Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 65

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 Lambhúshettan er yfirleitt prjónuð á barnabörnin mín sem eru á leik- skóla fyrir veturinn. Hálskragi og húfa í einu stykki sem nýtist svo vel börnum. DROPS Design: Mynstur ai-007-by Stærðir: 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða 2 (3/4) ára Höfuðmál í cm ca: 34/38 (40/42) 42/44 (44/46) 48/50 (50/52) Garn: DROPS AIR (fæst í Handverkskúnst) - 50 (50) 50 (50) 50 (100) g litur á mynd nr 10, þoka Prjónar: Hringprjónn 80 cm nr 5 og 40 cm nr 4. Sokkaprjónar nr 4. Prjónfesta: 17 lykkjur x 22 umferðir = 10x10 cm. Garðaprjón (prjónað fram og til baka):Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. Útaukning: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út um 1 lykkju með því að slá einu sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Úrtaka: Öll úrtaka er gerð frá réttu. - Prjónið 2 lykkjur saman í byrjun umferðar þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. - Prjónið 2 lykkjur slétt saman í lok umferðar. HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Lykkjum er fækkað mitt að framan og stykkið heldur áfram fram og til baka. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í kringum op fyrir andlit. Fitjið upp 88 (96) 104 (108) 124 (128) lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) alls 2 (2) 3 (3) 4 (4) cm. Í næstu umferð eru allar 2 lykkjur brugðið prjónaðar saman í 1 lykkju brugðið = 66 (72) 78 (81) 93 (96) lykkjur. Stroffið heldur áfram með 1 lykkju brugðið, 2 lykkjur slétt. Þegar stykkið mælist 6 (6) 7 (8) 10 (12) cm frá uppfitjunarkanti, prjónið allar 2 lykkjur slétt saman í 1 lykkju slétt = 44 (48) 52 (54) 62 (64) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4. Stroffið heldur áfram með 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt. Þegar stykkið mælist 8 (8) 9 (10) 12 (14) cm frá uppfitjunarkanti, skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prjónið fram og til baka þannig: Fellið af fyrstu 6 (6) 6 (8 10 (10) lykkjur, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 17 (19) 21 (21) 24 (25) lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, setjið 1 prjónamerki á prjóninn (mitt að aftan), 1 lykkja slétt, sláið einu sinni uppá prjóninn, 17 (19) 21 (21) 24 (25) lykkjur slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 40 (44) 48 (48) 54 (56) lykkjur. Stykkið er prjónað í sléttu prjóni fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat). JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað hvoru megin við op mitt að framan og lykkjur eru auknar út mitt að aftan þannig: Prjónið 1 kantlykkju, prjónið 2 lykkjur saman (= 1 lykkja færri) – sjá ÚRTAKA, prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki mitt að aftan, aukið út um 1 lykkju – sjá ÚTAUKNING, 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur saman (= 1 lykkja færri) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Fækkið lykkjum svona hvoru megin við miðju að framan í hverri umferð frá réttu alls 3 sinnum. Aukið svona út hvoru megin við prjónamerki í hverri umferð frá réttu alls 7 (7) 7 (7) 7 (8) sinnum (meðtalin útaukning sem var gerð þegar lykkjur voru felldar af mitt að framan). Þegar allar útaukningar og úrtökur hafa verið gerðar til loka eru 48 (52) 56 (56) 62 (66) lykkjur á prjóninum. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10 (10) 11 (11) 11 (12) cm frá þar sem lykkjur voru felldar af mitt að framan, setjið ystu 18 (19) 21 (20) 22 (24) lykkjur í hvorri hlið á sitt hvorn sokkaprjón nr 5, þ.e.a.s. það eru eftir 12 (14) 14 (16) 18 (18) lykkjur á hringprjóni. Klippið þráðinn frá. Lykkjur á sokkaprjónum í hvorri hlið eru prjónaðar saman með ystu lykkju í hvorri hlið á hringprjóni í lok hverrar umferðar þannig: Frá réttu: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á hringprjóni, lyftið síðustu lykkju af hringprjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt af sokkaprjóni og steypið lyftu lykkjunni frá hringprjóni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri á sokkaprjóni). Snúið stykkinu. Frá röngu: Prjónið 1 lykkju snúið brugðið (þ.e.a.s. prjónað er í aftari lykkjubogann), prjónið brugðið þar til 1 lykkja er eftir á hringprjóni, lyftið 1 lykkju af hringprjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið frá sokkaprjóni og steypið lyftu lykkjunni frá hringprjóni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Snúið stykkinu. Prjónið og fækkið lykkjum svona þar til fækkað hefur verið um allar lykkjur af sokkaprjónum í hvorri hlið. Nú eru 12 (14) 14 (16) 18 (18) lykkjur á hringprjóni. Prjónið nú tvöfaldan kant í kringum opið þannig: Prjónið upp ca 52 til 68 lykkjur (meðtaldar lykkjur á hringprjóni) innan við 1 kantlykkju á sokkaprjóna nr 4 eða stuttan hringprjón. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2 og að kanturinn dragist ekki saman / verði of laus. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með hringprjón nr 5. Brjótið uppá kantinn þannig að hann verði tvöfaldur að innanverðu á húfu og saumið affellingarkantinn við þar sem lykkjur voru prjónaðar upp í kringum op fyrir andlit. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Prjónakveðja,og gleðilegt nýtt ár Stelpurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Finnst gaman að teikna Svandís Ósk er hress og kát ung stúlka sem þykir skemmtilegast að hitta ættingjana í Danmörku. Nafn: Svandís Ósk Svansdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Kjós Hvalfirði. Skóli: Klébergsskóli. Skemmtilegast í skólanum: Íþróttir. Áhugamál: Spila tölvuleiki og teikna. Tómstundaiðkun: Engin eins og er. Uppáhaldsdýrið: Hundur. Uppáhaldsmatur: Sviðasulta pabba, pasta og pitsa. Uppáhaldslag: Another love með Tom Odell. Uppáhaldslitur: Fjólublár. Uppáhaldsmynd: Friends þættirnir. Fyrsta minningin: Þegar ég veiddi minn fyrsta fisk 4 ára. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Að hitta ömmu og ættingja í Danmörku. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Vinna með börnum. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs ERFINGJAR LANDSINS HANNYRÐAHORNIÐ Lambhúshetta fyrir kalda daga Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! sigrunpeturs@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.