Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Enn um veiruskitu Veiruskita er bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum sem orsakast af kórónaveiru (bovine coronavirus, BCoV). Mótefnamæl­ ingar hafa sýnt að sýking er mjög algeng í mjólkur­ kúahjörðum hér­ lendis og blossar veikin upp á m i s m u n a n d i svæð um á landinu nokkuð reglulega. Gengur nú alvarleg bylgja yfir í Eyjafirði. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Smit berst mjög auðveldlega með fólki, dýrum og ýmsum hlutum, s.s. skófatnaði, múlum, fatnaði, tækjum, bifreiðum o.s.frv. Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Meðgöngutíminn er yfirleitt 2­8 dagar, en getur í einstökum tilfellum verið lengri. Gripir veikjast mismikið og eru gripir í kringum burð og gripir í hárri nyt líklegastir til þess að veikjast mikið. Gripir skila frá sér smitefni frá því 2 dögum fyrir sýnileg einkenni og í allt að 3 vikur frá því einkenni sjást. Þekkt er að sumir gripir verða krónískir smitberar sem skila frá sér smitefni óreglulega í fleiri vikur. Mikilvægt er að bændur efli sóttvarnir á búum sínum, dragi úr flutningi gripa og tækja milli búa og lágmarki umgengni utanaðkomandi fólks. Nota ætti hlífðarfatnað og stígvél búsins eða einnota skó­/ stígvélahlífar. Tæki sem notuð eru á búinu þarf að þrífa og sótthreinsa, áður en þau eru notuð á öðrum búum. Nauðsynlegt er að kýrnar hafi góðan aðgang að drykkjarvatni og salti. Gott er að vatnið sé ekki ískalt, heldur ca 10 °C. Vökvameðferð, ýmist í æð eða um munn, getur reynst nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir ofþornun. Vakta þarf kýr sem veikjast í kringum burð og bregðast strax við doðaeinkennum. Einnig þarf að vera vel vakandi gagnvart byrjunareinkennum júgurbólgu og annarra bakteríusýkinga. Sums staðar erlendis þar sem þessi veira veldur alvarlegum einkennum og miklu tjóni (t.d. miklum kálfadauða) eru bóluefni notuð en virkni þeirra er takmörkuð og ekki langvarandi. Enn sem komið er eru engin virk bóluefni til við veiruskitu, auk þess sem þekking okkar á stofnafjölbreytileika er takmörkuð. Virkar smitvarnir, hreinlæti og aðgerðir til að draga úr smitdreifingu og magni á búunum þegar veiruskita er í gangi eru sterkustu vopnin. Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun. Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir. Veiruskitan smitast með saur frá sýktum nautgripum og þá sérstaklega full­ orðnum gripum. Smit getur einnig borist með slími frá nösum. Smit berst aðallega milli gripa með saurmenguðu fóðri. En allir saurmengaðir hlutir í umhverfi gripanna geta verið uppspretta smits. Smit berst aðallega milli hjarða með þjónustuaðilum nautgripabúa svo sem sæðingamönnum, mjólkurbílstjórum, mjólkureftirlitsmönnum, dýralæknum og öðrum þeim sem eru á ferðinni milli fjósa, t.d. klaufskurðarmönnum, ráðu­ nautum og viðgerðarmönnum. Nýir gripir í fjósi geta einnig borið með sér smit. Breytingar í veðri hafa áhrif, – hitastigs­ og þrýstingsbreytingar. Lélegt fóður hefur einnig áhrif. Meira um Parainfluensu í nautgripum Eins og fram kom í grein sem birt var hér á heimasíðunni og í Bændablaðinu síðastliðið haust greindist Bovine Parainfluensa 3 veira í fyrsta sinn snemma haustið 2022 á einum bæ á Norðausturlandi. Þar höfðu kýr verið veikar af veiruskitu, en voru á sama tíma með einkenni frá öndunarfærum sem ekki pössuðu við hina venjulegu sjúkdómsmynd veiruskitu. Kýrnar voru að veikjast af skitu í annað sinn á einu ári, sem er óvanalegt. Þær urðu mun veikari í seinna skiptið og sýndu eins og áður segir einkenni frá öndunarfærum á sama tíma. Um var að ræða þurran hósta, mæði við áreynslu og blóðnasir. Einkennin fóru yfir allt fjósið en minna virtist vera um blóðnasir hjá kálfunum. Tekin voru sýni úr 6 kúm á bænum og sá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum um að senda sýnin til erlendra rannsóknarstofa í viðeigandi rannsóknir miðað við sjúkdómseinkenni. Sýnin voru öll neikvæð m.t.t. mótefna gegn smitandi slímhúðarpest (BVD), smitandi barkabólgu (IBR (BHV1)) og smitandi öndunarfærabólgu (BRSV) en 5 sýni af 6 voru jákvæð hvað varðar mótefni gegn Bovine Parainfluensa 3 virus (BPIV3). Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunarfærasýkingu í nautgripum. BPIV3 er landlæg í nautgripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru algengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mótefni í gegnum brodd. Sýkingin er yfirleitt væg. Helstu einkenni eru hiti, nefrennsli og þurr hósti. Í kjölfar BPIV3 sýkingar geta komið önnur smitefni, sem valda mun alvarlegri einkennum. Ekki varð vart við nein alvarlegri einkenni í kjölfar sýkingarinnar á umræddum bæ og hafa gripirnir allir náð sér og eru einkennalausir. Þegar ofangreind niðurstaða barst var ekki vitað hvort um væri að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran væri dreifð í kúastofninum. Veiran veldur oftast vægum einkennum og sýking getur því hafa farið það dult að ekki hafi orðið vart við hana. Helst er álitið að BPIV3 veiran hafi náð sér á strik á umræddum bæ vegna þess, að hún var til staðar í gripahópnum og að kýrnar höfðu orðið fyrir ónæmisbælingu við ítrekaðar sýkingar með coronaveirunni sem veldur veiruskitu. Til þess að komast að því hversu útbreidd þessi veira er í íslenska nautgripastofninum voru rúmlega 70 sýni send til rannsóknar á haustmánuðum. