Bændablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 39

Bændablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF CAT RAFSTÖÐVUM Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Stöðvar í gám Elsta félag eldri borgara á Íslandi má finna í stærðarinnar húsnæði í Flatahrauninu í Hafnarfirði. Stofnsett þann 26. mars 1968 – 55 ára í ár – þá í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu og nefnt Styrktar- félag aldraðra. Var félagið þekkt undir því nafni allt til ársins 1990 en hefur síðan kallast Félag eldri borgara í Hafnarfirði, eða FEBH. „Í Flatahraunið eru allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni og hægt að reka inn nefið jafnvel bara til að lesa blöðin þó ekki sé annað. Það getur svo leitt af sér að fólk spjalli, sjái eitthvað sem vekur áhuga þess, kemur kannski aftur og ákveður að vilja prófa að vera með,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, formaður félagsins. „Starfsemin hjá okkur er mjög öflug og endurspeglar í raun þá gleði og vilja fólks til þess að vilja gefa af sér og inn í starfið.“ Er félagið afar virkt og má þess vegna nefna hinar ýmsu skipulagsnefndir. Það er púttnefnd, uppstillingar- nefnd, kjaranefnd, þorrablótsnefnd, til að nefna nokkrar og svo nefnd Gaflarakórsins sem er afar vinsæll. Valgerður segir að hér sé um góðan og þéttan hóp fólks á sama aldri að ræða sem hefur ærið nóg að gera enda hugðarefnin endalaus og félagsskapurinn frábær. Stundatöfluna má finna á vefsíðunni og um að gera að finna sér eitthvað sem fólki líst á. „Það er fólk hér á öllum aldri enda erum við ekkert eldri en okkur líður.“ Tók Hafnarfjarðarbær þann pól í hæðina fyrir nokkrum árum að hafa heilsuna í forgangi og njóta meðlimir FEBH góðs af. Heilsuefling Janusar hefur haft yfirsýn yfir mannskapinn og með fá eldri borgarar bæjarins frístundastyrk til eflingar heilsusamlegs lífernis, alls 48 þúsund krónur á ári. Þetta varð hvatning til þess að fjölmargir félagar hófu líkamsrækt sem hefur gert heilmikið þeim til góða. „Sveitarfélagið leigir fyrir okkur glæsilegt húsnæði hérna í Flatahrauni og borgar þrjú og hálft stöðugildi starfsfólks. Það væsir því ekki um okkur í Hafnarfirði. Það er hugsað svo vel um þennan aldurshóp, við þurfum ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur er kemur að húsnæðinu heldur fer öll okkar orka í að njóta lífsins.“ Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að líta við – þó ekki væri nema í kaffisopa og lesa blöðin. Valgerður Sverrisdóttir, formaður FEB, tekin tali: Alltaf heitt á könnunni Valgerður Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Félagslífið í Hafnarfirði er afar líflegt en hér að ofan má sjá myndefni frá þorrablóti svo og dansleikfimi félagsins. Frá Selfossi: Svala Halldórsdóttir Fædd á Norðfirði, lengst af búsett á Akureyri og því aðfluttur Selfyssingur. Svala starfaði á heilsugæslustöðinni á Selfossi fyrst um sinn en steinhætti að vinna um leið og hún náði 67 ára aldri. „Ég átti góða vinkonu, fjórum árum eldri,“ segir Svala, „sem var komin svolítið inn í málin svona hjá þeim sem komnir eru á aldur og ég naut góðs af. Þetta kemur ekki til manns sjálfkrafa og fólk verður bara að drífa sig og kynna sér þá starfsemi sem er í boði. Ég þekki ekki annað en öllum sé rosalega vel tekið. Við höfum reyndar mismunandi áhugamál, hún Erla vinkona er á kafi í að spila á meðan ég er það ekki, en hef frekar verið dugleg að fara í sund og svoleiðis. Maður verður að bera sig eftir þessu sjálfur, eftir því hverju maður hefur áhuga á.“ Svala talar um aldursfordóma, að þeir sem ganga í félag eldri borgara mætti stundum ætla að hefðu annan fótinn í gröfinni. Hún minnist móður sinnar og móðursystur sem veltu fyrir sér að leggja land undir fót til Kanaríeyja með eldri borgurunum, þá sjálfar um áttrætt. Málið var útkljáð þegar móðursystirin þverneitaði að fara með „gamla fólkinu“. „Mín reynsla er sú,“ heldur Svala ákveðin áfram, „að það er ofboðslega gaman að fara í ferðir með „eldri borgunum“, þá jafnöldrum og eldri. Siggi maðurinn minn, sem er aðeins yngri en ég, hefur til dæmis aldeilis notið góðs af að fara með mér – nú er ég í söguklúbb, bæði fornsögum og því sem við köllum öndvegishóp. Siggi fór meðal annars með mér til Orkneyja, en við ferðumst gjarnan þangað sem sögusviðið er í lestrinum – og svo fórum ég og vinkona mín til Færeyja síðastliðið haust – þá einnig í hópi eldri borgara.