Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 26.01.2023, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2023 að úrgangi frá dýraafurðum, enda séu takmörk á því hvernig megi nota hann vegna smitvarna. „Þessum aðilum ber að flokka sinn úrgang og sjá til þess að hann komist til viðeigandi meðhöndlunar í samræmi við forgangsröðun úrgangsþríhyrningsins þannig að komið sé í veg fyrir að úrgangur sé urðaður, en hann sé frekar endurunninn og að sem allra minnst endi í förgun. Það er ekkert nýtt þótt það hafi verið skerpt á því í nýlegum lagabreytingum. Því miður er staðan í þessum málaflokki ekki nógu góð því það fer talsvert magn af nothæfum úrgangi í urðun.“ Áhættuúrgangur aldrei að enda í urðun „Það er aðeins mismunandi hver réttur farvegur fyrir þennan úrgang er. Í flestum tilvikum er hægt að vinna nýjar afurðir úr aukaafurðum dýra hvort sem það er kjötmjöl, fóður, eldsneyti eða aðrar vörur. Undantekningartilvikin eru áhættuúrgangur sem kemur frá dýrum, til dæmis smitandi dýr, sjálfdauð dýr, gæludýr og allur heila- og mænuvefur. Áhættuúrgangur þarf að fara í brennslu eða þrýstisæfingu, sem er sótthreinsun undir þrýstingi. Þessi úrgangur ætti aldrei að enda ómeðhöndlaður í urðun,“ segir Jóhannes. „Búfjárskítur er ekki tekinn sérstaklega fyrir í nýju reglunum. Um hann gilda sömu lögmál og um aðrar aukaafurðir dýra, við eigum að leita leiða til að koma þeim í sem besta nýtingu þannig að ekki sé hætta á að heilsa eða umhverfi verði fyrir skaða,“ segir Jóhannes enn fremur um lífrænan úrgang frá landbúnaðinum. Aðilar bera sjálfir mengunarkostnaðinn Ætla má að breytingin á fyrirkomulagi sorphirðu sé kostnaðarsöm, en hverjir munu bera þann kostnað? „Það má segja að kostnaðurinn við breytingarnar sé tvískiptur. Annars vegar er það innleiðingin, eins og að skipta um tunnur, setja upp endurvinnslufarvegi og fleira í þeim dúr. Sá kostnaður fellur að miklu leyti á sveitarfélögin,“ segir Jóhannes. „Hins vegar mun kostnaðar- skipting í úrgangsmeðhöndlun breytast til frambúðar með nýju lögunum. Það má segja að kjarninn í breytingunum sé mengunarbótareglan (polluter pays principle) sem felur í sér að aðilar bera kostnað af þeirri mengun sem þeir valda. Með breytingunum munu sveitarfélögin þurfa að aðlaga sínar gjaldskrár þannig að þau innheimti sem næst raunkostnaði fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verður sveitarfélögum ekki heimilt nema að vissu marki að niðurgreiða urðun á úrgangi eins og hefur tíðkast. En urðun er óumhverfisvæn og kostnaðarsöm, en því miður algeng. Í staðinn geta heimili og fyrirtæki sparað sér talsverða peninga með því að lágmarka þann úrgang sem fellur til hjá þeim og með því að koma endurvinnsluefnum í endurvinnslufarveg.“ Rík eftirlitsskylda Umhverfisstofnunar Sem fyrr segir hafa lögin sem um ræðir nú þegar tekið gildi. En hvaða stofnanir bera ábyrgð á því að farið sé að lögum? „Eftirlit með framkvæmd laganna er margvíslegt og dreift. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga annast eftirlit með meðhöndlun á úrgangi og með atvinnurekstri sem sveitarfélögin gefa út starfsleyfi fyrir, en Umhverfisstofnun fer með eftirlit með rekstri þeirrar starfsemi sem stofnunin gefur út starfsleyfi fyrir. Umhverfisstofnun fer með eftirlit með því að sveitarfélög setji sér svæðisáætlanir og leggur mat á hvort áætlanirnar séu í samræmi við lög og reglugerðir. Auk þess fer stofnunin líka með eftirlit með ýmsum vöruflokkum eins og rafhlöðum og rafgeymum, raftækjum og rafeindaúrgangi sem skiptir sérstöku máli að leiti í réttan úrgangsfarveg. Úrvinnslusjóður og Skatturinn sinna eftirliti með innflutningi og markaðssetningu plastvara. Annað tilfallandi eftirlit með lögunum er svo í höndum Umhverfisstofnunar,“ segir Jóhannes að lokum. Jarðgerðarstöðin GAJA í Álfsnesi sem Sorpa bs. rekur. Jóhannes gerir ráð fyrir því að stór hluti af þeim lífræna úrgangi sem hefur verið urðaður, fari í gegnum Jarðgerðarstöðina GAJA í Álfsnesi, einnig víða að frá landsbyggðinni. Miklu máli skiptir að lífúrgangi sé sérsafnað því óhreinni úrgangur getur mengað moltuna. Mynd / Sorpa Lumar þú á ljúffengri hugmynd? Auglýst er eftir umsóknum í Matvælasjóð fyrir árið 2023. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Upplýsingar á matvaelasjodur.is Opið verður fyrir umsóknir 1.–28. febrúar 2023 Nýjar flokkunarleiðbeiningar hafa verið gefnar út fyrir lífrænan úrgang. Hægt er að sækja þær í gegnum vefinn fenur.is. Mynd / fenur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.