Bændablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 50

Bændablaðið - 09.02.2023, Qupperneq 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 LESENDARÝNI Uppbygging laxeldis í sjókvíum við Ísland hefur verið leidd af íslenskum fulltrúum erlendra fjárfesta og skilað þeim aðilum miklum fjárhagslegum ávinningi. Leikreglurnar voru mótaðar í skýrslu starfs hóps sjávar- útvegs- og land búnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá árinu 2017 þar sem áhættumat erfðablöndunar leikur lykilhlutverk við úthlutun þeirrar auðlindar sem fólgin er í leyfum til eldis á laxi í sjókvíum hér við land. Áhættumat erfðablöndunar er úthlutunarkerfi sem gagnast aðallega laxeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu erlendra aðila og hefur lítið sem ekkert með náttúruvernd að gera. Náttúruvernd áhættumats erfðablöndunar er best lýst með umsögn lögfræðings og formanns stangveiðifélags við fiskeldisfrumvarpið sem endanlega var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019: ,,Það er raunar með nokkrum ólíkindum að veitt sé lagaheimild fyrir því að erfðablanda megi villtan íslenskan lax.“ Jafnframt var þess gætt af íslenskum fulltrúum erlendra fjárfesta í stefnumótunarhópnum að ekki væru settar hindranir sem kæmu í veg fyrir að mögulegt væri að fara með laxeldisfyrirtækin á erlendan hlutabréfamarkað og ná þannig mikilli hækkun í hafi á verðmætum eldisleyfa. Yfirgangur gagnvart íslenskum hagsmunum Í áhættumati erfðablöndunar er aðeins gert ráð fyrir að strokulax gangi upp í fjórar veiðiár á Vestfjörðum, en þar er að finna um 25 veiðiár þar sem lax er að finna með tilheyrandi laxalykt. Áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir að fórna minni laxveiðiám og vernda þær stærri. Fullnægjandi vöktun hefur sárlega skort á ástandinu í litlu veiðiánum á sjókvíaeldissvæðunum, með undantekningu hvað varðar þrjár ár í Arnarfirði sem rannsóknafyrirtækið Laxfiskar hefur vaktað. Það ófremdarástand endur- speglast í því að tilkynningar um strokulaxa í ám hafa að mestu takmarkast við tilkynningar almennings (stangveiðimanna) og upplýsingar frá vöktun rannsóknafyrirtækisins Laxfiska. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir eigum íslenskra landeigenda þó að um sé að ræða litlar veiðiár. Enda þótt þær ár vegi ekki þungt fjárhagslega í stóra samhenginu þá eru náttúrulegir fiskistofnar þeirra áa dýrmæt auðlind sem aukinheldur skapar sumum eigendum þeirra tekjur. Eigendur lítilla veiðiáa á sjókvíaeldissvæðum hafa verið algjörlega hunsaðir af stjórnvöldum við uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Nokkuð sem einfaldaði til muna að gefa eldisleyfi fyrir þeirri miklu framleiðslu s.s. á sunnanverðum Vestfjörðum til laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila. Á sama tíma var valtað yfir hagsmuni íslenskra sjókvía- eldisfyrirtækja í þeim framgangi sem stjórnvöld stýrðu til uppbyggingar á eldi á laxi í sjókvíum. Úthlutun 2017 Þegar áhættumat erfðablöndunar var fyrst gefið út á árinu 2017 komu fjölmargir með margar alvarlegar athugasemdir sem ekki verða raktar hér. Með því að gera ekki ráð fyrir litlu veiðiánum í áhættumati erfðablöndunar var hægt að úthluta Kjartani Ólafssyni, stjórnarformanni Arnarlax og fulltrúa í stefnumótunarhópunum, nægilegum framleiðsluheimildum á sunnanverðum Vestfjörðum. Á sama tíma var lokað fyrir allt eldi í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir að svokallað reiknilíkan áhættumats erfðablöndunar gæfi möguleika á nokkurra þúsunda tonna eldi og þar með var fyrirhugað laxeldi íslensks fyrirtækis slegið út af borðinu. Af hverju var ekki farin sú leið á þessum tíma að úthluta framleiðsluheimildum á öllum eldissvæðum á Vestfjörðum þannig að öll fyrirtækin fengju einhverjar heimildir til eldis á frjóum laxi, ekki bara laxeldisfyrirtæki sem voru í meirihlutaeigu erlendra aðila? Hverjir réðu hér ferðinni? Tilraunaeldi Það voru miklir hagsmunir undir og unnið var að því að fá heimild til eldis á laxi í Ísafjarðardjúpi af laxeldisfyrirtækjum, sveitarstjórnar- mönnum og fleirum. Fljótlega eftir útgáfu áhættumats erfðablöndunar gaf Hafrannsóknastofnun út frétta- tilkynningu um væntanlegt tilraunaeldi í Ísafjarðardjúpi. Hafrannsóknastofnun hefur eflaust áttað sig að ekki væri heiðarlega unnið og 3.000 tonna heimildir stóðu eftir skv. reiknilíkani áhættumatsins þegar laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila á sunnanverðum Vestfjörðum höfðu fengið allt sitt. Ekkert heyrðist meira um þetta tilraunaeldi og eflaust hefur jafnræðisreglan og skortur á lagaheimildum átt þar hlut að máli. Úthlutun 2020 Það er gert ráð fyrir að áhættumat erfðablöndunar verði endurskoðað að lágmarki á þriggja ára fresti. Niðurstaðan við endurskoðun á árinu 2020 fól m.a. í sér að Ísafjarðardjúp utan Æðeyjar var opnað fyrir eldi á frjóum laxi. Sú ákvörðun var tekin í skjóli áhættumats erfðablöndunar án þess að nein fagleg rök væru þar að baki. Það fól m.a. í sér að Valdimar Ingi Gunnarsson. Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst? Dynjandisá í klakaböndum Viðmót stjórnvalda hefur verið kuldalegt í meira lagi í garð íslenskra eigenda lítilla veiðiáa á eldissvæðum líkt og áhættumat erfðablöndunar ber með sér. Mynd / Aðsend Allt annað land en hið friðaða skyldi verða sameigin- legur bithagi fyrir búfé á flækingi, nema v i ð k o m a n d i sve i ta rs t jórn áskildi vörslu- skyldu búfjár, sem nánast hvergi er gert. Varaformaður Bændasam- takanna sat í nefndinni er samdi frumvarpið. Í umsögn samtakanna um ólögin gerðu þau enga efnislega athugasemd við eignaupptökuna hjá landeigendum! Ekki var annað að greina en að allt land, sem ekki væri friðað í Stjórnartíðindum eftir kúnstarinnar reglum, mætti samtakanna vegna verða sameiginlegur bithagi fyrir sauðfé. Álit stjórnsýslunnar Eftir samráð við fagráðuneytið, sem var atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið, gaf innviða- ráðuneytið út álit árið 2021 þess efnis að búfé á flækingi ætti beitarrétt í ófriðuðum löndum, eins og mælt er fyrir um í lögunum frá árinu 2002. Ekkert land hér á landi hefur verið friðað og vörsluskylda er afar sjaldgæf. Segja má að nánast öll heimalönd á Íslandi hafi verið risastór sameiginlegur bithagi fyrir kindur á flækingi. Ekki múkk! Þá var haft samband við Bænda- samtökin og leitað eftir stuðningi þeirra til að fá ólögunum breytt eða hnekkt. Eins furðulegt og það er kusu samtökin að tjá sig í engu um málið. Frá þeim heyrðist ekki múkk – hvorki tíst né stuna. Samtökunum virtist enn hugnast það vel að landeigendur hefðu ekki umráðarétt yfir löndum sínum, ef það gagnaðist kindum á flækingi. Umboðsmaður Alþingis Kvartað var yfir ólögunum við umboðsmann Alþingis. Í ítarlegu áliti í október sl. segir umboðsmaður að eignaupptaka laganna standist ekki eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar og því geti lögin ekki haft þær afleiðingar fyrir ófriðuð lönd að eigendur þeirra þurfi að þola beit annarra manna búfjár. Það þurfti umboðsmann Alþingis og stjórnarskrá lýðveldisins til að hnekkja tilgangi ólaganna frá árinu 2002. BÍ sárnar fyrir hönd ágangsfjár Loksins, 20 árum eftir ólaga- setninguna, tjá Bændasamtökin sig um málið! Lögfræðingur samtakanna skrifar grein um álit umboðsmanns í Bændablaðið. Í stað þess að fagna álitinu, fyrir hönd flestra félagsmanna sinna, rembist lögfræðingurinn við að gera lítið úr álitinu, sem hann segir ekki fela í sér neinn nýjan sannleik! Að landeigendur hefðu með álitinu fengið aftur umráða- og verndarrétt á löndum sínum fannst lögfræðingi Bændasamtaka Íslands lítt merkilegt. Í greininni misskilur lög- fræðingurinn svo hugtakið „lausa- ganga“, sem hann telur að búfé á afréttum stundi, í stað þess að vera það sem hún er, þ.e. þrautaganga búfjár í heimasveitum þegar eigendur þess vilja ekkert af því vita. Dómsmálaráðuneytið sammála umboðsmanni Nýverið úrskurðaði dómstólaráðu- neytið að lögreglunni bæri að smala ágangsfé, eins og mælt er fyrir um í 2. mgr. 33. gr. laga nr. 6/1986 um afréttamálefni. Byggði ráðuneytið afstöðu sína á áliti umboðsmanns, þ.e. að ólögin frá 2002 gætu ekki hirt umráða- og verndarréttinn af landeigendum. Aftur sárnar BÍ fyrir hönd ágangsfjár Þá verður lögfræðingi Bænda- samtakanna aftur mál að skrifa grein í Bændablaðið. Eftir smekklaust grín um Geir og Grana að elta kindur, Kristín Magnús- dóttir. Af hverju eru Bændasamtök Íslands á móti eignarrétti landeigenda? Árið 2002 var laumað í lög um búfjárhald að landeigendur þyrftu að friða lönd sín gegn búfé með því að girða þau dýrheldri girðingu, fá girðingarnar vottaðar á hverju ári af þar til bærum aðila og fá sveitarstjórn til að auglýsa friðun viðkomandi lands í Stjórnartíðindum. „Heimalönd þurfa því alls ekki að vera girt svo yfirvöldum beri að smala þar ágangsfé,“ segir Kristín í greininni. Mynd / Aðsend
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.