Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023
„Þetta getur nú ekki verið svo
flókið, við hljótum að gera gert
þetta.“ Hver hefur ekki látið
svona setningar falla á góðri
stundu í sumarbústað án frekari
afleiðinga?
Tveir félagar skoða miða á
bjórflösku og sjá að það eru bara
fjögur hráefni listuð á þessum
Erdinger bjór sem þeir voru að
drekka. Þar af er vatn eitt af þeim og
ger annað, þannig að raunverulega
eru þetta tvö hráefni sem þarf að hafa
áhyggjur af. Sósan með matnum var
með átta hráefnum. Alla jafna er
það ekki fréttnæmt að svona samtal
eigi sér stað, nema þegar félagarnir
eru Kjartan Vídó og Jóhann
Guðmundsson, Vestmannaeyingar
í húð og hár.
Það hefur nefnilega löngum
verið sagt að í Vestmannaeyjum hafi
aldrei ríkt sérstakt áfengisbann og
fæstir þar kannast við að bjór hafi
ekki verið leyfður. Það var því
eðlilegt framhald af þessum
bústaðarumræðum að láta
reyna á fullyrðinguna
og félagarnir hóuðu
í bræður sína, Davíð
og Hlyn, fjárfestu
í f rumstæðum
bruggtækjum og hófu
að prófa sig áfram með
bjórframleiðsluna.
Nafnið kom þannig
hálfpartinn af sjálfu sér,
Brothers Brewery var fætt
í sinni fyrstu mynd árið 2012.
Fljótlega datt þó einn bróðir úr
skaftinu og annar kom í staðinn,
Hannes Eiríksson, og þrátt fyrir
að sá héti hvorki Vídó né væri
Guðmundsson að þá átti hann bæði
bílskúr og var stálsmiður, sem átti
heldur betur eftir að koma sér vel.
Lítið sást af brugglaunum
Upphaflega var framleiðslan öll
til einkanota. Félagarnir voru þó
gjafmildir á framleiðsluna og töldu
sig ekki of góða til að leyfa öðrum
að njóta framtaksins, við misgóðan
orðstír. Þannig vildi það til að Einar
Björn Árnason matreiðslumeistari
datt í skúrinn til þeirra eitt kvöldið
og upp hófust umræður um að
framleiða bjór til að para með mat.
Þurr Saison í góðu jafnvægi var við
hönd og niðurstaðan varð sú að slá
til, bræðrahópurinn óskyldi skyldi
brugga bjór fyrir veitingastaðinn
Einsa kalda og veitingastaðurinn
skaffa aðstöðuna til verksins.
Veitingastaðurinn fékk leyfi til að
framleiða bjór og voru tæki og tól
sem Hannes
hafði endurbætt
flutt í eitt hornið
þar sem þeir
brugguðu.
Upphaflega var
markmiðið að brugga
um 150 lítra, þar sem að þriðjungur
átti að ganga í brugglaun og þar
með til einkanota, en strax varð
ljóst að lítið sást af þeim, þar sem
viðtökurnar voru vonum framar.
Gekk það svo langt að félagarnir
áttu sjaldnast eigin bjór og ef þeir
ætluðu að fá sér eigin framleiðslu
þurfti að greiðast fyrir það á barnum.
Fyrst um sinn var ástandið
þannig að erfiðlega gekk
að hafa smakkbakka frá
þeim í sölu, því bjórinn
var oft búinn þannig að
ljóst var fljótt í hvað
stefndi. Til viðbótar
við þetta mættu þeir
svo á Bjórhátíðina á
Hólum sumarið 2016
þar sem Brothers Brewery
brugghúsið vann til fyrstu
verðlauna í samkeppni um bjór
hátíðarinnar það árið, en það eru
gestir bjórhátíðarinnar sem greiða
atkvæðin í þeirri keppni. Skemmst
er frá því að segja að varla var aftur
snúið, þeir gengu í það að panta sér
bruggtæki að utan, einir fyrstu til að
kaupa tæki sem síðar áttu eftir að
rata í ansi mörg brugghús, útvega
húsnæði sem þeir fengu í nóvember
sama ár og loks fengu þeir starfsleyfi
fyrir bjórgerð 16. desember 2016.
Bera nöfn heimamanna
En í upphafi skyldi endinn skoða.
