Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 FRÉTTIR VEIÐISVÆÐI ÓSKAST Vegna mikilla eftirspurna þá köllum við eftir nýjum veiðisvæðum í flóru félagsins. Bæði stöðuvötn og rennandi vatn. Skoðum einnig veiðisvæði á afskektum stöðum. Veiðifélagið Fish Partner er í stöðugum vexti og leitast eftir fleiri samstarfsaðilum um land allt óháð fisktegund og tegund vatnasvæðis. Vinsamlegast hafið samband við Kristján í síma 898 3946 eða á netfangið kristjan@fishpartner.com. Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu um fýsileika graskögglaverksmiðju í nágrenni Húsavíkur. Við þurrkun á grasinu er miðað við að nýta glatvarma sem verður til þegar kæla þarf 120 °C heitt vatn niður í 80 °C áður en það nýtist í hitaveitu. Þessi skýrsla var kynnt starfsfólki Bændasamtakanna á dögunum. Aðdragandi verkefnisins er sá að áðurnefnd verkfræðistofa og fjárfestingafélag, ásamt Búnaðar- sambandi Suður-Þingeyinga, fóru síðasta vetur yfir hvað leyndist af vannýttum náttúruauðlindum í Þingeyjarsýslum. Sú vinna leiddi í ljós að annars vegar færi mikill varmi til spillis þegar kæla þarf hitaveituvatn og hins vegar væri mikið ræktarland ónýtt. Báðar þessar auðlindir væri hægt að nýta í graskögglaverksmiðju. Með því að koma upp þurrkunarinnviðum opnast líka möguleikar á ýmissi annarri nýtingu. Í samantekt skýrslunnar segir: „Meginmarkmið verkefnisins er að auka fæðuöryggi Íslands og að sjálfbærni innlendrar matvæla- framleiðslu verði tryggt með sam- keppnishæfni þeirrar fóðurfram- leiðslu sem lagt er upp með hér.“ Markaðssvæði verksmiðjunnar er allt Norðurland, frá Hrútafirði til Langaness. Heildarstærð þessa markaðar er metin vera 50.400 tonn af hreinum graskögglum, og 14.000 tonn af graskögglum sem blandaðir eru með öðrum fóðurtegundum, eins og byggi. Til þess að graskögglarnir verði samkeppnishæfir við innflutt fóður annars vegar og heimaaflað gróffóður hins vegar, meta skýrsluhöfundar sem svo að miðast ætti við að hreinir graskögglar verði seldir á 68 kr/kg, á meðan þeir fóðurbættu ættu að seljast á 83 kr/kg. Hráefniskostnaður á grasi er áætlaður á bilinu 37,1 til 47,5 kr/kg þe háð vegalengd frá verksmiðju. „Stofnkostnaður fullbyggðrar verksmiðju á 10. rekstrarári er metinn 2.160 mkr,“ segir í skýrslunni. /ÁL Jón Heiðar Ríkarðsson, véla verk­ fræðingur C.S. / MBA hjá Eflu. Mynd / ÁL Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðar- dóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenna á upp- gangstíma spíritismans á Íslandi. Hún leitar nú að viðmælendum sem búa yfir upplýsingum og/eða höfðu kynni af konum sem lögðu stund á miðilsstörf allt frá upphafi 20. aldar og fram yfir miðja öldina. Færði alþýðukonum aukið vald „Það er einstaklega fróðlegt að skoða sögu kvenmiðla á þessum uppgangs- og hnignunartíma spíritismans. Þetta tímabil í sögunni er líka áhugavert í kvennasögulegu ljósi, því það einkennist af miklum væringum í íslensku þjóðfélagi vegna málefna kvenna. Heimildir um skyggnar konur á Íslandi sýna að þar fóru sögulegar konur. Í rannsókn minni skoða ég líf, störf og ímyndir þessara margbrotnu kvenna. Hluti af þeirri nálgun felst í því að skoða hvernig spíritisminn færði konum, ekki síst alþýðukonum, ný tækifæri til starfa og jafnvel aukið vald,“ segir Dalrún en hún hefur lagt áherslu á að rannsaka sögu kvenna á Íslandi. Hún styðst alltaf við viðtalsformið í þeim tilgangi að skrá raddir og reynslu Íslendinga. Greinir hugverk kvennanna Dalrún útskrifaðist með doktors- próf í sagnfræði sl. sumar en í doktorsrannsókn sinni fjallaði hún um ráðskonur sem störfuðu á íslenskum sveitaheimilum á síðari hluta 20. aldar. Í þessari nýju rannsókn beinir hún hins vegar sjónum sínum að félagslegri og menningarlegri stöðu kvenna sem höfðu miðilsstörf að atvinnu frá öndverðri 20. öld til loka sjötta áratugarins. Í rannsókninni tekur Dalrún einnig til skoðunar sköpunarkraft skyggnra kvenna, þar sem hún greinir hugverk kvennanna sem hún segir að spanni allt frá myndrænum sýnum til tónverka. Hallar á konur í Íslandssögunni „Árið 2021 skrifaði ég grein um íslenska kvenmiðla á Hugrás – vefrit Hugvísindasviðs, en sú athugun kveikti áhuga minn á að kafa mun dýpra í sögu kvenna sem titluðu sig sem sjáendur. Saga íslenskra kvenmiðla hefur verið afskipt á vettvangi fræðanna. Mikilvægt er að gera sögu þessara kvenna góð skil enda einstök kvennasaga, svo ekki sé meira sagt. Í Íslandssögunni hefur hallað mikið á konur vegna þess að saga þeirra var hlutfallslega lítið skráð samanborið við sögu karla. Það er ein af ástæðunum að baki því að ég hef beitt mér fyrir því að taka viðtöl við fólk um líf kvenna í sagnfræðirannsóknum mínum; skrá minningar um konur sem ellegar hefðu fallið í gleymsku.