Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Undir árslok 2018 var byrjað að birta uppgjör fyrir nautakjöts- framleiðsluna og nær það uppgjör til þeirra búa þar sem haldnar eru holdakýr. Enn er þetta yfirlit þó þeim annmörkum háð að niðurstöður ná ekki yfir þær holdakýr sem eru á búum þar sem um er að ræða mjólkur- f r a m l e i ð s l u . Þetta hefur sína kosti og galla. Kosturinn er sá að uppgjörið tekur til sérhæfðra búa með holdakýr en gallinn er á hinn bóginn sá að ekki eru allar holdakýr með í uppgjörinu. Skýrsluhald nautakjötsfram- leiðslunnar árið 2022 nær til 126 búa og þar af er að finna holdakýr af erlendu kyni á 96. Búunum fjölgar um fjögur milli ára en búum þar sem er að finna holdakýr ef erlendu kyni fjölgar um fimm. Kýr á þessum búum voru við uppgjör ársins 3.352 talsins, sem er fjölgun um 191 kú frá árinu áður. Meðalfjöldi kúa á búi var 26,6 samanborið við 25,9 árið áður og reiknast þessar kýr yfir í 25,9 árskýr á bú en þær voru 23,7 árið 2021. Alls var um að ræða 2.910 burði á þessum búum á árinu 2022 sem jafngildir 0,87 burðum/kú. Þetta er fjölgun um 341 burð og samdráttur um 0,06 burði á kú milli ára. Kjötframleiðsla og flokkun ársins 2022 Heildarframleiðsla ársins á þessum 126 búum nam um 885 tonnum sem er aukning um 201 tonn milli ára. Þetta þýðir að þessi bú framleiða nálægt 18% alls nautgripakjöts á landinu. Meðalframleiðsla á bú var 7.023 kg en heildarfjöldi slátraðra gripa var 3.557. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 5.607 kg og 2.639 gripir. Meðalfallþungi kúa frá þessum búum var 214,0 kg, en hann reyndist 216,5 kg árið áður og meðalþungi ungneyta var 257,8 kg en þau vógu til jafnaðar 267,6 kg 2021. Til jafnaðar var ungneytunum fargað 727,8 daga gömlum eða 11,3 dögum yngri að meðaltali en á árinu 2021. Þetta jafngildir vexti upp á 335,6 g/dag, sé reiknað út frá fallþunga, en sambærileg tala frá fyrra ári var 347,6 g/dag. Til samanburðar var slátrað 10.166 (9.556) ungneytum á landinu öllu sem vógu 251,5 (255,6) kg að meðaltali við 747,7 (750,6) daga aldur. Tölur innan sviga eru frá 2021. Þessi sérhæfðu bú sem yfirlitið nær til ná því gripunum heldur þyngri við lægri aldur að jafnaði eins og verið hefur undanfarin ár. Heilt yfir eru ungneyti léttari en árið áður enda alin heldur færri daga. Ef litið er á flokkun gripanna var meðalflokkun ungneyta á þessum búum 5,5 (5,6) á meðan meðalflokkun ungneyta yfir landið er 4,7 (4,6). Flokkun er því mun betri til jafnaðar á sérhæfðu búunum, rétt eins og árið áður. Rétt er að hafa í huga að meðalflokkun er reiknuð þannig að flokkunum er gefið tölugildi þar sem P = 2, O = 5, R = 8, U =11 og E = 14. Meðalgripurinn á búunum í yfirlitinu er því nálægt því að flokkast í O. Frjósemi Á árinu 2022 fæddust 2.910 kálfar á sérhæfðu kjötframleiðslubúunum og reiknast meðalbil milli burða 465 (452) dagar. Bil milli burða er því nálægt 15,5 mánuðum sem er töluvert lengra en svo að meðalkýrin nái einum burði á ári. Framleiðsla nautakjöts með holdakúm verður tæpast arðbær hérlendis nema að þessi þáttur taki breytingum til batnaðar. Við þetta bætist að hlutfall dauðfæddra kálfa við 1. burð er 16,7% (16,2%), 5,5% (5,0%) við aðra burði og vanhöld frá 0-6 mánaða 3,4% (3,0%) þannig að fjöldi kálfa til nytja verður töluvert langt innan við kálf á kú á ári. Tölur í svigum hér eru frá fyrra ári. Sæðingum á þessum búum fækkar aðeins frá fyrra ári og eru þær undantekning en ekki regla. Þannig voru sæddar 512 kýr á árinu 2022 samanborið við 551 kú árið áður. Hlutfall sæddra kúa lækkar því í 15,3% úr 17,4%. Af þessum 512 sæddu kúm voru 292 af erlendu kyni. Til jafnaðar voru kýrnar sæddar 1,3 (1,4) sinnum og að meðaltali liðu 104,3 (121,0) dagar frá burði til 1. sæðingar. Þær kýr sem eru sæddar þetta löngu eftir burð munu ekki bera með 12 mánaða