“ Svala bendir á að félagsskapurinn í Félagi eldri borgara á Selfossi sé bráðskemmtilegur. „Það er hægt að taka fyrstu skrefin með því einfaldlega að mæta og fá sér kaffi hérna á fimmtudögum á opnu húsi,“ segir hún og hlær. „Á þriðjudögum er spilað … En svo er ekkert hægt að miða við mig, ég hef svo mikið að gera, er í sundleikfimi tvisvar í viku, mætt klukkan sex, labba með vinkonu minni fimm daga í viku ef veður leyfir, sögu- hópunum tveimur – nú erum við t.d. að lesa glæpasögu eftir Ragnar Jónasson sem gerist á Siglufirði og því er áætluð ferð þangað í vor. Nýja íþróttahúsið á Selfossi býður svo upp á aðstöðu tvisvar í viku – þar er stúlka sem leiðbeinir með tækin, auk þess sem hægt er að ganga þar innandyra í leiðinlegu veðri. Kórastarf, pútt … það er alveg heil dagskrá á vefsíðunni allavega. Félagsskapur og tengsl er alveg nauðsynlegt finnst mér og það er bara að bera sig eftir þessu. Númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Svala hlæjandi og mælir sterklega með að fólk drífi sig af stað. „Þetta er rosalega skemmtilegt og Siggi minn hefur til dæmis óstjórnlega gaman af því að koma með okkur gamla fólkinu …bráðungur maðurinn.“ Frá Snæfellsbæ: Svanhildur Sanný Pálsdóttir Svanhildur Pálsdóttir, 74 ára, er ung og í fullu fjöri að eigin mati. „Ég var móttökuritari heilsugæslustöðvar Snæfellsbæjar í 47 ár, varð svo sextug (eldri borgari – úff!) og fannst það bara fáránlegt," segir Sanný. „Verandi í 100% vinnu að fá bréf þar sem mér var boðið að koma og kynna mér starfsemi eldri borgara á svæðinu. Fyrsta hugsunin var, nei, þetta er alls ekki fyrir mig, þetta er bara fyrir hina! Svo bréfið fór nú strax í ruslið. Auðvitað kom að því að ég varð ellilífeyrisþegi og þá varð ég alveg skelfingu lostin! Er ég virkilega komin á þennan stað í lífinu !?! (Ég ... sem er alveg eins og ég hef alltaf verið!) Skömmu síðar, sjötíu ára, hætti ég að vinna og þá var mér nú allri lokið,“ segir Sanný hlæjandi. „Það varð mér til lífs að Jóhanna Gunnarsdóttir, svilkona mín, hvatti mig til að koma og fá mér kaffi niðri á Klifi, samkomuhúsinu … með eldri borgurunum. Það var tekið svo afskaplega vel á móti mér, ég boðin alveg hjartanlega velkomin. Ég á henni bestu þakkir fyrir að hafa hvatt mig, þarna eru allir svo jákvæðir og glaðir að ég má helst ekki missa af neinu sem boðið er upp á. Dagskráin er margbreytileg, bæði boccia, handverk, crossfit, sundleikfimi, ferðir og ýmislegt annað, auk þess sem alltaf er hægt að mæta bara til að fá sér kaffi og spjalla, sem er alveg yndislegt.“ Á stefnuskránni er svo að flytjast í 500 fm samkomuhús ætlað undir starfsemi eldri borgaranna. Miðvikudagarnir á Klifi verði þó áfram enda afar notalegt, handavinnan og spil. Hjúkrunarfræðingur er mannskapnum innan handar, afar mikið og gott utanumhald, enda hvetur Sanný alla þá sem áhuga hafa á að koma og kynna sér málið. „Einhverjir á mínum aldri hafa þó ekki tekið á sig rögg og fengið sér kaffi, sitja frekar heima, ef til vill hræddir um að vera ekki velkomnir – en ég segi það, maður verður bara að byrja og fara og fá sér kaffisopa. Hér eru allir velkomnir og tekið á móti fólki með bros á vör. Ég ætlaði nú svosum ekki að mæta neitt, fannst ég ekki eiga heima í félagi eldri borgara – ég væri ekki orðin gömul! En þetta snýst ekkert um það. Við erum jafnaldrar hérna og öll góðir félagar í félagi jafnaldra. Það eru svo mikil forréttindi að vera komin á þennan stað og njóta þess að vera til. Einnig eru þeir velkomnir sem eru öryrkjar – við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Ég segi núna; nú er ekkert að því að eldast, það eru svo sannarlega forréttindi sem ber að þakka. Bestu kveðjur til allra jafnaldra!“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.