Bændablaðið - 26.01.2023, Side 7

Bændablaðið - 26.01.2023, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 LÍF&STARF Þeir eru heldur betur hressir öðlingarnir hér á myndunum, en félagsstarf þeirra er lokið hafa lífskafla sínum á vinnumarkaði er afar virkt víða um landið. Til dæmis eru heil fimmtíu og fimm félög einungis ætluð þeim er orðnir eru sextíu ára og þar yfir. Ferðalög, lestur bóka, líkamsrækt, kórastarf, dansleikir og ýmiss konar vinna handverks er meðal þess sem hægt er að taka sér fyrir hendur enda nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni og njóta (félags)lífsins. Hér fáum við að líta á brot af starfsemi félaga eldri borgaranna okkar landshorna á milli – og má með sanni segja að þeim leiðist síður en svo! /SP Úr Vísnakveri Rósbergs Guðnasonar Snædal, sem ég kynnti lesendum í síðasta vísnaþætti, verða næstu stökur teknar. Sumar þeirra hef ég örugglega ekki birt áður. Vísurnar einkennir sá knappi stíll, fá orð en falleg samfella sem einkenndi flestar vísur skáldsins úr Laxárdalnum. Vísurnar bera yfirskrift frá hendi skáldsins: Upp og ofan: Oft hef ég notið yndis hér, yfir flotið skerin. Oft hef ég brotið illa’ af mér, oft hefur hnotið merin. Manvísa: Lýsa hvarmaleiftrin blá, léttir harmi mínum. Lífsins varma leggur frá ljósum barmi þínum. Eftirköst: Herðalotinn, haldinn geig, heim í kotið fer ég. Nú er þrotin nautnaveig, niðurbrotinn er ég. Glæður: Sæll í móðu Sónar-víns syng ég óð til kvenna. Inn í hlóðum hjarta míns heitar glóðir brenna. Bisnessmaður: Innilegið auraþý aðra flegið hefur. Svikatreyju sýslar í, sápuþveginn refur. Kvöld: Voga strýkur blíður blær, burtu víkur tregi. Friður ríkir fjær og nær, fögrum lýkur degi. Sigling: Bátur þekkir bólstað sinn, blys þótt ekki logi. Litli hrekkjalómurinn lenti í Snekkjuvogi. Heimilið: Konan öllu illu hótar, undir tekur sifjalið. Karlinn dauðadrukkinn blótar. Drottinn blessi heimilið.- Slys: Detta hlýt eg, Drottinn, hér, dyggða- þrýtur -veginn. Syndin ýtir eftir mér inn á vítateiginn. Í sveita þíns andlits....: Meðan eitruð Mammonsþý moða í reitum sínum, brauðsins neyti’ ég aðeins í andlitssveita mínum. Um gengið skáld, Svein Hannesson: Yfir hrjóstur oft þig bar, ýmsa slóstu brýnu. Stífur gjóstur stökunnar stóð frá brjósti þínu. Staka: Sárið grær, en svíður þó, sorgir ljær og kvíða. Tækifæri í tímans sjó tapast ærið víða. Örlög: Réðu fornar rúnir þar, reiði norna hlaut ég. Öll á morgni ævinnar af mér hornin braut ég. Neisti í ösku: Þennan fund ég muna má, mæddur stundar sorgum. Lítil tundur logað fá lengi í hrundum borgum. Leikslok: Varð mér heldur dropinn dýr, dómsins hrelldur bíð ég. Eftir kveldsins ævintýr undir feldinn skríð ég. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Jólabingóstjórarnir frá Dalvíkurbyggð, þau Herdís Geirsdóttir og Sigurjón Pálsson. Hér má sjá félagskonur í Félagi eldri borgara Eyjafjarðarsveitar. Sitjandi er Guðrún Finnsdóttir, Elísabet Skarphéðinsdóttir, Helga Björg Haraldsdóttir, Hanna Jóhannedóttir og Sveinbjörg Helgadóttir. Þær stöllur eru staddar uppi á Helguhóli við Grund í Eyjafirði í einni af gönguferðum félagsmanna. Það er glatt á hjalla í Húnaþingi vestra. Meistararnir Guðmundur Jóhannesson, Haraldur Pétursson og Ásbjörn Guðmundsson leika fyrir dansi á 120 manna þorrablóti Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra þann 21. janúar sl. Joachim B. Schmidt, höfundur bókarinnar Kalmann, kynnir verk sitt í Breiðabliki, félags- heimili þeirra eldri borgara Raufarhafnar. Hlustað er af athygli enda gerist sögusvið Kalmanns í Raufarhöfn. Stöllurnar Erna, Lóa, Heiða og Dóra sitja við spilamennsku í Strandasýslunni. Garðabæjarskvísur í leikfimi eins og þeim einum er lagið. Snæfellsbæjarrokkararnir, þeir Páll Mortensen, Reynir Rúnar Reynisson og Magnús Höskuldsson spila á jólahlaðborði Félags eldri borgara þar í bæ í desember sl. við taumlausa gleði og aðdáun viðstaddra. Einbeitingin er nauðsynleg í henni Reykjavík, enda getur eitt skref í vitlausa átt orðið til falls. Ljósmyndari myndarinnar, Einar S. Einarsson, fangar einbeitingu augnabliksins með miklum sóma. Í Rangárvallasýslu er upplagt að spila svolítið golf og ræða heimsmálin þar í bland. Á Ísafirði er gengið hægt um gleðinnar dyr, enda óþarfi að vera með nokkurn asa. Þau Jóhann Þ. Bjarnason á Auðólfsstöðum og Ásgerður Pálsdóttir á Geitaskarði sitja hér við kvöldverð á Hótel Ísafirði er félagið var í skemmtiferð um Vestfirðina á dögunum. Hveragerðisdömurnar Þyrnirósir, þær stöllur Anna Jórunn Stefánsdóttir, Jóna Einarsdóttir og Hólmfríður Kristín Kristjánsdóttir, standa fyrir skemmtun á árshátíð eldri borgara við ákafann fögnuð gesta. Félagsstarf landshorna á milli

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.