millibili en þó hafa mál færst til betri vegar hvað þetta snertir. Tilkoma Angus-sæðis frá Naut- griparæktarmiðstöð Íslands jók notkun sæðinga milli 2020 og 2021 en nú virðist ákveðnum toppi náð. Spurningin er hvort notkun sona Angus-sæðinganautanna og þeirra sjálfra heima á búunum hefur ekki orðið umtalsverð áhrif. Hlutfall fæddra kálfa undan sæðinganautum nær ekki nema 18,7% en hefur þó hækkað umtalsvert milli ára en á árinu 2021 var hlutfall þeirra 15,3%. Það er þó ljóst að erfðaefnið úr Angus nær meiri dreifingu en þessar tölur segja til um enda hlýtur greinin að horfa til meiri vaxtarhraða, betri flokkunar auk betri móðureiginleika. Við val nauta fyrir fósturvísaflutningana frá Noregi hefur verið horft sérstaklega til þessara þátta enda hafa þeir hvað mest áhrif á afkomu greinarinnar. Ef framleiðsla nautakjöts með holdakúm á að verða arðbær hérlendis verður að gera verulegt átak varðandi frjósemi og notkun sæðinga. Bil milli burða er alltof langt en grundvallarforsenda þess RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni 2022 Sigurður Kristjánsson. Guðmundur Jóhannesson. Þyngsta ungneytið sem slátrað var á árinu var naut nr. 1204 í Nýjabæ undir Eyjafjöllum. Þessi gripur var holdablendingur, 63% Angus, 33% íslenskur og 4% Limousine, undan Vísi-ET 18400 sem hér sést ásamt Jóni Erni Ólafssyni, bónda í Nýjabæ, í hópi kúa. Mynd / ghp Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nautgriparæktin Sími 516 5000 - www.rml.is Skýrsluhald í nautakjötsframleiðslu desember 2022 Uppgjör fyrir síð. 12 mán. Vesturland og Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra og Austurland Suðurland Landið allt Fjöldatölur Fjöldi búa með kýr til kjötframleiðslu 25 36 20 45 126 Fjöldi búa með holdakýr af erl. kyni 19 28 18 31 96 Fjöldi kúa 733 895 397 1.327 3.352 Meðalfjöldi kúa á bú 29,3 24,9 19,9 29,5 26,6 Árskýr á bú 31,1 24,3 18,7 27,3 25,9 Fjöldi burða 552 782 325 1.251 2.910 Meðalfjöldi burða á bú 22,1 21,7 16,3 27,8 23,1 Fjöldi 1. kálfs kúa 175 275 130 368 948 Fjöldi kvígna eldri en 24 mán 244 147 59 291 741 Endurnýjunarhlutfall 23,9 30,7 32,7 27,7 28,3 Hlutfall kúa með förgunarástæðu 98,5 100,0 98,1 97,4 98,3 Kjötframleiðsla síð. 12 mán. Fjöldi slátraðra gripa 890 884 555 1.228 3.557 Hlutfall með sláturgögn 98,3 93,6 94,2 91,8 94,2 Meðalframleiðsla á bú 8.341,3 6.707,9 6.751,5 6.663,0 7.022,9 Meðalþungi Kýr 208,1 225,2 213,0 210,9 214,0 Ungneyti 239,6 284,8 250,0 255,3 257,8 Meðalflokkun Kýr 4,1 4,4 3,1 3,6 3,8 Ungneyti 5,0 6,4 4,8 5,7 5,5 Meðalaldur við slátrun Kýr 1.745,1 2.557,4 2.798,5 2.096,7 2.229,1 Ungneyti 726,1 751,7 732,7 708,2 727,8 Vaxtarhraði, g/dag 309,4 364,2 321,7 341,3 335,6 Öll bú Ungneyti 12 - 30 mán. Fjöldi 1.716 1.809 2.843 3.798 10.166 Meðalflokkun 4,3 5,4 4,3 4,8 4,7 Meðalþungi 232,8 270,2 254,4 248,9 251,5 Meðalaldur 746,7 762,2 741,4 745,9 747,7 Tafla 1: Ársuppgjör nautakjötsframleiðslunnar 2022, Heimild og töflur / Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins Heilsufar síð. 12 mán. Hlutfall með sjúkdómaskráningu 28,3 1,0 10,8 6,6 10,1 Kýr Fjöldi sjúkdómstilfella á árskú 0,1 0,0 0,0 0,0 0,0 Bráðadauði/slys, hlutfall 0,5 0,2 0,5 1,9 1,0 Kálfar Hlutf. dauðra og dauðf. við 1. burð 9,9 21,4 12,2 17,7 16,7 Hlutf. dauðra og dauðf. aðrir burðir 3,1 4,4 7,3 6,9 5,5 Hlutf. dauðra á 1-180 daga 2,9 3,3 6,5 2,8 3,4 Frjósemi síð. 12 mán. Fjöldi fæddra kálfa 552 782 325 1.251 2.910 Bil milli burða 452 433 448 498 465 Aldur við 1. burð 32,5 26,8 29,6 29,8 29,6 Fjöldi sæðinga 73 174 101 333 681 Fjöldi sæddra kúa 48 141 80 243 512 Fjöldi sæddra holdakúa 16 67 57 152 292 Sæðingar á kú 1,5 1,2 1,3 1,4 1,3 Dagar frá burði til 1. sæðingar 109,6 97,7 131,9 97,2 104,3 Hlutfall kálfa undan sæðinganautum 8,9 19,9 20,3 21,7 18,7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.