Bændablaðið - 09.02.2023, Page 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023
Starfshópur um málefni vindorku
mun skila niðurstöðum sínum og
drögum að frumvarpi um nýtingu
vindorku til umhverfis-, orku- og
loftslagsráðherra í áföngum.
Til stóð að starfshópurinn
skilaði verkefninu af sér 1. febrúar,
en samkvæmt tilkynningu úr
ráðuneytinu hefur ráðherra fallist
á beiðni hans um að það verði gert
í áföngum.
Starfshópurinn var skipaður
síðasta sumar og er verkefni hans að
skoða og gera tillögur til ráðherra um
nýtingu vindorku, um lagaumhverfi
hennar og hvernig tekið verði á
ýmsum álitamálum.
Niðurstöður starfshópsins munu
hafa mikið um það segja hver afdrif
hinna fjölmörgu vindorkuverkefna
verða sem nú eru á teikniborðinu
vítt og breitt um Ísland.
Í tilkynningu ráðuneytisins kom
fram að ætlunin væri að skila fyrst
samantekt þar sem dregin yrðu fram
þau atriði sem starfshópurinn hefur
verið að fjalla um og sem heppilegt
kann að vera að fái opinbera
umræðu, áður en endanlegar tillögur
að lagabreytingum verði lagðar fram
í vor.
Í svari ráðuneytisins við
fyrirspurn um hvenær von sé á fyrstu
samantekt starfshópsins, kemur fram
að gert sé ráð fyrir henni jafn fljótt
og auðið er.
Starfshópinn skipa þau Hilmar
Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður,
formaður, Björt Ólafsdóttir,
fyrrverandi alþingismaður og
umhverfisráðherra, og Kolbeinn
Óttarsson Proppé, fyrrverandi
alþingismaður. /smh
Fyrir um ári síðan stóðu um 80
bú í Suður-Þingeyjarsýslu saman
að því að óska eftir tilboðum
áburðarsala um verð fyrir um
1.400 tonn áburðar sem talið var
að þau þyrftu um vorið.
Það skilaði hópi bænda betri
kjörum vegna áburðarkaupa en
þeir áttu kost á samkvæmt útgefnum
verðskrám. Um vorið náðu þeir fram
hagstæðum olíukaupum með sams
konar aðferð. Nú bíða þeir þess að
allar verðskrár verði birtar og taka í
kjölfarið ákvörðun um hvort óskað
verði aftur eftir tilboðum.
„Við erum núna bara að bíða
eftir að allt verð frá áburðarsölunum
komi fram áður en við ákveðum
hvort við förum sömu leið og
á síðasta ári. Við erum með
starfshóp hérna meðal bænda og
starfsmanna Búnaðarsambands
Suður-Þingeyinga sem mun meta
stöðuna – hvort ástæða er til að
biðja um tilboð fyrir okkar bændur,“
segir Ari Heiðmann Jósavinsson,
bóndi í Miðhvammi, og telur
að um 120 bú séu á félagssvæði
búnaðarsambandsins.
Áburðurinn greiddur að hausti
„Í fyrra kusu þrír áburðarsalar að
senda ekki inn tilboð en við fengum
tilboð frá tveimur, Skeljungi og
Búvís, og tókum því sem við
fengum frá Skeljungi. Það var
talsvert hagstæðara en á útgefnum
verðlistum og við vorum mjög
ánægð með að hafa náð þessu fram,
kannski aðallega með samstöðu
bænda. Stór kostur við það tilboð
var líka að ekki þurfti að greiða fyrir
áburðinn fyrr en um haustið, sem
kom sér sérstaklega vel fyrir minni
búin sem eru ekki alltaf í aðstöðu
til að sækja sér slíka möguleika,“
segir Ari. Hann áætlar að um tíu
bændur hafi skipt um áburðarsala
vegna þessa tilboðsferils og um 40
bændur hafi tekið tilboði Skeljungs
„Ég á von á því að búnaðar-
sambandið farið þá leið að óska
aftur eftir sérstökum tilboðspakka
fyrir okkur, enda hefur áburður
hækkað mjög á undanförnum árum
– þó ekki sé útlit fyrir sambærilegar
hækkanir nú. Þetta er á margan hátt
hagkvæmt fyrirkomulag – líka fyrir
áburðarsalana.
Þeir þurfa að taka miklu færri
símtöl við bændur og eiga möguleika
á því að sækja viðskipti inn í stóran
markhóp með einföldum hætti.“
Enn betri kjör á olíukaupum
Ari segir að bændahópurinn hafi
einnig farið í olíuútboð síðasta vor,
sem hafi gengið enn betur en með
áburðinn – og allnokkrir bændur
fengu mun betri kjör frá Skeljungi
í gegnum það sameiginlega ferli.
„Stóri árangurinn úr því var að á
dreifbýlli svæðum þá fengum við
olíunni dreift einu sinni í viku í stað
hálfsmánaðarlega.
Þannig fengum við í raun betri
þjónustu líka og hagstæðara verð.
Svo fengu þeir bændur sem búa
næst Húsavík kostakjör, því þeir
gátu fengið ódýrustu vélaolíuna
bara á sína dælu.“ Hann segist
hafa lært mjög margt í þessu
ferli, til dæmis að bændur eru
mjög vanafastir þegar kemur að
viðskiptasamböndum og skipta
ógjarnan um söluaðila aðfanga
nema eitthvað sérstakt komi til.