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að veiran finnst nú þegar í öllum landshlutum. Er því litið svo á að um sé að ræða dulda, landlæga sýkingu sem almennt er ekki að valda veikindum í nautgripum hérlendis. Miðað við umrætt tilvik virðist ákveðin ónæmisbæling vera forsenda þess að sýkingin magnist upp og fari að valda sjúkdómseinkennum. Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár, Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir í NA-umdæmi, bæði hjá Matvælastofnun. Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir. Ólafur Jónsson. Heilbrigðar kýr í fjósi. Mynd / ghp Veiruskita: Sóttvarnir á alla bæi Berglind Kristinsdóttir, bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, vakti máls á alvarleika veiruskitunnar sem gengur yfir landið með innleggi á Facebook í vikunni. Hún sagði í samtali við Bændablaðið að samanlagt tjón á fjórða degi væri minnst ein milljón króna, en þá var faraldurinn ekki genginn yfir. Hún kallar eftir að allir bændur taki sóttvarnir alvarlega. Með myndunum sem Berglind deildi vildi hún sýna bændasamfélaginu hversu alvarleg veiruskitan er og koma af stað umræðu um viðbrögð. „Erum við raunverulega að fara að gera ráð fyrir svona í rekstraráætlunum kúabúa landsins?“ spyr Berglind, en henni finnst ekki eðlilegt að veiruskita sé árlegur viðburður á hverju búi – jafnvel oftar. „Við erum kannski komin á þann tímapunkt að við þurfum að vera með sambærilegar sóttvarnir á sem flestum bæjum. Ég mun verða mér úti um þær eftir þessa bylgju en það er erfitt að verja sig með einhverjum bökkum og göllum því hún berst með tækjum og tólum líka. Við þurfum að lifa með þessari veiru, en spurningin er; hvernig ætlum við að umgangast hana og passa upp á hvert annað? Það þarf meira upplýsingaflæði og frekari rannsóknir,“ segir Berglind. Landslagið breytt „Það er annað landslag í fjósum landsins en fyrir tíu árum. Þú ert að fá verktaka, þjónustumenn fyrir róbótinn og aðra, þannig að það er meiri umgangur í kringum kýrnar en var.“ Smitrakning sé sérlega erfið þar sem umferð utanaðkomandi er mikil. „Ég get engan veginn sagt til um það hvernig veiran kom til okkar.“ Fyrstu einkennin voru samdráttur í mjólkurframleiðslu og minnkað kjarnfóðurát sem Berglind sá í yfirliti fjóstölvunnar. Að hálfum sólarhring liðnum byrjuðu kýrnar að fá drullu. Fyrstu kýrnar veiktust 17. janúar og segir Berglind að fjórum dögum síðar hafi komið önnur bylgja og enn fleiri gripir sýkst. Á sjötta degi, þegar flestar kýrnar voru sjúkar, hafði meðalnyt bæjarins dregist saman um 37% miðað við það sem var fyrir faraldur. Á flestum bæjum hafa komið faraldrar veiruskitu áður. Berglind segir pestina sem gengur yfir núna vera umtalsvert svæsnari en þær sem hún hefur kynnst. „Það var blóð í drullunni, það kom blóðhlaup úr grönunum og þú ert að heyra hósta. Það tala fleiri um að það sé meira af þessum einkennum núna,“ segir Berglind. Töpuðu allri lyst Bændurnir hafa þurft að kalla til dýralækni í nokkur skipti, en önnur viðbrögð hafa verið að gefa kúnum þurran hálm til að róa vömbina og auka aðgengi að saltsteinum og steinefnum. Einnig slökktu þau á kjarnfóðurbásunum þegar þær voru sem veikastar þar sem kýrnar höfðu tapað allri lyst. „Þær verða þrútnar í kringum augun, með köld eyru og kaldar á síðunni,“ segir Berglind um líkamleg einkenni mjólkurkúnna. „Maður fann til með þeim. Þær voru svo þreyttar, lágu, voru ámátlegar og þung þögn var yfir fjósinu.“ Hún óttast að nokkrar kýr gætu þróað með sér júgurbólgu. Getur leitt til dauða Berglind hefur heyrt af veiru­ faröldrum á mörgum bæjum í kringum sig og að sýkingin hafi sums staðar leitt kýr til dauða. Á Hrafnagili hefur engin kýr drepist að svo stöddu, en þar sem faraldurinn er ekki genginn yfir og eftirköstin óljós, vildi Berglind ekki hrósa happi enn sem komið er. „Við erum búin að fá dýralækni í sumar kýrnar tvisvar – og við erum bara að bíða og vona að þær hjarni við,“ en hún segir umræddar kýr hafa verið mjög stutt frá burði og afar viðkvæmar fyrir. /ÁL Berglind Kristinsdóttir. Alvarleg bylgja bráðsmitandi veiruskitu gengur nú yfir í Eyjafirði. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum. Blóð í grönum er meðal einkenna. Mynd / Berglind Kristinsdóttir Í DEIGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.