“ Dalrún hefur nú einsett sér að taka viðtöl við aðila sem búa að upplýsingum um og/eða reynslu af miðilsstörfum kvenna á því tímabili sem rannsóknin tekur til (1905-1960). Hún hvetur því fólk sem býr að vitneskju um skyggnar konur til að hafa samband við hana í s. 664-7083 eða gegnum netfangið dalrunsaga@gmail.com „Sagan er samansett úr ótal minningabrotum og hvert brot skiptir máli ef skapa skal heildarfrásögn – skapa kvennasögu,“ segir dr. Dalrún . /ghp Sagnfræði: Rannsakar skyggnar konur Þrjár skyggnar konur í Íslandssögunni, Margrét frá Öxnafelli, Lára Ágústsdóttir og Jóhanna Sigurðsson, eru meðal viðfangsefna Dalrúnar. Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir. Áburður: Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem fyrirtækin hafa í boði 2023. Meðalhækkun á áburði hjá Skeljungi er 3,3% en 1,8% hjá Fóðurblöndunni, mest munar um hækkun á köfnunarefni hjá báðum fyrirtækjum. Lúðvík Bergmann sölustjóri segir að meðalhækkunin á áburði milli ára sé 3,3% en að köfnunarefnisáburður hækki mest, eða um 6,4%. Dæmi um verð á þremur algengum tegundum hjá Skeljungi eru Sprettur N27, sem núna kostar 127.600 krónur tonnið en var 119.900 krónur á síðasta ári, Sprettur 25-5, sem kostar í ár 129.900 krónur sem er sama verð og á síðasta ári og Verð á Spretti 20-10-10+Selen sem er í ár 141.900 krónur en var á síðasta ári 135.900 krónur tonnið. Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við að greitt sé fyrir 15. maí og þá með 3% afslætti. Að sögn Úlfars Blandon, sölu- og markaðsstjóra hjá Fóðurblöndunni, er meðalhækkun á áburði milli ára 1,8%, mest er hækkun á köfnunarefni. Verð á Magna I N27 Ca er 128.400 en var 119.502 fyrir tonn og nemur hækkunin 7,4%, verð á Græði 9 27-6-6 + SE er 137.200 en var 132.918, hækkun um 3,2%, og verð á Fjölmóði 4 24-9 Ca + Se er 136.800 en var 133.511 og nemur hækkunin 2,5%. Allt verð er án virðisaukaskatts og miðast við greiðslu 15. apríl og þá með 3% afslætti. /VH Búsetudreifing: Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt tölum Byggða- stofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. Þar af bjuggu rúm 240 þúsund á höfuðborgarsvæðinu og um 136 þúsund á landsbyggðinni. Sveitarfélög á landinu eru 64. Þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað undanfarna áratugi er fjölgunin misjöfn milli landshluta. Mest fjölgun var á Suðvesturlandi en fólksfækkun var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Mest hlutfallsleg breyting var í Mosfellsbæ, 148,3% og í Garðabæ 100,1%. Sé horft í landshluta er mest fólksfjölgun á Suðurnesjum, 85,2% og á höfuð- borgarsvæðinu, 46,3%. Störf óháð staðsetningu Á byggðaáætlun 2018 til 2024 er aðgerð sem kallast Störf án staðsetningar. Markmið verkefnisins er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði óháð staðsetningu árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir óstaðbundin störf. Samkvæmt þeim upplýsingum eru yfir 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga og landsbyggðin því vel í stakk búin til að taka á móti þessum störfum. Skipting húsnæðisins eftir landshlutum er 4 á Suðurnesjum, 14 á Vesturlandi, 15 á Vestfjörðum, 19 á Norðurlandi vestra, 29 á Norðurlandi eystra, 17 á Austurlandi og 14 á Suðurlandi. 55 þúsund með erlent ríkisfang Af þeim þeim rúmum 376 þúsund sem Íslendingar telja eru um 55 þúsund, eða 14,6%, með erlent ríkisfang. Þar af eru karlmenn tæplega 32 þúsund og konur rúmlega 23 þúsund og flestir eru á aldrinum 30 til 39 ára. Séu íbúar svæða flokkaðir eftir ríkisfangi sést að hlutfallslega flestir íbúar með erlent ríkisfang búa í Mýrdalshreppi, eða 51,5%, í Skaftárhreppi 33,4% og í Súðavíkurhreppi 32,1%. Samkvæmt mælaborði Byggðastofnunar búa flestir íbúar landsins með erlent ríkisfang í Reykjavík, rúmlega 24 þúsund, en fæstir í Árnes- og Skorradalshreppi, eða tveir í hvorum hreppi. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.