Upphaflega markmiðið var í sjálfu
sér ekki að framleiða bjór fyrir aðra
en þá sjálfa, þannig að nafngiftin tók
mið af því en ljóst er af framansögðu
að það sprakk fljótlega í andlitið á
þeim. Síðar hafa þeir félagar sagt
frá því að ef þá hefði órað
fyrir þeim árangri sem
brugghúsið myndi
ná hefðu þeir alltaf
valið því annað
nafn, meira
lýsandi fyrir
paradísareyjuna
Vestmannaeyjar,
meðan hitt vísaði
til upphafsins.
Þess í stað tóku
nafngiftir á bjórunum
frá Brothers Brewery meira
frá heimaslóðunum. Bjórana 23.1.73
og Eldfell t.d., sem voru með fyrstu
bjórunum í almennri sölu, þarf
vart að útskýra, verðlaunabjórinn
Togari var bjór sem gerður var
fyrir sjómannadaginn upphaflega
en svo fóru sumir bjórarnir að bera
nöfn heimamanna. Sá langlífasti
af þeim er Gölli IPA sem nefndur
var eftir sjómanninum Árna
Valdasyni, sem var svo annálaður
fyrir hreystimennsku, bæði á sviðum
vinnu og skemmtana, að hann lifir
enn í vísnaminni Vestmannaeyja.
Heimir Pale ale og fleiri góðir
hafa litið dagsins ljós, en óljóst er
og ósagt látið í hvaða eyjabúa IPA
bjórinn „Dirty Julie“ vísar í.
Vatnið betra og sólin skærari
Eftir að hafa stækkað við sig enn
frekar árið 2018, þá hafa þeir félagar
núna haldið úti bjórhátíðum síðustu
sumur sem hafa verið virkilega vel
sóttar hátíðir og hafa færri komist að
en vilja. Þessi bjórhátíð hefur haft
LÍF & STARF
Hólmar Bragi Pálsson, áður
búsettur á Minni-Borg í
Grímsnesi en nú á Selfossi, vann
árið 1962 á Massey Ferguson 702,
sem var fyrsta traktorsgrafan
sem kom til landsins frá þessum
framleiðanda.
Þessi vél var frumsýnd á
skeiðvellinum í Víðidal í byrjun
júní árið 1961 og vakti þar mikla
athygli. Á þessum árum voru
gröfur með vökvakerfi ekki búnar
að ná almennri dreifingu og var
þetta því ný tækni.
Verktakafyrirtækið Fjöliðjan
í Kópavogi var fyrsti eigandi
þessarar traktorsgröfu og vann
Hólmar á vélinni þegar hann var
starfsmaður þeirra. Helstu verkefni
hans sumarið 1962 var vinna
við endurbætur á símalögnum
Landsímans á ýmsum stöðum,
allt frá Borgarfirði norður á
Siglufjörð. Þá var Hólmar 22 ára.
Húsið á vélinni var tvískipt.
Að framan settu eigendurnir
ökumannshús af veghefli og að
aftan var örlítið hús sem setið
var í þegar unnið var á bakkóinu.
Þegar Hólmar var einn á gröfunni
þá þurfti hann að hlaupa á milli
húsanna tveggja í hvert skipti sem
hann færði vélina. „Síminn setti
þau skilyrði að það væru strákar
með mér – þeim gekk ekkert mjög
vel að grafa, en það var ógurlegur
flýtir af því að þeir væru frammi
í vélinni,“ segir Hólmar, en þeir
gátu þá séð um að færa vélina á
meðan hann sat við bakkóið.
Misjafnt var hvernig Hólmar
fór á milli svæða. Ef um stuttan
veg var að fara, þá keyrði hann
gröfuna – annars var vörubíll
á vegum Landsímans sem gat
tekið vélina upp á vagninn.
Sumarvinnan byrjaði við
endurnýjun símastrengja við
Gljúfurá í Borgarfirði, en þaðan
fór Hólmar með traktorsgröfuna
á vörubílspalli norður á Blönduós.
Vann 91 tíma á viku
Aðsóknin í gröfuna var mjög
mikil og vann hann flestar
helgar í aukaverkefnum, þegar
ekki var unnið fyrir Símann.
Hann var fenginn í að grafa fyrir
húsgrunnum og lögnum, bæði í
sveit og þéttbýli. Eftir 17 vikna
útgerð, eða rétt rúma fjóra mánuði,
hafði hann notað vélina 1.550
vinnustundir, eða að jafnaði 91
tíma á viku.
