Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 FRÉTTIR Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna slíkar veiðar, þrátt fyrir alþjóðlegt veiðibann sem gekk í gildi þann 1. janúar í gegnum alþjóðasamning sem Ísland er aðili að. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þá gerðu Íslendingar og Bretar fyrirvara við þá breytingu á flokkun tegundarinnar í verndarflokk, sem leiddi til veiðibannsins. Aukinheldur er tegundin stjörnumerkt í samningnum, sem þýðir að þrátt fyrir veiðibann þá eru veiðar heimilaðar svo framarlega sem þær eru sjálfbærar og í samræmi við alþjóðlega stjórnunar- og verndaráætlun. Vinna við áætlunargerð að hefjast Í ráðuneytinu er að hefjast vinna við gerð slíkrar áætlunar í samstarfi við Breta. Til að tryggja að veiðar séu áfram heimilaðar meðan á gerð áætlunarinnar stendur var gerður fyrirvari við breytinguna og með því veittur meiri sveigjanleiki. Umræddur alþjóðasamningur, Agreement on the Conservation of African-Eurasian Migratory Waterbirds (AEWA), er ætlað að vernda afrísk-evrasíska vatnafugla sem eru farfuglar. Á fundi AEWA síðastliðið haust lögðu fulltrúar Bretlands til að grágæsin yrði stjörnumerkt og fulltrúar Íslands studdu það ásamt Evrópusambandinu. /smh Grágæs: Ekkert veiðibann á döfinni Alþjóðlegt veiðibann á grágæs hefur tekið gildi, en veiðar verða þó áfram leyfðar á Íslandi. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa – Kúabændur sækja í aðra starfsemi samhliða mjólkurframleiðslu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kúabúa sem tóku þátt í verkefninu „Rekstur kúabúa 2019–2021“ og birt helstu meðaltöl á vef sínum. Staðan er viðkvæm miðað við nýjar tölur um rekstrarárið 2021 og útlit fyrir verri niðurstöður vegna ársins 2022, sérstaklega fyrir þau bú sem eru mikið skuldsett og með háan breytilegan kostnað. Vegna mikilla breytinga í rekstrarumhverfi síðasta árs er ætlun RML nú að birta milliuppgjör, í síðasta lagi í apríl, út frá gögnum 50 kúabúa að lágmarki. Miklar aðfanga- og stýrivaxtahækkanir Kristján Óttar Eymundsson, verkefnisstjóri hjá RML, segir að skuldahlutfall búanna hafi heldur lækkað á árinu 2021 og einnig vaxtagjöld sem hlutfall af heildartekjum. Ljóst sé hins vegar að það verði breytingar á þessum þáttum til hins verra fyrir árið 2022 – og vænta megi meiri tíðinda fyrir það ár en árið á undan. „Árið 2022 einkenndist af miklum aðfangahækkunum og stýrivaxtahækkunum sem hækkuðu breytilega óverðtryggða vexti, ásamt mikilli verðbólgu. Á móti hækkaði verðlagsnefnd búvara grundvallarverð mjólkur þrisvar sinnum á árinu. Í ársbyrjun 2022 var verðið tæpar 105 krónur á lítrann, en var komið í tæpar 120 krónur á lítrann þann 1. desember. Einnig komu viðbótargreiðslur frá ríkissjóði; fyrst vegna hækkana á áburðarverði og svo komu greiðslur eftir tillögum frá svokölluðum spretthópi. Síðan má ekki gleyma því að það komu mjög jákvæðar fréttir frá stjórn Auðhumlu og Mjólkursamsölunni í apríl síðastliðnum þar sem tilkynnt var að borgað yrði fullt verð fyrir fituhluta umframmjólkur ársins 2021 og að greidd yrði 5,5 króna uppbót á hvern lítra umframmjólkur ársins 2020,“ segir Kristján. Jákvæðar fréttir efldu framleiðsluviljann Kristján segir að í framhaldinu hafi fylgt jákvæðar tilkynningar um hækkanir á verði umfram- mjólkur ársins 2022, sem efldi framleiðsluvilja bænda þar sem að aðstæður voru fyrir hendi heima á búum. Hann segir að eftir standi þó að rekstrarafkoma búa sem eru með hlutfallslega mikinn breytilegan kostnað á bak við framleiddan mjólkurlítra – og eru jafnframt mikið skuldsett – hafi líklega versnað töluvert á árinu 2022. Meira geti hann ekki sagt um síðasta ár í bili. Framlegðarstig afurðatekna lækkar áfram Að sögn Kristjáns gefa meðaltöl gagnasafnsins fyrir árið 2021 ekki til kynna miklar breytingar á rekstrarárinu miðað við árið á undan. „Þó vekur athygli að framlegðarstig afurðatekna heldur áfram að lækka, sem skýrist af því að afurðatekjurnar hafa hlutfallslega ekki náð að fylgja eftir hækkunum á aðföngum og aðkeyptri þjónustu. Síðan er umhugsunarefni að afurðasemi búanna, mælt í innlagðri mjólk eftir árskú, skuli nánast standa í stað á tímabilinu. Það má tengja að einhverju leyti lágu afurðaverði fyrir umframmjólk og mögulega lakari heygæðum. Bundnar eru vonir við þá umbyltingu í kynbótastarfinu sem nú er hafin með notkun á erfðamengisúrvali til að hraða erfðaframförum í stofninum. Athygli vekur að aðrar tekjur fara hlutfallslega vaxandi á þátttökubúunum sem bendir til þess að bændur séu farnir að sækja í aðra starfsemi samhliða mjólkurframleiðslu,“ segir Kristján. Búrekstrarlegum þáttum stöðugt bætt við Verkefnið Rekstur kúabúa 2019– 2021 hófst á árinu 2020, en þá tóku 90 kúabú þátt. Kristján segir að stöðugt sé verið að bæta við búrekstrarlegum þáttum inn í greiningarvinnuna og leggja meiri áherslu á ráðgjöf um betri bókhaldsvinnu til að fá sem skýrust gögn til úrvinnslu. /smh Útlit er fyrir enn verri rekstrarniðurstöður kúabúa fyrir síðasta ár en var árið 2021. Mynd / MÞÞ Syðri-Hamrar í Ásahreppi: 35 kindur drápust í bruna „Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi að Syðri- Hömrum II, sem missti 35 kindur í bruna 23. janúar síðastliðinn. Auk þess sem útihús, rúlluvél og hlaða brunnu. „Húsin, sem voru gamalt fjós, tvö samliggjandi fjárhús og hlaða, eru að mestu ónýt. Við ætlum að reyna að endurreisa nýrra fjárhúsið en hin húsin eru ónýt og ekkert annað að gera en að rífa þau. Við gerðum allt sem var hægt að gera og fjöldi slökkviliðsmanna kom okkur til aðstoðar og það náðist að bjarga fé nágrana míns en allur okkar fjárstofn, 35 kindur, drapst í brunanum. Í hlöðunni var eitthvað af gömlu heyi í rúllum og þær brunnu og ég var með rúlluvél í geymslu og hún brann líka.“ Eldur kom líklega upp í dráttarvél Guðjón segir að konan sín, Helga Björk Helgadóttir, hafi fyrst orðið vör við eldinn um klukka níu um kvöldið og að henni hafi sýnst að það hafi kviknað í út frá dráttarvél sem var sett í hús fyrr um daginn eftir notkun. Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikill fjárhagslegur skaði varð af brunanum en hann er talsverður. Bara rúlluvélin kostar á fimmtu milljón og svo á eftir að meta húsin og féð.“ /VH Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél. Mynd / Aðsend www.bbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.