Bændablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 32

Bændablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 VIÐTAL Verkefnið Loftslagsvænn land­ bún aður er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Skóg­ ræktarinnar og Landgræðslunnar. Það hófst í ársbyrjun 2020 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan, með auknum fjölda þátttökubúa sem skuldbinda sig verkefninu í fjögur til fimm ár í senn. Á félagsbúinu Engihlíð í Vopnafirði eru tæplega 60 mjólkandi kýr, framleiðslan telur um 400.000 lítra á ári og rúm níu tonn af nauta­ og lambakjöti, en sauðfjárbúskapur er þar hliðarbúgrein. Auðheyrt er á bændunum Halldóru og Gauta að af mörgu er að taka þegar kemur að metnaðarfullum búrekstri. En þau hafa unun af lífi og starfi bóndans. „Það sem er skemmtilegast við að vera bóndi er að sjá nýtt líf lifna og vaxa, hvort sem það heitir að rækta gras, skjólbelti, skóg, kú eða kind. Þá er einnig auðvelt að finna áskoranir til að bæta sig. Mér þykir gaman að rækta búfé, reyna að bæta júgrin, ná fram meiri frjósemi í fénu, meiri fallþunga og mjólkurlagni. Við höfum semsagt brennandi áhuga á allri ræktun,“ segir Halldóra. Undir það tekur Gauti. „Maður hefur gaman af því að rækta og sýsla með dýr og grös. Eins ertu alltaf í miklum tengslum við náttúruna.“ Þau sóttu um að taka þátt í Loftslagsvænum landbúnaði því þau töldu það ögrandi áskorun. Þau séu umhverfissinnar og vilji leggja sitt af mörkum. „Okkur fannst rétt að prófa hvort við gætum gert eitthvað sem stuðlaði að loftslagsvænni búrekstri,“ segir Gauti. Nýta hverja ræsistund Verkefnið felur í sér að búin setja sér markmið innan ákveðins tímaramma sem getur verið eitt ár eða fleiri í senn sem miða að því að draga úr losun og auka bindingu kolefnis. Fyrst er losun búsins áætluð miðað við stöðumat þar sem skrásett er notkun á aðföngum svo sem; olíu, rafmagni, plasti, áburði, kjarnfóðri og fleira. Bústofn, innistöðutími og meðhöndlun búfjáráburðar eru einnig skrásettar og gerð er grein fyrir gerð og ástandi ræktaðs lands og beitilands. Aðgerðaráætlun búsins byggir einkum á markmiðum í að draga úr losun og auka bindingu. Auk þess sem hægt er að hugsa út fyrir boxið og koma með eitthvert frumlegt markmið sem fellur að verkefninu. Halldóra og Gauti hafa skrásett og unnið markvisst að ríflega tíu mismunandi aðgerðum innan verkefnisins. Eitt þeirra var að minnka notkun á olíu. „Við settum okkur markmið um að minnka olíunotkun um fimm prósent frá árinu á undan en samdrátturinn varð tíu prósent, úr 6.700 lítrum í 6.000 lítra,“ segir Gauti Þau telja erfitt fyrir þeirra bú að ganga lengra, nema að skipta út tækjum sem brenna jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsknúin tæki en rafmagnsdráttarvélar séu enn óraunhæfur möguleiki. Því grípa þau til ýmissa sparnaðarráða þegar dráttarvélarnar eru notaðar. „Við reynum að nýta hverja ræsistund á vélum sem best og setja þær í gang eins sjaldan og hægt er á veturna. Svo reynum við að para betur saman tæki og dráttarvélar miðað við eyðslu þeirra,“ segir Halldóra. Lækkuðu burðar- og sláturaldur Landbúnaður var uppspretta 13% af losun Íslands árið 2019 samkvæmt landsskýrslu Umhverfisstofnunar Rúmlega fimmtíu sauðfjár- og nautgripabú víðs vegar um landið vinna markvisst og mælanlega að því að minnka losun og auka kolefnisbindingu í búrekstri sínum gegnum verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður. Eitt þeirra er kúabúið Engihlíð í Vopnafirði. Þar hefur þeim Halldóru Andrésdóttur og Gauta Halldórssyni tekist svo vel til við loftslagsvænar umbreytingar að búið bindur töluvert meira kolefni en það losar. Auk þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í loftslagsmálum stuðla aðgerðir þeirra að betri búrekstri. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Vopnafjörður: Loftslagsvænt kúabú – Aðferðir bændanna í Engihlíð við að draga úr og binda kolefni bætir búrekstur til muna Bændurnir Halldóra Andrésdóttir og Gauti Halldórsson láta vel að þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður. Með hinum ýmsum aðgerðum hefur þeim tekist að binda töluvert meira kolefni en þau losa í sínum búrekstri. Mesti ábatinn er þó betri búrekstur sem skilar sér beint í fjárhagsafkomuna. Myndir / ghp Þær eru vinalegar kýrnar í Engilhlíð. Þar eru tæplega 60 mjólkandi kýr og framleiðslan telur um 400.000 lítra á ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.