„Ég var með skrúfstykki á
horninu á henni og helstu slöngur
sem gætu farið í poka. Það sprungu
þrjár, fjórar,“ segir Hólmar, en
að öðru leyti var vélin mjög
áreiðanleg og laus við bilanir allt
sumarið.
Jarðýtustjórinn lagði ekki í
brekkuna
Eftir að hafa verið á Blönduósi
um hríð var Hólmar fenginn í
verkefni á Siglufirði. Þar stóð til
að grafa breiðan lagnaskurð fyrir
fjarskiptabúnað í Hvanneyrarskál.
Þá var þegar kominn slóði sem
fór í sneiðingum upp fjallshlíðina.
Lagnaskurðurinn átti ekki að fylgja
slóðanum, heldur að fara í miklum
bratta niður hlíðina og var lagt upp
með að jarðýta færi niður fyrst til að
undirbúa jarðveginn. Ýtustjórinn
guggnaði hins vegar á verkefninu
þegar á hólminn var komið.
„Þá voru góð ráð dýr. Ég ákvað
að við skyldum bara reyna þetta en
við yrðum með taug í ýtuna sem
héldi í mig þegar ég færði mig.
Þetta var svo mikill halli,“ segir
Hólmar. Til að rétta traktorsgröfuna
þá setti hann lappirnar að aftan
eins lítið niður og hann gat, en
ámoksturstækin eins langt niður
og mögulegt til að hún spenntist
upp að framan. „Maður náði ekki
að gera hana lárétta nema stöku
sinnum.“
Eins og áður segir þá var
Hólmar oftar en ekki með einhvern
með sér sem sá um að færa gröfuna.
Aðstoðarmaðurinn var þó svo
lofthræddur að þetta verkefni féll í
hendur Hólmars á verstu köflunum.
Ef þeir voru báðir í vélinni, þá
reyndi Hólmar að halda í með
arminum.
Lögregla vaktaði grjóthrun
Vökvakerfið var ekki öflugt í
þessari MF traktorsgröfu. Því þurfti
Hólmar að passa sig sérstaklega að
lyfta bakkóinu ekki hátt með fulla
skóflu, því þá verkaði þyngdaraflið
á það þannig að það skall til hliðar
í vinkil. Stundum þurfti að rétta
bakkóið með spotta. „Það var
á ákveðnum kafla sem ég náði
arminum ekki alltaf til baka.“
Nokkurt grjót kom upp við
skurðgröftinn sem hrundi niður
fjallshlíðina. „Um tíma þurfti að
vera með lögreglu niður á vegi fyrir
ofan byggðina af því að krakkar
voru að forvitnast,“ en Hólmar
segir hnullungana hafa getað náð
talsverðri ferð í þessari löngu
brekku. Ekki var talið mögulegt
að fylla ofan í skurðinn með
vinnuvélum og segir Hólmar að
unglingaflokkar hafi gert það með
handafli eftir að hann var farinn.
Í dag er eigandi vélarinnar
Jón Árnason, sem rekur
verktakafyrirtækið Verktækni.
Unnið er að uppgerð hennar á
Blikastöðum í Mosfellsbæ og
er stefnt að því að koma henni í
upprunalegt ástand. /ÁL
Saga vélar:
Við skurðgröft í
snarbrattri hlíð
Árið 1962 var Hólmar Bragi Pálsson fenginn til að grafa lagnaskurð á
fyrstu Massey Ferguson traktorsgröfu landsins úr Hvanneyrarskál ofan
við Siglufjörð. Til þess að grafan myndi ekki hrapa niður hlíðina þurfti að
festa í hana kapla sem tengdir voru við jarðýtu uppi í skálinni. Mynd / ÁL
Handverksbrugghúsin á Íslandi:
„Þetta getur varla
verið svo flókið“
Höskuldur
og Stefán
hoskuldur@bondi.is
Hlynur, Hannes, Kjartan og Jóhann eru upphafsmenn Brothers Brewery.
Eftir áhugaverðar umræður var ákveðið að bræðrahópur
óskyldur skyldi brugga saman bjór fyrir veitingastað í
Vestmannaeyjum. Viðtökurnar voru vonum framar.