagði fram þingmál um lögleiðingu lyfjahamps á sínum tíma. „Þegar ég fór með málið í þingsal voru móttökurnar ótrúlega dræmar og nánast engin þekking til staðar og skilningurinn á málinu samkvæmt því og þingfulltrúar á móti því án þess að gefa sér tíma til að skoða það nánar.“ Halldóra segir að í framhaldinu hafi hún á þeim tíma sannfærst um að hugmyndin um lögleiðingu lyfjahamps væri vonlaus barátta og í framhaldinu hafi hún snúið sér að því að fá CBD lögleitt. Viðhorf fólks að breytast „Ég setti mig í þá baráttu og að fá það löglegt að rækta iðnaðarhamp og hugsaði með mér að það væri fyrsta skrefið. Í dag finnst mér að viðhorf fólks hafi breyst og því mögulega kominn tími til að taka málið aftur á dagskrá. Upprunalega tillaga mín um lögleið- ingu lyfja- hamps gekk út á að almenningur mætti rækta hann til einkanota en það þótti ansi langt gengið. Persónulega er ég enn á þeirri skoðun. Jurtir og lyf sem geta reynst okkur vel og hafa lækningargildi og lina þjáningar eiga að vera almenningi aðgengileg. Ég tel að á sama tíma sé það glæpsamlegt ef við erum of sein að bregðast við ákalli fólks um aðgengi að úrræðum sem gætu reynst þeim vel.“ A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Lögleiðing lyfjahamps mögulega aftur á dagskrá „Það sem hefur komið fram á ráðstefnunni er lýðheilsumál og vekur hjá mér von ef rannsóknirnar standast. Auk þess sem það getur orðið verulegur efnahagslegur ábati af betri meðferðunum,“ segir Lovísa Ólafsdóttir viðskiptafræðingur. „Ég geri fastlega ráð fyrir og held reyndar að ráðstefnan sé nú þegar búin að opna fyrir aukna umræðu hér á landi um möguleika hugvíkkandi efna til lækninga þegar kemur að geðsjúkdómum og ekki síst þunglyndi og alvarlegum áföllum. Á ráðstefnunni hefur komið fram að ef niðurstöður rannsóknanna standast megi búast við að meðferðartími sjúklinga styttist og sé það rétt er af því verulegur efnahagslegur ábati. Hér er fólk úr öllum stigum samfélagsins, heilbrigðisgeiranum, prestar, viðskiptageiranum og frá lögreglunni að kynna sér málið og þá möguleika sem eru í boði.“ Lovísa Ólafsdóttir viðskiptafræðingur. Vekur von „Skoðanir mínar á umfjöllunarefni ráð- stefnunnar litast af bakgrunni mínum,“ segir Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, sem tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni og setti fram skoðanir sínar á ákveðinn hátt. „Ég hef starfað í fimmtán ár í stjórnsýslunni hér á landi og þar áður í fimm ár hjá Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni og þar sem ég hætti um áramótin get ég leyft mér að tala nokkuð frjálslega um skoðanir mínar.“ Fundur með Compass Pathways Fyrir tveimur árum átti sér stað hér á landi samtal við Compass Pathways, sem vinnur að rannsóknum á sílósíbín til lækninga. „Ég og félagi minn buðum fulltrúum félagsins hingað og þeir funduðu meðal annars með Lyfjastofnun, formanni geðlæknafélagsins, DeCode, heilsugæslunni og fóru á fund forsetans og forsetafrúarinnar. Hugmyndin var að fá Compass Pathways til að setja af stað slíka rannsókn hér á landi. Því miður varð ekkert úr því.“ Ný reglugerð nauðsynleg Ein af þeim spurningum sem Héðinn varpaði fram í pallborðsumræðu á ráðstefnunni var hvað þyrfti til svo að þessi efni yrðu leyfð í lækningaskyni. Bændablaðið spurði Héðin sömu spurningar og hvað þyrfti til að þau yrðu leyfð hér á landi í sama tilgangi. „Það sem þarf til, eins og staðan er í dag, er að fara með í gegn reglugerð sem heilbrigðisráðherra og ráðuneyti hans er tilbúið með og beðið er með að fari inn á samráðsgáttina. Tillagan kemur til með að vera þar í tilsettan tíma og fá komment og síðan fer hún fyrir þingið og verði hún samþykkt opnast mögulega fyrir notkun í samúðarskyni, til dæmis í tilfellum alvarlegs krabbameins. Önnur leið er að bæta mögulega við einhverjum tilraunaverkefnum inn í geðheilbrigðisáætlun sem liggur fyrir heilbrigðisráðherra og þarf helst að fara fyrir ráðherranefnd, fjármála-, heilbrigðis-, félagsmála- og forsætisráðherra, um samræmingu mála. Þar þarf tillagan að fá umfjöllun og fjármagn og helst þarf að bæta við hana einhverjum tilraunaverkefnum í þessum fræðum. Í þriðja lagi þurfum við að bíða eftir að heimurinn klári þessar rannsóknir og komi þessu í gegn og að lyfjaeftirlit samþykki notkun efnanna og það eru enn tvö til þrjú ár í það. Að mínu viti er ekki lengur spurning um hvort þessi lyf verða leyfð, heldur hvenær, enda gríðarleg framþróun sem á sér stað í rannsóknum á þessi sviði.