„Margir bændur hafa til dæmis
fengið olíutanka frá fyrirtækinu sem
þeir skipta við og óttast að missa
þá þegar þeir fara í viðskipti við
annan söluaðila. En það er ekkert
vandamál í sjálfu sér að fá nýjan
tank – en bara svona atriði getur
þvælst fyrir bændum svo ég taki
dæmi. Það var reyndar áhugavert
að sjá að fleiri bændur færðu sín
viðskipti, frá einum söluaðila til
annars, í olíukaupum heldur en með
áburðinn.“
Að sögn Ara eru bændur á um 80
búum sem hafa verið móttækilegir
fyrir þessum samræðum. Honum
finnst sem þeirra frumkvæði í Suður-
Þingeyjarsýslu í þessum málum sé
dálítið til marks um breyttan tilgang
búnaðarsambandanna í landinu.
„Þau eru kannski núna að finna
sér nýjan stað í félagskerfinu –
sem getur falist í því að standa í
fararbroddi fyrir hagsmunamál eins
og okkar hérna. Stjórnin hér hefur
verið mjög dugleg í þessari vinnu.
Það verður að segjast eins og er
að það höfðu ekki margir trú á því
að við næðum einhverjum árangri
en nú hefur það sýnt sig að það
er hægt að ná fram hagsmunum í
krafti stærðar hópsins og ég held að
önnur búnaðarsambönd geti fylgt
fordæmi okkar. Hver og einn bóndi
er svo smár í stóra samhenginu,“
segir Ari. /smh
FRÉTTIR
甀爀爀椀爀 䄀䜀䴀 攀愀 猀يح爀甀
爀愀昀最攀礀洀愀爀 昀礀爀椀爀 琀欀椀 漀最 爀切氀氀甀爀
匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㈀ ∠ 刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㔀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀
䴀椀欀椀 切爀瘀愀氀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀
혀昀氀甀最椀爀 猀琀愀爀琀 爀愀昀最攀礀洀愀爀
洀爀最甀洀 猀琀爀甀洀䠀氀攀猀氀甀琀欀椀
䬀䰀섀刀䤀刀 촀 䈀섀吀䄀一䄀℀
Suður-Þingeyjarsýsla:
Bændur standa saman
að aðfangakaupum
– Fengu hagstæð tilboð í áburðar- og olíukaup síðasta árs
Ari Heiðmann Jósavinsson, bóndi í Miðhvammi. Mynd / Aðsend
Vindorkunýting:
Frestun skila á niðurstöðum
Danskar vindmyllur. Mynd / HKr.
Heildarvirði landbúnaðarafurða
sem flutt voru til ríkja Evrópu-
sambandsins í október 2022 var
15,7 milljarðar evra, sem er þrjú
prósent aukning frá fyrri mánuði.
Skýrist þetta af hækkuðu verði
á sojamjöli, repjufræjum, hveiti og
sólblómaolíu. Sambandið flutti út
landbúnaðarvörur fyrir 20,7 milljarða
evra á sama tíma, sem er samdráttur um
1,2 prósent milli mánaða. Þetta kemur
fram í skýrslu sem framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins gaf út í lok
síðasta mánaðar.
Samdráttur var á útflutningi
sem skýrist helst á minni sölu
á sterku víni, ostum og ystingi.
Þriggja prósenta virðisaukning var
á útflutningi til Kína sem vegur að
hluta til upp á móti þriggja prósenta
niðursveiflu á sölu til Bandaríkjanna
og tveggja prósenta minnkun til
Bretlands. Þrátt fyrir þennan samdrátt
í október er heildarútflutningur
Evrópusambandsins árið 2022 til
Bretlands og Bandaríkjanna meiri
en nokkru sinni fyrr.
Flestar af þeim landbúnaðar-
afurðum sem fluttar eru til ESB eru
upprunnar í Brasilíu og Úkraínu.
Samdráttur var samt sem áður um
17 prósent á flutningi varnings
frá fyrrnefnda landinu, á meðan
það síðarnefnda naut 25 prósenta
aukningar. 70 prósent þess sem
keypt var frá Úkraínu var maís,
sólblómaolía, sólblómafræ og
repjufræ. Það land sem er með
þriðju mestu hlutdeildina á
flutningi landbúnaðarafurða til
Evrópusambandsins er Stóra-
Bretland. /ÁL
Mest flutt inn frá
Úkraínu og Brasilíu
Sveitarstjórn Dalabyggðar sam-
þykkti á fundi sínum í desember að
innheimta gjald af dýraeigendum
fyrir söfnun og eyðingu dýrahræja.
Frá þessu var greint á vef
stjórnar tíðinda í síðasta mánuði.
„Förgunargjaldið byggir á fjölda
búfjár á lögbýlum í sveitarfélaginu
miðað við búfjárskýrslur Matvæla-
stofnunar og verður innheimt með
fasteignagjöldum.
Miðað er við að dýrahræ séu sótt
til bænda og annarra búfjáreigenda
með skráðan bústofn og komið
í viðeigandi meðhöndlun. Farin
verður ein ferð í viku að jafnaði,“
segir í bókun sveitarstjórnar.
Verðskráin gefur til kynna árlegt
gjald sem reiknað er út frá stærð
stofns. Sveitarstjórnin reiknar gjaldið
í fjórum mismunandi þrepum og
byrjar við 28.600 krónur fyrir aðila
sem eiga færri en tuttugu ær.
Hæst er gjaldið 87.230 fyrir aðila
sem eiga fleiri en áttatíu ær. Eitt
hross reiknast sem þrjár ær og einn
nautgripur sem fimm ær.
/ÁL
Dalabyggð:
Gjaldskrá fyrir söfnun
og eyðingu dýraleifa
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja
með fasteignagjöldum. Mynd / ÁL