“ Ekki hvort, heldur hvenær? Héðinn Unnsteins- son, formaður Geðhjálpar. Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni voru dr. Ben Sessa, dr. Will Siu og dr. Rick Doblin. Ben Sessa sagði að að hans mati væri eitt það besta við þessa ráðstefnu að hún væri sú fyrsta af sínu tagi á Íslandi og að það gerði hana og það sem gerðist í framhaldinu gríðarlega spennandi. „Hér er um að ræða frumkvöðlastarf og það liggur í loftinu hugmynd um að hér sé eitthvað nýtt, spennandi og að það skipti máli um leið og það vekur vonir. Ég átti, ásamt nokkrum öðrum, fund með fulltrúum stjórnvalda og lögreglunnar. Aðilarnir hlustuðu á það sem við höfðum að segja, spurðu góðra spurninga en pössuðu sig á að tjá sig ekki mikið sjálfir. Slíkir fundir með ráðamönnum eru sjaldgæfir og fundurinn vekur von um breytta stefnu stjórnvalda og vilja til breytinga.“ Fjórða sinn sem ég heimsæki Ísland „Ég var mjög spenntur fyrir ráðstefnunni og að koma til Íslands,“ segir Will Siu. Þetta er í fjórða sinn sem ég heimsæki landið og það á sér sérstakan stað í hjarta mínu enda hluti af þroskaferli mínum. Það er eitthvað verulega sérstakt og kraftmikið við landið og fólkið og fólkið er fylgið sér á jákvæðan hátt. Í mínum huga er Ísland land nýrra hugmynda og breytinga.“ Will segist vera sannfærður um að hugvíkkandi efni eigi eftir að hafa í för með sér gríðarlega breytingar á því hvernig við meðhöndlum geðsjúkdóma í náinni framtíð. „Ráðstefnan sýnir, svo að ekki verður um villst, að hugmyndir fólks eru að breytast og að framtíðin er björt.“ Aukinn kraftur í umræðuna Rick Doblin segist ekki efast um að ráðstefnan eigi eftir að hafa gríðarleg áhrif á umræðuna hér á landi og annars staðar í heiminum. „Ég var einn þeirra sem sat fund með fulltrúum stjórnvalda og við ræddum meðal annars um hvernig hægt væri að koma með leiðbeinendur til Íslands til að þjálfa í meðferð með hugvíkkandi efnum. Fulltrúarnir á fundinum voru jákvæðir og sýndu meðal annars mikinn áhuga á því sem Sarko Gergeria lögreglufulltrúi hafði að segja og eftir fundinn finnst mér að á Íslandi ríki skilningur á því að það þarf að gera eitthvað róttækt til að fólk fái þá bestu þjónustu sem völ er á. Mitt mat er að ráðstefnan muni hleypa auknum krafti í umræðuna um hugvíkkandi efni og á sama tíma leiði hún af sér auknar rannsóknir.“ Dr. Rick Doblin, dr. Will Siu og dr. Ben Sessa voru með erindi á ráðstefnunni. Frumkvöðlastarf og breytingar „Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í mjög alvarlegu ásigkomulagi,“ segir dr. Haraldur Erlendsson geðlæknir, „stór hluti fólks sem þarf á þjónustu að halda fær hana en þrátt fyrir það svarar hluti þess fólks ekki meðferð og á hreint út sagt ömurlegt líf.“ Haraldur segir að komin séu fram á sjónarsviðið lyf, MDMA og sílósíbín sem eru örugg, ekki eitruð og ekki ávanabindandi. „Rétt notkun á þessum lyfjum er hreinlega að valda byltingu í líðan fólks frá því að vera með áratuga þunglyndi í að vera í lagi. Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnunni er nýlokið síðustu rannsóknunum á virkni MDMA á áfallastreitu í Bandaríkjunum og verður efnið komið á markað þar eftir rúmt ár.“ Haraldur lærði í Bretlandi og rak þar í sjö ár þjónustu fyrir konur með alvarlega áfallastreitu, auk þess sem hann hefur starfað á heilsuhælinu í Hveragerði og rekið eigin stofu. „Í framhaldinu á að vera hægt að bjóða fólki sem á við geðraskanir að stríða upp á nýja gerð af meðferð, nánast kraftaverkameðferð, og ekki lengur stætt á því að veita alvarlega veiku fólki ekki þjónustu. Mín skoðun er því sú að við verðum að hefja þessa meðferð sem fyrst og til þess að það sé hægt þarf að gera breytingar. Helst vil ég sjá að þessi svokölluðu ofskynjunarlyf eða hugvíkkandi efni hverfi af lista yfir ólögleg efni. Í öðru lagi þurfum við að fá leyfi til að meðhöndla fólk með þeim og við bíðum eftir að fá ráðleggingu frá landlækni um undanþágumeðferðir, enda nú þegar til staðar hér á landi meðferðaraðilar og geðlæknar sem geta sinnt slíkum tilfellum. Ef allt gengur vel er vel mögulegt að hefja þessar meðferðir hér á þessu ári.“ Örugg, ekki eitruð eða ávanabindandi Dr. Haraldur Erlendsson geðlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.